Morgunblaðið - 02.07.2015, Page 51
UMRÆÐAN 51
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2. JÚLÍ 2015
Askalind 3 • 201 Kópavogur • Sími: 562 1500 • friform.is
HÁGÆÐAÞVOTTAHÚSINNRÉTTINGAR
VIÐ HÖNNUMOG TEIKNUM FYRIR ÞIG
Komdu með eða sendu okkur málin af eldhúsinu, baðinu,
þvottahúsinu, anddyrinu eða svefnherberginu - og við hönnum,
teiknum og gerum þér hagstætt tilboð í glæsilega danska innréttingu
í hæsta gæðaflokki og vönduð raftæki á vægu verði.
ÞITT ER VALIÐ
Þú velur að kaupa innréttinguna í ósamsettum einingum,
eða lætur okkur um samsetninguna. Að sjálfsögðu
önnumst við líka uppsetningu og endanlegan frágang fyrir
þá sem þess óska – fullkomin þjónusta, eigið verkstæði.
KR
EA
TI
V
FJÖLBREYTTÚRVALAFHURÐUM,FRAMHLIÐUM,
KLÆÐNINGUMOGEININGUM
FATASKÁPAR&
RENNIHURÐIR
STYRKUR - ENDING - GÆÐI
15ÁRA
STOFNAÐ2000
Opið:
Mán. - fim. kl. 09-18
Föstud. kl. 09-17
Lokað á laugardögum í sumar
Íslendingar bera
ábyrgð á náttúruvernd
og lífríki innan efna-
hagslögsögu sinnar,
sem miðast við 200
mílur frá ystu annesj-
um og eyjum eða miðl-
ínu gagnvart ná-
grannaþjóðum. Ágætt
samstarf er við næstu
nágranna um skilning
á náttúruvernd og
sjálfbærni nytjastofna. Þrátt fyrir
að ágreiningur sé um skiptingu
nokkra veiðistofna þegar um kvóta-
skiptingu er að ræða og ekki náist
alltaf samningar um veiðirétt er
sameiginlegt markmið um sjálf-
bærni og verndun sjávarlífs virt að
mestu leyti. Með mikilli þolinmæði
og upplýstri ákvarðanatöku um
veiðiþol hefur tekist að byggja upp
fiskistofna sem skila mikilli arð-
semi.
Getur étið 1.000-1.500 kíló
á dag
Einn er þó sá sem virðir alls ekki
ákvarðanir fiskifræðinga né vísinda-
legar niðurstöður rannsókna. Það
er hvalurinn. Hvalurinn byggir rétt
sinn á árþúsunda hefð og í gós-
enlandi norðurhafa þrífast tugir
þúsunda hvala sem éta allt að
1.000-1.500 kg sjávarfangs á sólar-
hring til vaxtar og viðgangs. Mest
af fæðu skíðishvala er svif og áta,
sandsíli, loðna og ýmis annar smá-
fiskur. Þegar gnægð er ætis er eðli-
legt að stofnar stækki nokkuð hratt
og hámarki viðkomu. Mjög senni-
legt er að á þeim miðöldum sem
ekki fékkst „bein úr sjó“ um ára-
tugaskeið hafi ástæðan verið óham-
in fjölgun hvala, sem síðan hafa étið
m.a. fæði þorsksins, síðan þorskinn
sjálfan uns fæðuskortur olli hruni í
hvalastofninum. Þegar hvalastofnar
fóru í lágmark hafi aðrir þátttak-
endur í fæðukeðju hafsins tekið við
sér, sem aftur skilaði þjóðinni hag-
sæld og dýrmætri fæðu.
Sjálfbærni gætt
Hvalir hafa verið veiddir í norð-
urhöfum frá 14. öld og verður ekki
séð annað en að stofnarnir séu í
góðu ástandi og ekki sé um ofveiði
að ræða, heldur þvert á móti. Hval-
ur hf. er útgerðarfélag stofnað 1947
sem gerir út á hvalveiðar með sér-
smíðuðum skipum. Leiðarljós Hvals
hf. frá upphafi hefur verið algjör
sjálfbærni hvalveiða og þess gætt
að afurðirnar nýttust sem best sem
matvæli fyrir fólk, fóðurmjöl fyrir
alidýr og spik nýtt í margs konar
fóður og matvælaframleiðslu. Mikið
vísindastarf hefur verið unnið hjá
Hval hf. undanfarin 65 ár. Fyrir-
tækið býr yfir mikilli þekkingu og á
skrár yfir veiðisvæði, tegundir, kyn,
stærð allra veiddra hvala og ekki
síst innihald maga þeirra, æti og af-
komuskilyrði. Þessi þekking skilar
verðmætum upplýsingum um
neyslu hvalanna og hvernig megi
auka jafnvægi í sjávarlífinu og
fæðukeðjunni. Þetta hefur fyr-
irtækið nýtt sér og um leið öðlast
meiri færni til ákvarðanatöku og
þróunar aðalmarkmiðs síns, sem er
sjálfbærni og arðsemi veiðanna og
áframhaldandi vísindastörf félags-
ins. Hvalveiðar eru ekki tilviljana-
kenndur hjarðbúskapur heldur
háþróaðar veiðar sem byggja á ára-
tuga reynslu. Er þess einnig gætt
að dauðastríð dýranna verði sem
allra styst. Oftast fellur hvalurinn
samstundis.
Það sem einkennir hvalveiðar Ís-
lendinga er sérstaklega umgengni
um stofnana. Fyrirtækið Hvalur
hefur með rannsóknum sínum í yfir
65 ár öðlast yfirgripsmikla þekk-
ingu á tegundum og hefur skýra
mynd af því hvernig hvalir hafa
áhrif á annað náttúru- og dýralíf til
sjávarins. Þegar í ljós kemur að
sjófuglar koma ekki upp ungum eða
varpstöðvar fuglanna skila ekki
sjálfbærni stofnanna má nær und-
antekningalaust rekja afkomubrest
til fæðuskorts. Þetta á við um alla
fuglastofna sem lifa á
sandsíli á grunnslóð og
hafa sjáanlega dregist
saman undanfarin 20
til 30 ár. Stórhveli
hafa veiðst við Vest-
mannaeyjar með mag-
ann úttroðinn af sand-
síli hvers magn hefði
að öðrum kosti getað
fætt 6-10 þúsund
lunda við fæðuöflun og
fóðrun unga.
Í þessari stuttu
grein er ekki verið að
velja milli tegunda til verndar,
verndarinnar vegna. Hér er vakin
athygli á nauðsyn þess fyrir þjóðina
að velja skynsamlega nýtingar-
stefnu allra veiðistofna sem við og í
landinu eru. Nauðsynlegt er að
huga vel að náttúrulegum sveiflum
og beita veiðum til þess að koma í
veg fyrir að ójafnvægi skapist með
ótímabæru hruni þeirra stofna sem
komast í hámark en hrynja síðan
vegna ofverndar, sem leiðir til of-
fjölgunar með tilheyrandi fæðu-
skorti einstakra stofna og miklu
ójafnvægi í sjávarlífi og fuglastofn-
um.
Hófstilltar veiðar Íslendinga
til fyrirmyndar
Þegar þessi mál eru rædd t.d. við
Bandaríkjamenn er oftast mikill
hiti og andstaða við hvalveiðar. