Morgunblaðið - 02.07.2015, Síða 50

Morgunblaðið - 02.07.2015, Síða 50
50 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2. JÚLÍ 2015 Íslendingar eru með feitasta fólki í heimi. Það segir tölfræðin. Heilir árgangar af fólki eru of feitir og við öll vitum það. En það er viðkvæmt mál og helst enginn má nefna það. En það hafa verið rituð heil ósköp um málið en lítið stendur eftir af öll- um útskýringunum. – Hvers vegna er það? Ein skýring er sú að þetta eru mjög flókin mál. Og svo annað: Kolhýdröt (gjarna nefnd mjölvi) í matvælum hafa verið kölluð kol- vetni. Það er alrangt. Þau heita kolhydröt. Skiptir það máli? Já, það skiptir verulegu máli. Það að mjölva- efnin hafi verið rangnefnd í marga áratugi í öllum kennslubókum um efnið, sem ég hef komist yfir, hlýtur að eiga sér orsök. Megum við ekki skíra kjúklinga kalkúna? Nei, það veldur ruglingi og þannig er það með mjölvann. – Og það sem meira er. Ég veit um enga aðra þjóð en okkur, sem kallar mjölvaefnin kol- vetni. Það er málfarslegt og kennslubókavandamál að skýra það allt. – Kolvetni eru efni eins og stein- olía eða bensín og eiga ekkert að vera í matvælum. 1) Skoðið formúluna: Cn (H2O)n, sem er almenn formúla fyrir mjölva- efni eða sykrur. Er ekki augljóst, að þessi efni eigi að heita kol-hydröt? Þau eru orðin til úr frumefnunum kolefni og vatni, sem inniheldur súr- efni og vetni. – Til er aragrúi af kolhýdrötum. Þau efni, ef þau eru einangruð og gerð hrein, eru litlaus og í flestum tilfellum grátt duft, sem hefur talsverðan vatnsleysanleika. Auk þess eru fáein, sem geta mynd- að kristalla og er glúkósi og laktósi (mjólkursykur) þar á meðal. Mjölva- efni eru dreifð um allt plönturíkið, en í mismiklum mæli. Sumar plöntur innihalda svo mikinn mjölva (korn- afurðir), að auðvelt er að vinna mjölvann úr þeim í sérstakt efni (mjöl), sem er notað í matvæli eða fóður, en byrjunin var í landbún- aðrbyltingunni fyrir þúsundum ára. – Nú á dögum er mjölvinn dreifður um flest matvæli eða blandaður í þau til að stjórna gerð bakaðra afurða eða beinlínis til þess að færa hitaein- ingar plönturíkisins í tilteknum mæli í matvælin (4,1Kcal/g). – Al- menningur getur tæpast ráðið í það hvaða matvæli innihalda mikinn mjölva eða lítinn, með því að horfa á þau. Til þess þarf að nota efnagrein- ingar og minni. En hér er komið að alvarlegasta hlutanum, sem er fjöldi hitaeininga í mjölva, sem er í til- teknum matvælum. (Áður hafa menn sagt ranglega kolvetni, eins og áður getur margsinnis, sem leynist í matvælunum) 2) Meðal fólks hefur leynst sú skoðun, að borðsykur eða súkrósi sé einn aðalvaldur fitu. Og sé á ein- hvern hátt tengdur „kolvetnum.