Morgunblaðið - 02.07.2015, Síða 14

Morgunblaðið - 02.07.2015, Síða 14
14 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2. JÚLÍ 2015 Teg. Mary 3 – 1 – 1 Teg. Giulia 3 – 1 – 1 Opið virka daga 10 - 18 Lokað á laugardögum í júlí Strandgötu 24 – 220 Hafnarfjörður Sími 565 4100 - www.nyform.is Svefnsófi, teg. Plútó Komnir aftur, nokkrar gerðir Hornsófi teg. Indy. Erum flutt á Strandgötu 24 Hafnarfirði Ísak Rúnarsson isak@mbl.is Sala orkufyrirtækja, s.s. Landsvirkj- unar og Orku náttúrunnar, á svoköll- uðum upprunavottorðum á orku verður til þess að kjarnorka læðist inn í orkubókhald Íslendinga. Leyfi til slíkrar sölu má rekja til laga sem sett voru hér á landi árið 2008 en þau grundvallast á tilskipun Evrópusam- bandsins. Um er að ræða samevrópskt kerfi en þar er ætlunin að styrkja rekstr- argrundvöll framleiðenda hennar. Þannig er ætlunin að gera mark- aðinn með endurnýjanlega orku óstaðbundinn og gera framleið- endum kleift að selja uppruna og eiginleika orku. Víðast hvar í Evrópu er ómögulegt fyrir neytendur að átta sig á hvort verið er að notast við end- urnýjanlega orku eður ei vegna þess að orku af ólíkum uppruna er oftar en ekki veitt inn á sama dreifikerfið. Í grunninn gengur kerfið þannig fyrir sig að fyrir hvert megavatt af endurnýjanlegri orku sem er fram- leitt er gefin út vottun um að hún sé sannanlega framleidd með endur- nýjanlegum hætti. Framleiðend- unum er svo gert kleift að selja vott- anirnar og um leið réttinn til þess að kalla hana endurnýjanlega hvar sem er í aðildarlöndum kerfisins en þau eru tuttugu talsins. Með tilkomu kerfisins er í raun búið að skapa eignarréttindi yfir uppruna orkunn- ar í Evrópu, sem voru ekki til staðar áður. Hérlendis hafa eignarréttindi á uppruna orkunnar hinsvegar alltaf verið til staðar þó þau hafi ekki verið framseljanleg, þar eð 99,9% orku- framleiðslu á Íslandi eru með end- urnýjanlegum hætti, geta allir geng- ið út frá að nær öll orka sem streymir til þeirra sé endurnýjanleg. Þegar Ísland gekk inn í orkuvott- unarkerfið bauðst okkur þar með í fyrsta skipti að framselja endurnýj- anleika orkunnar aðeins að nafninu til. Þegar erlendir aðilar kaupa slík vottorð kaupa þeir um leið réttinn til þess að kalla þá orku sem þeir nota endurnýjanlega. Á sama tíma tekur söluaðili vottorðsins, t.d. Lands- virkjun, við orku sem samanstendur af meðaltali Evrópuríkja. Orkan sem Landsvirkjun selur til inn- lendra aðila verður því óendurnýj- anleg að nafninu til nánast í réttu hlutfalli við fjölda vottorða sem seld eru út. Alcoa Fjarðaál hefur réttilega bent á að orkukerfið sé lokað og því ómögulegt í raunveruleikanum að orkan sem streymi til fyrirtækisins sé óendurnýjanleg eins og kemur fram á sölureikningnum. Í því ljósi hefur verið velt upp hvort Evrópu- tilskipun um upprunavottorðin eigi heima á Íslandi og hvort það sé í raun eftirsóknarvert að framselja réttinn til þess að kalla orkuna, sem seld er hérlendis, endurnýjanlega. Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðn- aðar- og viðskiptaráðherra, segist skilja gagnrýni þeirra sem á þetta hafa bent og hefur óskað eftir því að ráðuneytið skoði möguleikann á því að íslenskir orkuframleiðendur segi skilið við kerfið. Evrópsk orka ólík hinni íslensku  Upprunavottanir breyta því ekki hvaðan íslenska orkan kemur Orka Dótturfyrirtæki OR, Orka náttúrunnar, selur upprunaleyfi. Morgunblaðið/ÞÖK Hiti í júnímánuði var undir meðallagi síðustu tíu ára um land allt. Minnst var vikið í Skaftafelli, þar sem meðalhiti mánaðarins var 0,8 stigum undir meðalhita síðustu tíu ára, en það mesta á Laufbala, þar sem hiti var fjórum stigum undir meðaltali síðastliðins áratugar. Hæsti hiti í mánuðinum á mann- aðri stöð mældist 21,8 stig í Staf- holtsey hinn 28. júní. Meðalhitinn 9,1 stig í Reykjavík Mánaðarmeðalhiti