Morgunblaðið - 02.07.2015, Qupperneq 32

Morgunblaðið - 02.07.2015, Qupperneq 32
VIÐTAL Helgi Bjarnason helgi@mbl.is „Unga fólkið sækir til okkar vegna sérstöðunnar. Orðsporið berst hratt á netinu. Hvergi annars staðar í heim- inum er hægt að sigla á 19. aldar skútu og skoða hvali eða náttúruna. Við aukum sífellt áhersluna á þennan þátt,“ segir Hörður Sigurbjarnarson, skipstjóri og einn eigenda Norður- siglingar á Húsavík. Fyrirtækið er í sumar með fjögur seglskip í hvala- og náttúruskoðun af alls átta skipum í rekstri og vonast er til að þau verði fimm á næsta sumri. Þessar vikurnar er verið að útbúa skonnortuna Opal með rafmótor. Það er tilraunaverkefni sem unnið er í samvinnu við fyrirtæki og stofnanir, hérlendis og erlendis. Fjórir 600 kg rafgeymar Settur er rafmótor í skipið og fjórir sérhannaðir rafgeymar sem hver um sig vegur 600 kíló. Geymarnir eru að- allega hlaðnir í höfn og því er raf- magn frá virkjunum í landi notað til að knýja skipið í stað olíu. Hörður bendir á að Opal verður fyrsta ís- lenska skipið sem knúið er með Landsvirkjunarrafmagni. En það er aðeins hluti af dæminu. Skipinu er breytt á ýmsan veg til þess að hægt sé að nýta vindinn og umframorku skrúfunnar til að framleiða rafmagn inn á geymana, þegar aðstæður eru til þess. Þessar vikurnar eru innlendir og erlendir sérfræðingar að leggja loka- hönd á breytingar á seglbúnaði til þess að nýta vindinn sem best. Settar eru þrjár rár þvert á framsiglutréð til að auka seglaflöt. Það breytir útliti skipsins á siglingu og siglingareig- inleikum og þar með er komin fyrsta rásiglda seglskonnortan í íslenska flotann. Hörður bendir á að engin þekking var til hér á landi á 19. aldar rásigld- um skipum. Norðursigling leggur áherslu á að vinna þetta samkvæmt fornum hefðum og því hafa verið fengnir erlendir sérfræðingar til að stjórna verkinu. Í sumar eru tveir Kanadamenn í því hlutverki. Siglu- trén eru há og alls eru 10-15 kíló- metrar af köðlum og stögum sem þarf að útbúa og nota til að festa þau og stjórna seglunum. Einnig þarf að auka þekkingu starfsmanna fyrirtækisins við rekst- ur skonnortunnar því ekki verður lengur hægt að stjórna seglunum með böndum neðan frá dekki. Sjó- mennirnir þurfa að fara alla leið upp í efstu rá og ganga út á hana, til að hífa seglin upp og pakka þeim saman. Þarf fjóra til fimm menn í það verk. Skrúfan framleiðir rafmagn Seglbúnaðurinn vinnur síðan með sérútbúinni skrúfu. Þegar góð skil- yrði eru til að sigla og skipið getur ekki auðveldlega náð sér í hleðslu á geymana er sérútbúin skrúfa notuð til að bremsa niður ferðina og fram- leiða rafmagn inn á geymana, með svipuðum hætti og á tvinnbílum. Við hagstæðar aðstæður getur skipið komið í land með meira rafmagn á geymunum en var á þeim þegar lagt var af stað. Áfram eru ljósavélar í skipinu sem hægt er að nota til að framleiða rafmagn, þegar aðstæður krefjast. „Við höfum alltaf séð það fyrir okk- ur að þetta tilraunaverkefni skili þekkingu til samfélagsins sem hægt verði að yfirfæra á fiskiskipaflota okkar,“ segir Hörður. Breytingum á Opal lýkur næstu daga og er reiknað með að það fari í fyrstu rafknúnu siglinguna fyrir miðjan júlí. Seglin skapa tækifæri Áherslan á seglin og seglskipin hefur borið árangur því þrátt fyrir sí- fellt meira framboð á hvalaskoðun frá Húsavík og fjölgun fyrirtækja á markaðnum er stöðug aukning hjá Norðursiglingu. Gestum hefur fjölg- að mikið undanfarin