“ Rétt er að súkrósi getur verið nokk- ur fituvaldur eða hitaeiningagjafi, en hann er miklu fremur sykra, sem veldur vandamálum í æðum og efna- skiptum (sbr. sykursýki) ef hans er neytt í miklum mæli og auk þess sem hann er sætugjafi í matvælum. – Aðalefnið, sem öll mjölvaefnaskipt- in snúast um er „glúkósi“ (þrúgu- sykur). – Hann er efni, sem heim- urinn snýst um má segja. Til að draga fram mikilvægi hans verður varla offjallað um merkileg afleiðu- efni. – Allt tré og öll tré og trjá- plöntur í heiminum eru byggð upp af glúkósa, á margslunginn hátt. – Að auki eru grunsemdir um að glúkósi geti valdið fíkn og aukinni neyslu kolhýdrata sem endar með ofneyslu og offitu. Glúkósinn skiptir vissulega mál fyrir bragðeiginleika matvæla. Glúkósi getur kristallast ef hann er í hreinu ástandi í lausn. Hann var uppistaðan í sælgæti barna á Róm- verjatímanum, en þeir þekktu ekki súkrósann (borðsykur), sem er okk- ar aðalsætugjafi. Efnafræðilega lít- ur glúkósinn svona út (sjá mynd). Það má teikna hann upp og setja inn í ramma og hengja hann upp, svo mikið er mikilvægi sykursins. Gróður náttúrunnar er byggður upp af glúkósa sem og kornfræ af öllu tagi. Hann er byggður upp af löngum keðjum eins sem sjá má á myndinni sem sýnir þrjár glúk- ósatengingar á milli fjögurra glókó- samólekúla, en þau eru tengd saman með svokölluðu alfatengi. En sú tenging skiptir efnafræðilega geysi- lega miklu máli, þá er efnið kolhý- drat eða „stóralvarlegur“ orkugjafi eða „kolvetni“ í gamla daga, en þeg- ar snúið er upp á tenginguna stereó- kemískt (lögun), þá fær maður beta- tengingu. Alfa-keðjur af glúkósa eru vel nýtanlegar í meltingarfærum mannsins. Ef glúkósinn er tengdur í keðjum með svokölluðu betatengi, þá eru þau ekki nýtanleg í okkar meltingarfærum. Þannig keðjur af glúkósa (betatenging) mynda tréni eða tré og þarmeð harðefni í öllum plöntum. Í maga jórturdýranna eru gerlar, sem kljúfa betatengin. Því er tréni nýtanlegt í fóðri jórturdýra og hesta, svo dæmi séu tekin. Það er hægt að fóðra kýrnar með Morgunblaðinu. Offita fólks og kolhýdratamatvæli Eftir Jónas Bjarnason »Kolhýdröt (gjarna nefnd mjölvi) í mat- vælum hafa verið kölluð kolvetni. Það er alrangt. Þau heita kolhydröt. Jónas Bjarnason Höfundur er efnaverkfræðingur. Glúkósatengingar Þrjár glúkósatengingar á milli fjögurra glókósamólekúla, þau eru tengd saman með svokölluðu alfatengi. Glúkósi Gróður náttúrunnar er byggður upp af glúkósa sem og kornfræ af öllu tagi. Hann er byggður upp af löngum keðjum. Það er ekki tilviljun að háskólaspítalar hvar sem er í heim- inum eru í fremstu röð sjúkrastofnana, heldur vegna þess að akademíska starfsem- in, öflun og miðlun þekkingar, styður og eflir þjónustu- hlutverkið gagnvart sjúklingunum. Aka- demíska starfsemin laðar hæft fólk til starfa og styrk- ir mikilvægustu innviði stofnana sem í eðli sínu eru fyrst og fremst þekkingarstofnanir. Í þessu frjóa samstarfi akademíu og þjónustu er gagnkvæmni því grunn- starfsemi spítalans, þjónustan við sjúklingana leggur til rannsókn- arspurningarnar og mikilvægasta rannsóknarefniviðinn og er að sjálfsögðu nauðsynlegur vett- vangur fyrir kennslu heilbrigð- isstétta og fyrir nýsköpun, þróun lyfja, nýrra tækja og hvers konar nýrra þjónustuúrræða fyrir sjúk- linga. Þegar ákvörðun um endurnýjun á húsakosti spítalanna á einum stað í Reykjavík var tekin í lok síðustu aldar komu margir staðir til greina sem flestir höfðu eitt- hvað til síns ágætis. Þar á meðal voru lóð Borgarspítalans í Foss- vogi, Vífilsstaðir auk Hringbraut- arlóðar Landspítalans. Því var stofnað til ítarlegrar úttektar á öllum þessum kostum þar sem öll möguleg sjónarmið komu til at- hugunar, ekki síst atriði sem sneru að umferð og borg- arskipulagi. Niðurstaða nefnd- arinnar er öllum kunn: Að öllu samanlögðu hentar Hringbraut- arlóðin best. Meginástæðurnar eru þrjár: 1. Nýtanlegt byggingarmagn er mest á Hringbrautarlóðinni svo miklu munar. Er frekari upp- bygging þar því langkostn- aðarminnsta úrræðið. 