Morgunblaðið - 02.07.2015, Síða 11

Morgunblaðið - 02.07.2015, Síða 11
Morgunblaðið/RAX Kvikmyndagerðarkonan Ásdís Thoroddsen segir að hlutverk Söndru hafi kennt sér heilmargt um leikstjórn. ist sem skrifta eða sem aðstoðarleik- stjóri. M.a. var hún aðstoðarleik- stjóri í Nóa albínóa, þar sem hún var jafnframt í annað skipti á ævinni fyrir fr, man tökuvélarnar, en þá í aukahlutverki. Þá hefur Ásdís skrif- að handrit, leikstýrt og klippt nokkrar stuttmyndir. Í einkalífinu gerðist það helst að hún eignaðist soninn Grímkel fyrir átján árum með frönskum manni. Sambandið stóð stutt, en hún segir Grímkel í góðum tengslum við pabba sinn og heimsæki hann oft til Frakklands. Aðalhlutverkin í lífinu og listinni Aðalhlutverk Ásdísar í lífinu og listinni eru fleiri en í Skilaboðum til Söndru. „Ég fékk ekki góða dóma fyrir leikinn og var fundið mér til foráttu að ég væri ekki lærður leik- ari. Hins vegar fékk ég annað að heyra frá útlendingum sem sáu myndina. En með hlutverkinu lærði ég heilmargt um leikstjórn, ekki síst hvernig á að vinna með amatörum og þá kannski helst að krefjast mik- ils af þeim,“ segir Ásdís og rifjar upp að hún hafi fengið smápening til að kaupa sér pils til að vera í þegar myndin var kynnt á kaupstefnu Berlinale-kvikmyndahátíðarinnar. Hún kveðst hvorki hafa fengið sér- staka athygli kringum frumsýn- inguna né hafi þótt tiltökumál að hún var berbrjósta í einu atriðinu. „Hippaáhrifanna gætti ennþá í þjóð- félaginu, ber brjóst þóttu ekkert merkileg fyrr en klámbylgjan reið yfir nokkru síðar.“ Aftur í núið. Auk þess að fram- leiða sveppi og leikstýra Veðra- brigðum er Ásdís að skrifa sitt ann- að leikrit, en hún er höfundur Ástandsins, sem fjallar um ástir ís- lenskrar stúlku og bresks hermanns og var útvarpað í tveimur hlutum fyrir nokkrum árum. Hún er einnig byrjuð á handriti að heimildamynd um gerð íslenska kvenbúningsins. „Mig langaði að gera andstæðu heimildamyndarinnar Súðbyrðingur – Saga báts frá 2011, sem fjallar um fjóra karla sem koma saman til að smíða bát og rekur sögu norrræna súðbyrðingsins eftir því sem smíð- inni vindur áfram,“ segir Ásdís, sem skrifaði handritið, leikstýrði, klippti og var sögumaður. Henni finnst hannyrðir kvenna verðskulda að gerð sé um þær heimildamynd. Allir voru svo grannir Að öllu samanlögðu er Ásdís ánægð yfir að hafa komið börnunum til manns, yfir kvikmyndunum sín- um og því sem hún er að skrifa og gera hverju sinni. „Það er vegna þess að ég geri bara það sem mér finnst skemmtilegt, kvikmyndagerð er eitt af því skemmtilegasta.“ Hún hefur tvisvar horft á Skilaboð til Söndru, í annað skipti um aldamótin og ætlar að að kaupa sér dvd- diskinn. „Ég held að fólk hafi gaman af að sjá hversu margt hefur breyst í þjóðfélaginu síðan 1983 – til dæmis hve allir voru grannir.“ vjon@mbl.is Móttleikarinn Bessi Bjarnason , einn reyndasti leikstjóri landsins lék aðalhlutverkið á móti Ásdísi. DAGLEGT LÍF 11 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2. JÚLÍ 2015 Engjateigi 5 • Sími 581 2141 Útsalan er hafin Yfirskrift göngunnar Reykjavík – Safarí sem Borgarbókasafn, Borgar- sögusafn og Listasafn Reykjavíkur efna til í kvöld hefur óneitanlega yfir sér svolítið útlenskan ævintýraljóma. Ekki að ósekju því söfnin þrjú hafa sameinast um að kynna starfsemi sína og helstu menningarstofn- ana borgarinnar á mörg- um ólíkum tungumálum. Leiðsögumenn munu leiða hópana og segja frá menningarlífinu í Reykja- vík á sex tungumálum; ensku, arabísku, pólsku, portúgölsku, víetnömsku og taílensku. Fyrir þá sem tala og skilja lítið eða ekkert í ís- lensku eða eru einfald- lega illa áttaðir í borginni er því kjörið að slást í þann hóp sem best hent- ar. Einnig gæti verið skemmtilegt fyrir borna og barnfædda Reykvík- inga að krydda tilveruna og sjá kannski borgina í nýju ljósi. Ekki er endilega víst að þeir viti fremur en þeir sem nýfluttir eru hingað til lands hvar bókasöfnin og önnur söfn eru og hvað þar er boðið upp á. Eða leikhúsin, stytturnar, lista- verkin og allir skemmtilegu staðirnir. Hvað er ókeypis? Hvaða viðburðir eru efst á baugi? Hvað gerist um helgar? Hvað er í boði fyrir börn, fjöl- skyldur og fullorðna? Leiðsögumenn- irnir verða ekki í vandræðum með að svara slíkum og áþekkum spurn- ingum. Lagt verður upp í göngutúrinn frá Borgarbókasafninu í Grófinni, Tryggvagötu 15, kl. 20 í kvöld. Gert er ráð fyrir að gangan taki einn og hálf- an tíma. Í lokin hittast hóparnir á upphafsreit þar sem boðið verður upp á hressingu og lifandi tónlist. Þátttaka er ókeypis, allir eru vel- komnir. Borgarbókasafn, Borgarsögusafn og Listasafn Reykjavíkur Safari í Reykjavík á sex tungu- málum á þriggja safna vegum Morgunblaðið/Eggert Hvað er í boði í borginni? Þátttakendur í kvöld- göngunni geta orðið margs vísari.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.