Morgunblaðið - 02.07.2015, Síða 22

Morgunblaðið - 02.07.2015, Síða 22
Ísak Rúnarsson isak@mbl.is Skóglendur á Íslandi hafa stækkað um 472 ferkílómetra á undan- förnum 25 árum, sem gerir um þriðjungsaukningu, samkvæmt upplýsingum frá Skógrækt ríkisins. Heildarstærð skóglendna árið 1989 var 1.435 ferkílómetrar en 1.907 ferkílómetrar árið 2014. Ræktaðir skógar hafa stækkað mest á tíma- bilinu en árið 1989 voru þeir 59 fer- kílómetrar en árið 2014 voru þeir 401 ferkílómetri, sem er stækkun upp á 342 ferkílómetra, eða um 580%. Birki þekur 1,5% flatarmáls landsins Náttúrulegt birki hefur einnig aukist töluvert á tímabilinu eða um 130 ferkílómetra sem gerir um 9,5% aukningu. Birkið þekur nú um 1,5% heildarflatarmáls landsins. Er þetta fyrsta staðfesta framfara- skeið eftir margra alda hnign- unarskeið sem hófst í raun við landnám Íslands. Talið er að birkið hafi þakið 25% landsins við land- nám. Aukningin skiptist þó ekki jafnt á alla landshluta en á Suður- landi og Vestfjörðum hefur hún verið mest, eða 13% og 14%. Á Norðurlandi og Austurlandi hefur aukningin verið talsvert minni, eða 3% og 4%. Á Vesturlandi hefur aukningin numið 7%. Þetta eru nið- urstöður rannsóknar Skógræktar ríkisins, sem hefur verið í gangi undanfarin ár. Skógur breiðist út í Þórsmörk Þórsmörk er eitt þeirra svæða þar sem mesta útbreiðslan hefur átt sér stað en árið 1989 þakti birk- ið aðeins um fjögurra ferkílómetra svæði. Nú þekur birkið um 14 fer- kílómetra svæði sem er aukning um 10 ferkílómetra eða um 250%. Hér til hliðar má sjá yfirlitskort af flatarmáli birkis í Þórsmörk þá og nú. Einnig stendur yfir kortlagning á lúpínu á Íslandi hjá Landgræðslu ríkisins. Stefnt var að því að hægt yrði að ljúka kortlagningu á út- breiðslu alaskalúpínu með aðstoð gervihnatta í sumar en unnið hefur verið að verkefninu undanfarin þrjú ár en lúpína er eitt af verk- færum Landgræðslunnar til þess að koma í veg fyrir að landsvæði leggist í eyði Að sögn Örnu Bjarkar Þorsteins- dóttur, sérfræðings hjá Land- græðslu ríkisins, mun verkefnið þó eitthvað tefjast en reynt verður að klára það sem fyrst. Auk Land- græðslunnar hafa Náttúrufræði- stofnun Íslands, Háskóli Íslands og Landmælingar Íslands komið að verkefninu. Skóglendur hafa stækkað um þriðjung  Fyrsta staðfesta framfaraskeið síðan á landnámsöld  Ræktaðir skógar hafa stækkað um 580% á aldarfjórðungi Birkiaukning samanborið við Holuhraun Nýliðun birrkis 1989-2014 129km2 Holuhraun 10. jan. 2014 84,1 km2 Heimild: Björn Traustason/Skógrækt Ríkisins. Heimild: Björn Traustason/Skógrækt Ríkisins. Útbreiðsla birkis í Þórsmörk Árið 1989 Árið 2014 Birkiskógur >5m Birkiskógur 2-5 m Birkikjarr <2m Hæðarflokkun fullvaxta birkis 22 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2. JÚLÍ 2015 „Þarna er að verða gríðarleg breyt- ing á vernduðu svæði og ef menn sinna því ekki seinna en strax munu menn tapa Rauðhólum sem mosa- vöxnu svæði,“ segir Jóhann Skírn- isson, flugstjóri og íbúi í Grafarholti, en talsverð lúpína hefur verið að taka sér bólfestu í Rauðhólum. Að sögn Jóhanns eru ekki mörg ár í að Rauðhólar breytist í „Bláhóla“ og að þetta sé kjörið verkefni fyrir krakkana í Vinnuskólanum. „Við höfum verið í samvinnu við Umhverfisstofnun og sent hópa þangað til þess að reyna að halda henni í skefjum. Markmið okkar er að Rauðhólar verði