Morgunblaðið - 02.07.2015, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 02.07.2015, Blaðsíða 12
12 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2. JÚLÍ 2015 30% AFSLÁTTUR AF ÖLLUM GALLABUXUM! GALLABUXNA DAGAR! EIKJUVOGUR 29 - 104 RVK. - S:694-7911 www.facebook.com/spennandi www.spennandi.com OPIÐ: MÁN-FIM: 12-18 - FÖS: 12-16 2 . - 10 . j ú l í Núna er Matthildur 15 ára og búin að taka þátt bæði í Norður- landamóti og heimsmeistaramóti og raða inn metum. „Þegar mér gekk svona vel á Akureyri vissi ég að þetta væri eitt- hvað fyrir mig og að ég vildi halda áfram. Næsta mót sem ég tók þátt í var í febrúar á þessu ári í Finnlandi. Þá var ég búin að æfa í ellefu mán- uði og ég setti tvö Íslandsmet, fékk fyrsta sæti í bekkpressu, annað sæti í hnébeygju, þriðja sæti í réttstöðu og þriðja sæti samanlagt. Ég gerði það sem ég ætlaði mér en mér hefði getað gengið betur í réttstöðunni. Ég bætti það upp á heimsmeistara- mótinu sem var núna í júní, í Finn- landi. Þar gekk mér rosalega vel og ég keppti í þyngdarflokkinum mínus 72 kíló. Ég vigtaðist léttust og yngst inn í flokkinn en ég bætti árangur minn; ég tók 120 kg í hnébeygju, 67,5 kg í bekkpressu og 125 kg í réttstöðu. Ég setti ellefu Íslandsmet á þessu heimsmeistaramóti og var mjög sátt og glöð að því loknu.“ Hefur dregið krakka með sér Matthildur segist vera á mörk- unum að eiga að vera í næsta flokki fyrir neðan, en hún vill frekar byggja sig upp og þyngjast í þeim flokki sem hún er í. „Fyrst var ég að æfa með stelpum sem voru eldri en ég og ég hef kynnst fjölmörgu fólki í kringum þessa íþrótt og það er mjög gaman. Ég á þrjú ár eftir í þeim aldursflokki sem ég keppi í núna, sem er 14 til 18 ára, en eftir það ætla ég mér að keppa í aldurs- flokknum 18 til 24 ára,“ segir Matt- hildur, sem er með mikið keppnis- skap og stefnir á Norðurlandamót í Svíþjóð í byrjun næsta árs. „Ég fer líka á Íslandsmeistara- mótið á Akureyri núna í ágúst, en það er fyrst og fremst vegna þess að ég er búin að draga svo marga krakka í þetta með mér,“ segir hún og hlær. „Fimm ný eru að byrja í mínum aldursflokki og Ingimundur var með námskeið fyrir þau. Mér morgnana, fyrir skólatíma. Ég hafði aldrei lyft lóðum áður, en mér fannst þetta gaman,“ segir Matt- hildur Óskarsdóttir kraftlyftinga- kona, sem þá var 14 ára og varð Ís- landsmeistari í sínum þyngdarflokki og setti tólf Íslandsmet. Kristín Heiða Kristinsdóttir khk@mbl.is Ég var í fimleikum þegarég var yngri, en svomeiddist ég á ökkla ífjallgöngu og þurfti að hætta. Mamma keypti þá kort fyrir mig í ræktina og þar kynntist ég þjálfaranum hennar mömmu, Ingi- mundi Björgvinssyni. Þetta var í mars í fyrra og ég fékk að fara á kraftlyftingaæfingu hjá honum og hann vildi að ég tæki þátt í Íslands- meistaramóti unglinga í klassískum kraftlyftingum sem átti að vera sex mánuðum síðar á Akureyri. Ég var til í það og mætti þrisvar í viku á æfingar hjá honum klukkan sex á finnst frábært að vera ekki lengur alein, það er gaman að fá vini mína á mínum aldri inn.“ Uppsker eins og hún sáir Matthildur segir að tæknin skipti miklu máli í íþróttinni, það sé ekki nóg að vera sterkur. „Það er hætta á meiðslum ef maður beitir ekki réttri tækni, ég sá það hjá sterkum stelpum á heims- meistaramótinu. Fólk endist ekki í þessari íþrótt ef það tileinkar sér ekki tæknina. Það skiptir máli að beita sér rétt, hvernig maður stend- ur og heldur um stöngina og að finna hvað hentar. Núna er ég til dæmis eingöngu að æfa tæknina, formið á lyftunum.“ Það sem henni finnst skemmti- legast við íþróttina er að sjá bæt- ingar. „Maður stefnir að einhverju og þegar maður uppsker eins og maður sáir, þá er gaman. Þegar ég fer í ferðalög þarf ég að plana að komast á æfingar fjórum sinnum í viku, því að ef ég missi viku úr finn ég það. Ég þarf líka að sofa vel og borða hollt.“ Gæti ekki tekið þátt án Ingimundar Matthildur segir marga hafa verið hissa þegar hún byrjaði að æfa kraftlyftingar en að strákunum í árganginum hennar hafi fundist það frábært. „Þeir eru alltaf að spyrja hvað ég taki mörg kíló í hinu og þessu.“ Vissulega fylgir heilmikið álag því að fara á stór mót úti í heimi en Matthildur nýtur tryggs stuðnings fjölskyldu sinnar. „Mamma fór með mér á heims- meistaramótið og pabbi fór með mér á Norðurlandamótið. Auk þess fer Ingimundur alltaf með og líka landsliðsþjálfarinn Grétar. Það skiptir mig miklu máli að allir standi svona með mér. Ég gæti aldrei tekið þátt í svona móti án Ingimundar. Hann er besti þjálfari sem hægt er að finna.“ Einbeiting Matthildur kraftlyftingakona tekur hér á því á Norðurlandamótinu í Finnlandi fyrr á þessu ári, en hún segir tæknina skipta mjög miklu máli í klassískum kraftlyftingum. Hún hafði aðeins æft í hálft ár þegar hún keppti í fyrsta sinn í kraftlyft- ingum og setti þá Íslands- met. Hún setti 11 Ís- landsmet á heims- meistaramótinu í Finnlandi í júní síðast- liðnum. Matthildur er rétt að byrja. Matthildur með krafta í kögglum Stuðningur Matthildur með mömmu sinni Evu Maríu, ömmu sinni Sigrúnu og systrunum Júlíu og Sigrúnu á fyrsta mótinu sínu á Akureyri 2014. Ljósmynd/Sigurjón Pétursson Átök Á Norðurlandamótinu tók Matthildur 110 kg í hnébeygju.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.