misseri. Hörður þakkar það stefnu félagsins, seglskip- unum og góðu starfsfólki. „Eftir því sem þekking innan fyrir- tækisins á meðferð og siglingu segl- skipa eykst, verða farþegarnir ánægðari. Það eru þrettán ár síðan við tókum fyrsta seglskipið í notkun. Allan þann tíma höfum við verið að bæta við okkur þekkingu og meðal annars fengið erlenda fagmenn til að kenna okkur á segl og útbúnað skip- anna. Farþegar okkar verða þakklát- ari með aukinni þekkingu og gæðum. Þeir, eins og ferðamenn almennt, gera sífellt meiri kröfur um að upplif- unin sé peninganna virði,“ segir Hörður. Boðið er upp á reglulegar ferðir til Grímseyjar og Grænlands, ferðir sem reynst hafa afar vinsælar. Seglskipin eiga einnig þátt í að lengja rekstrartímann, bæði vor og haust en einnig yfir veturinn. Ýmis tækifæri eru í vetrarferðum, meðal annars að sigla með skíðafólk sem svo býr í skútunum og rennir sér á skíð- um í fjöllunum á daginn. Boðið hefur verið upp á slíkar ferðir um Eyjafjörð og Skjálfandaflóa síðustu ár. Siglir fyrir rafmagni úr landi  Ópal er fyrsta rásiglda skonnortan í íslenska flotanum  Mun nota segl og rafmótor í stað jarðefnaeldsneytis  Seglskipin skapa Norðursiglingu sérstöðu  Fréttist fljótt um heiminn Skipstjóri Hörður Sigurbjarnarson, einn af stofnendum Norðursiglingar, hefur trú á gömlu trébátunum og fornum aðferðum við rekstur seglskipa. Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Skonnorta Opal liggur við bryggju á meðan rafmótor er settur niður, rafhlöður og ný skrúfa, og seglum bætt við. 32 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2. JÚLÍ 2015 Tilgangur þess að fjölga seglskipum og rafvæða er að skapa fyrirtækinu sérstöðu og fylgja stefnu Norður- siglingar í umhverfisvernd og sjálf- bærri starfsemi. Fólk sækir í það að fara með nánast hljóðlausum segl- skipum í náttúruskoðun. „Því finnst það komast í eins mikla snertingu við sitt innra sjálf í þessum siglingum og hægt er,“ segir Hörður Sigurbjarn- arson. Á skútunum, sem eru með venjulega dísilvél til hjálpar, er drepið á vélunum þegar komið er í nálægð við hvali. Seglvæðingin hefur sparað mikið í olíukaupum. „Í stað þess að fjárfesta í olíu fjárfestum við í náttúrunni, þekkingu og fólki. Við leggjum sífellt meiri áherslu á þetta, í stað þess að kaupa 800 hestafla báta til að flytja 12 farþega. Þetta er andstæðan. Við förum þá leið að hægja ferðina í anda „slow travel“-ferðamennsku,“ segir Hörður. Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Frá höfninni Húsavík við Skjálfandaflóa er höfuðstaður hvalaskoðunar. Fjárfest í þekkingu, fólki og náttúrunni  Finnur sig í hljóðlátri náttúruskoðun SÖLUAÐILAR: Reykjavík: Gilbert úrsmiður Laugavegi 62 s: 551-4100 | Gullúrið Mjódd s: 587-4100 | GÞ skartgripir og úr Bankastræti 12 s: 551-4007 | Meba Kringlunni s: 553-1199 | Meba - Rhodium Smáralind s: 555-7711 | Rhodium Kringlunni s: 553-1150 | Jón Sigmundsson skartgripaverslun Laugavegi 5 s: 551-3383 | Úra- og skartgripaverslun Heide Glæsibæ s: 581-3665 | Hafnarfjörður: Úr & Gull Firði-Miðbæ Hafnarfjarðar s: 565-4666 | Keflavík: Georg V. Hannah, úrsmiður Hafnargötu 49 s: 421-5757 | Akureyri: Halldór Ólafsson úrsmiður Glerártorgi s: 462-2509 | Akranes: Guðmundur B. Hannah, úrsmiður Suðurgötu 65 s: 431-1458 | Egilsstaðir: Klassík Selási 1 s:471-1886 | Selfoss: Karl R. Guðmundsson, úrsmiður Austurvegi 11 s: 482-1433
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.