2. Vegna nálægðar við Háskóla Íslands er uppbygging við Hring- braut markvisst innlegg í að þróa öflugan háskólaspítala með náin tengsl við allar heilbrigðisvís- indagreinar skólans. Háskólinn lýsti jafnframt vilja til að byggja upp aðstöðu fyrir heilbrigðisvís- indagreinarnar á lóðinni til við- bótar við Læknagarð sem fyrir er. Síðar hefur Háskólinn í Reykjavík, Íslensk erfðagreining og nú síðast uppbygging Vís- indagarða á lóð Háskóla Íslands bæst við sem mikilvægir sam- starfsaðilar í næsta nágrenni. 3. Hringbrautarlóðin liggur best við umferð og áformuðu borgarskipulagi. Var það m.a. álit sérfræðinga Reykjavíkurborgar sem störfuðu með nefndinni. Eðlilega voru skiptar skoðanir um staðarvalið og margir töldu önnur sjónarmið vega þyngra en þau sem að ofan eru talin. Nið- urstaða flókinna úrlausnarefna þar sem vega þarf marga mis- munandi þætti er oftast í eðli sínu málamiðlun. Reyndar má telja víst að ef bíða ætti eftir einhug með þjóðinni um svo margþætt mál áður en framkvæmdir hefjist muni ekkert gerast og okkar bíða endalaus hringdans um ófyrirsjánlega framtíð. Við hrunið gafst hins vegar verðugt tilefni til að fara yfir allt málið á ný, ekki síst kostnaðarhliðina sem ekki varð auðveldari við hinar efna- hagslegu hamfarir. Aftur komu erlendir sérfræðingar að málinu og sá möguleiki skoðaður að byggja ekki heldur búa í aðal- atriðum við óbreyttan húsakost. Sú útfærsla reyndist hins vegar kostnaðarsömust allra þegar dæmið var reiknað vegna óhag- kvæmni og vegna þess að kostn- aðarsamar lagfær- ingar og endurnýjun á gömlu húsunum voru óhjákvæmilegar. Gagngert endurmat á staðsetningu leiddi til sömu niðurstöðu og áður: Hringbraut- arlóðin hentar best af sömu ástæðum og fyrr eru raktar. Stundum heyrast þau sjónarmið að þró- un netheima hafi gert raunverulega nánd samstarfs- aðila óþarfa. Tölvupóstar og fjar- fundir nægi. Ekkert er fjær sanni. Ný tækni greiðir að sjálf- sögðu fyrir samskiptum en kem- ur alls ekki í stað beinna sam- skipta sem eru því frjórri sem þau eru óhindraðri og óformlegri. Þátttakendur í árangursríku vís- indasamstarfi hafa oft lýst því hvernig hugmyndir kvikna á milli þeirra . Oft geta vísindamenn alls ekki gert sér grein fyrir hver hafi fyrstur fengið tiltekna hug- mynd eða fundið tiltekna lausn. Þær verða til í samtalinu og í því flæði hugmynda sem verður í nánu samstarfi. Þetta er eflaust ein af ástæðum þess að stofnanir sem byggja tilvist sína á þekk- ingarleit og nýsköpun leggja kapp á að staðsetja sig í næsta nágrenni við mikilvæga sam- starfsaðila. Samnýting tækja og fleiri kostnaðarsjónarmið skipta líka máli. Læt tvö dæmi nægja: Ný stofnun í nanóvísindum og nanótækni