í Reykjavík mældist 9,1 stig í júnímánuði, 0,1 stigi yfir meðallagi áranna 1961 til 1990 en 1,3 stigum undir meðallagi síðustu tíu ára. Sólskinsstundir mældust 193,1 sem er sjö stundum undir meðallagi sl. áratugs. Á Akur- eyri var mánaðarmeðalhitinn 8,8 stig, 0,4 stigum undir meðallagi 1961 til 1990 en 1,3 undir meðallagi síð- ustu tíu ára. Þar mældust sólskins- stundir 161,1 sem er 44 stundum undir meðallagi sl. áratugs. Þetta kemur fram á vef Veður- stofu Íslands í stuttu yfirliti yfir veð- urfar í júní. Þar kemur fram að júnímánuður í Reykjavík var sá kaldasti síðan 2001 en á Stórhöfða í Vestmannaeyjum hefur júnímánuður ekki mælst eins kaldur síðan árið 1993. Júní 2011 kaldari víðast hvar Þar segir enn fremur að tiltölu- lega hlýjast hafi verið á Austfjörð- um, mjög kalt hafi verið suðvestan- lands og sérstaklega kalt á hálendinu, þar sem snjóa hafi leyst lítt eða lítið. Þó hafi júnímánuður ár- ið 2011 verið kaldari víðast hvar á landinu en í júní sem leið. Lítið var um illviðri í mánuðinum en tíðarfar þó óhagstætt lengst af og gróður tók seint við sér. Meðalhiti í júní var hæstur á Þing- völlum og Korpu, þar sem hann mældist 9,3 stig, en lægstur á Gagn- heiði, með meðalhitann 0,5 stig. Morgunblaðið/Kristinn Júní Hiti í júní var undir meðaltali síðustu tíu ára um allt land. Hæstur var meðalhiti 9,3 stig á Þingvöllum og Korpu. Færri sólskinsstundir og hitastig lágt í júní  Sólarstundir á Akureyri vel undir meðaltali síðustu 10 ára Fyrstu sex mánuðir ársins 2015 hafa verið venju fremur kaldir um landið suðvestanvert en á vef Veðurstofu Íslands segir að meðalhiti í Reykjavík og á Stór- höfða í Vestmannaeyjum hafi verið undir meðalhita áranna 1961 til 1990. Hiti í Reykjavík er 0,3 stigum undir meðaltali og í Vestmanna- eyjum hefur hiti á fyrstu sex mánuðum ársins mælst 0,6 stigum undir meðaltali. Þá hefur úrkoma mælst 10 prósent umfram meðallag ár- anna í Reykjavík. Kaldari fyrri hluti ársins MEÐALHITI LÆGRI Í ÁR Ólafur Hannibalsson blaðamaður andaðist á heimili sínu þriðju- daginn 30. júní sl., 79 ára að aldri. Ólafur fæddist á Ísafirði 6. nóvember 1935, sonur Sólveigar Ólafsdóttur og Hannibals Valdimars- sonar. Ólafur lauk stúd- entsprófi frá Mennta- skólanum að Laugar- vatni árið 1956 og stundaði nám við há- skólann í Delaware í Bandaríkjunum og við hagfræði- háskólann í Prag í Tékklandi á ár- unum 1957 til 1962. Hann starfaði hjá Loftleiðum í New York, var ritstjóri Frjálsrar þjóðar 1964- 1970, með árshléi 1968 þegar hann vann að hafrannsóknum. Hann var skrifstofustjóri ASÍ 1971-1977. Ólafur var varaþing- maður Sjálfstæðisflokksins í Vest- fjarðakjördæmi 1995-1999. Um tíu ára skeið til ársins 1987 var Ólafur bóndi í Selárdal og síð- an blaðamaður, rithöfundur og ritstjóri. Ásamt Jóni Hjaltasyni og Hjalta Einarssyni skrifaði hann 50 ára sögu Sölumiðstöðvar hraðfrystihúsanna, sem út kom 1997. Hann þýddi Sögu þorsksins eftir Mark Kurlansky og skráði ásamt konu sinni Sól- armegin, endurminn- ingar Herdísar Egils- dóttur kennara. Síðustu árin vann Ólafur að Djúp- mannatali, skrá ábú- enda við Ísafjarð- ardjúp frá 1801 og niðja þeirra, sem nú er búið til prentunar. Ólafur lét sig þjóð- mál miklu varða. Hann var ann- álaður penni, ritaði ótal greinar og hélt útvarpserindi um innlend og erlend málefni. Hann tók virk- an þátt í aðgerðum, svo sem mót- mælum Þjóðarhreyfingarinnar gegn fjölmiðlalögunum 2004, og gegn stuðningi Íslands við innrás Bandaríkjahers í Írak, m.a. með birtingu heilsíðuauglýsingar í New York Times í ársbyrjun 2005. Eftirlifandi kona Ólafs er Guð- rún Pétursdóttir lífeðlisfræðingur. Dætur þeirra eru Ásdís og Marta. Börn Ólafs af fyrra hjónabandi eru Hugi, Sólveig og Kristín. Andlát Ólafur Hannibalsson blaðamaður
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.