Morgunblaðið - 02.07.2015, Síða 34
34 FRÉTTIR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2. JÚLÍ 2015
Verslunareigendur!
Réttarhálsi 2, 110 Reykavík | www.gm.is | Sími 535 8500 | info@gm.is
Ítalskir pappírspokar
í úrvali
Flottar lausnir
til innpökkunar
allskyns vöru Eingöngu sala til fyrirtækja
Ragnar Axelsson, ljósmyndari
Morgunblaðsins, lagði leið sína til
meginlands Evrópu á dögunum og
heimsótti flóttamannabúðir í
Giesen í Þýskalandi og á grísku eyj-
unni Kos.
Um fimm þúsund flóttamenn eru
nú í þýsku búðunum, sem eru í Hes-
sen-héraði, og von á að þeim fjölgi
um fimm þúsund á næstu dögum.
Flestir þeirra eru frá Sýrlandi,
Írak, Sómalíu og Eritreu. Flótta-
menn flykkjast í stríðum straumum
yfir Miðjarðarhafið og til megin-
lands Evrópu, en talið er að nú séu
rúmlega 400 þúsund flóttamenn í
Þýskalandi.
Fleiri flóttamenn síðustu ár
Hælisumsóknum flóttamanna í
Evrópu fjölgaði um 25% á síðasta
ári en fá lönd í Evrópu sjá sér fært
að taka á móti þeim. Flestir flótta-
mannanna koma að landi við
norðurströnd Miðjarðarhafsins og
hafa Ítalía og Grikkland samtals
tekið á móti 120 þúsund flótta-
mönnum. Fjöldi þeirra hefur týnt
lífi á siglingu í leit að betra lífi, en
meðal annars hefur varðskipið Týr
sinnt björgunarverkefnum fyrir
Evrópusambandið í Miðjarðarhafi.
Leiðtogar Evrópusambandsríkj-
anna funduðu nýlega um flótta-
mannavandann og náðist sam-
komulag á fundinum um að
tugþúsundum flóttamanna yrði
dreift milli Evrópusambandsríkj-
anna á næstu tveimur árum. Ekki
náðist þó samkomulag um upptöku
flóttamannakvóta, þannig að ríkin
skuldbyndu sig til að taka á móti
ákveðnum fjölda flóttamanna, en
málið er eldfimt í Evrópu.
Flóttamannabúðir í Evrópu
Morgunblaðið/RAX
Herstöð Flóttamannabúðirnar í Giesen eru í aflagðri herstöð. Fimm þúsund flóttamenn dveljast þar nú, en von er á fimm þúsund í viðbót. Flóttamenn í Þýskalandi eru nú um 400 þúsund.
Flykkjast til
meginlandsins
Ljósmynd/Heimur-Iceland Review
Grikkland Flóttamenn frá Tyrklandi bíða þess að verða fluttir í flóttamannabúðir eftir siglingu yfir Miðjarðarhafið.
Eldfimt mál meðal aðildarríkja ESB