ekki að Bláhól- um, en auðvitað verðum við að grípa þau tækifæri sem við höfum og því lengur sem við bíðum, þeim mun erf- iðara verður verkefnið,“ segir Þór- ólfur Jónsson, garðyrkjustjóri Reykjavíkurborgar, en hann bætir við að það sé á stefnuskránni að vinna á lúpínunni í Rauðhólum. Ástæðuna fyrir því að ekki hafi verið fyrr tekið á málinu með fullum krafti segir Þórólfur: „Við höfum bara ekki hundrað manns til að senda þangað og málið sé þá bara dautt, við viljum þó og ætlum að vera á tánum þannig að lúpínan dreifi sér ekki um of.“ Rauðhólar brátt að verða „Bláhólar“ Morgunblaðið/Ómar Lúpína Ekki eru allir á eitt sáttir með lúpínuvöxt við Rauðhóla. Garð- yrkjustjóri borgarinnar segir að málið sé á verkefnalistanum. Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Hringurinn um hanana tvo á Suður- Reykjum, sem valdið hafa nágrönn- um í Mosfellsbæ ónæði, er að þrengjast. Bannað verður að halda hana samkvæmt reglum bæjar- stjórnar. Svo er að koma upp úr dúrnum að ekki virðist lögbýlis- réttur á umræddri lóð. Eigendur hananna hafa því ekki lengur það skjól til að leita í. „Ég vil bara fá gamla góða friðinn aftur. Mér er sama hvort hávaðinn kemur frá hönum eða ljósamótor, maður vill hann ekki,“ segir Víg- mundur Pálmarsson, íbúi við Reykj- arhvol. Hann hefur kvartað nokkr- um sinnum undan hávaða frá hönunum á Suður-Reykjum sem eru rétt handan Varmár. Hann tekur fram að ástandið hafi lagast eftir að hann fór að kvarta. Nú sé hönunum haldið inni á nóttunni og því veki þeir hann ekki klukkan fjögur eða fimm á nóttunni eins og var. Þeir gali hins vegar allan daginn og það sé hvimleitt til lengdar. Ekki lögbýlisréttur Vígmundur fékk þau svör frá Mosfellsbæ að ekkert væri hægt að gera í málinu þar sem hanarnir væru á lögbýli. Nú hefði hins vegar komið í ljós að lögbýlisréttur væri ekki á lóðinni. Samkvæmt upplýsingum Al- dísar Stefánsdóttur, forstöðumanns þjónustu- og upplýsingamála, telur byggingarfulltrúi bæjarins, eftir nánari skoðun málsins, að lögbýlis- réttur fylgi ekki umræddri lóð. Lóð- inni hafi verið skipt út úr lögbýli en rétturinn fylgi ekki sjálfkrafa með. Reglur um hænsnahald í þéttbýli Mosfellsbæjar hafa lengi verið í vinnslu og voru til seinni umræðu í bæjarstjórn í gær. Þær taka gildi við birtingu í Stjórnartíðindum. Sam- kvæmt þeim verður heimilt að halda allt að sex hænsni á hverri lóð en óheimilt með öllu að halda hana. Al- dís staðfestir það að þegar reglurnar ganga í gildi verði óheimilt að halda hana á umræddu býli, að því gefnu að það teljist ekki lögbýli. Eigendum verði því væntanlega gert að fjar- lægja þá. Morgunblaðið/Ómar Hænsni Hanar geta verið friðarspillar, en þó einkum í þéttbýli. Hanarnir verða gerðir útlægir Hanaslagur » Nágrannar hananna á Suð- ur-Reykjum hafa lengi kvartað undan hávaða frá þeim. » Eigendurnir hafa vísað til þess að nauðsynlegt sé að hafa hana til að halda hænsna- hópnum saman. Sumarveisla Þegar Gullbrá sá grautinn í húsi bjarnanna varð hún svöng. Fyrst fékk hún sér úr stóru skálinni: „Of heitur!“ Svo úr þeirri millistóru: „Of kaldur!“ Og að lokum úr þeirri litlu: „Aah, einmitt pass- legur!“ Glerstell í tveimur litum, með litlum, miðlungs og stórum skálum, köku- og matardiskum og kökufati, 300, 600, 900 eða 1200 kr. hver hlutur.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.