við Háskólann í Minnesota er hluti af Verk- fræðideild skólans en staðsett handan götunnar beint á móti Háskólaspítalanum vegna þess að spítalinn er mikilvægur sam- starfsaðili í nanóvísindum fram- tíðarinnar. Annað dæmi er Há- skólasjúkrahúsið í Uppsölum og Háskólinn í Uppsölum og sá fjöldi nýsköpunarfyrirtækja sem hafa byggst upp í næsta ná- grenni. Klasahugmyndafræðin er af sömu rót runnin og hefur hasl- að sér völl hér á landi með glæsi- legum árangri. Landspítalinn gegnir óum- deildu lykilhlutverki í íslenskri heilbrigðisþjónustu. Því betri tengsl og því nánari samvinna sem næst við aðrar stofnanir heilbrigðisþjónustunnar, heilsu- gæsluna, sérfræðiþjónustu utan spítala og önnur sjúkrahús, þeim mun öflugra er allt heilbrigð- iskerfið. Landspítalinn hefur einnig þróast farsællega sem há- skólaspítali og mikilvægur hluti af öflugum rannsóknarháskóla sem á í gjöfulu samstarfi við aðr- ar rannsóknarstofnanir. Eftir langan meðgöngutíma er runninn upp tími lokahönnunar og fram- kvæmda og nú hillir undir nýjan og stórbættan húsakost Land- spítala við Hringbraut. Með nýj- um byggingum mun Landspít- alinn eflast á öllum þeim mikilvægu sviðum sem lúta að öflun og miðlun þekkingar í heil- brigðisvísindum og hagnýtingu hennar í þágu heilbrigðis í land- inu. Staðsetning há- skólasjúkrahúss Eftir Guðmund Þorgeirsson » Aftur komu erlendir sérfræðingar að málinu og sá möguleiki skoðaður að byggja ekki heldur búa í aðal- atriðum við óbreyttan húsakost. Guðmundur Þorgeirsson Höfundur er yfirlæknir á Landspít- alanum og prófessor við Háskóla Ís- lands. Í bréfi sem birtist í Velvakanda hinn 27. júní síðastliðinn er spurn- ingunni „Er póstinum treystandi?“ kastað fram. Að gefnu tilefni vill Pósturinn koma eftirfarandi á framfæri. Á liðnu ári fóru um 63 milljónir sendinga í gegnum kerfi Póstsins, sendingarnar eru af öllum stærð- um og fara þær allar í gegnum ferli sem er sífellt verið að rýna. Þegar litið er á heildarmyndina og allt það magn af sendingum sem fer í gegnum fyrirtækið berast til- tölulega fáar kvartanir. Pósturinn heldur úti gæðakerfi sem er vottað samkvæmt ISO 9001-staðlinum og reglulega er farið yfir kvartanir viðskiptavina og greint hver vanda- málin eru, svo sem ástæður kvart- ana, tíðni og svo framvegis. Þá er fyrirtækið undir eftirliti frá Póst- og fjarskiptastofnun sem hefur sett reglur um viðmið í gæðum póst- þjónustu sem Pósturinn fylgir. Því miður geta mistök alltaf átt sér stað en fyrirtækið er með kerfi til að lágmarka öll frávik og ber þar að nefna gæðahandbók, skrán- ingu kvartana, rýnifundi og úttekt- ir. Pósturinn tekur öllum ábend- ingum fagnandi, fyrirtækið tekur skyldur sínar mjög alvarlega og vill halda áfram að rækta sam- bandið við viðskiptavini sína á sama tíma og fyrirtækið leitast við að bæta sig í öllum þáttum rekstr- arsins. Brynjar Smári Rúnarsson, forstöðumaður markaðsdeildar Íslandspósts. Velvakandi Svarað í síma 569-1100 frá kl. 10-12 velvakandi@mbl.is Gæði Póstsins Magn 63 milljónir sendinga fóru í gegnum kerfi Póstsins á liðnu ári.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.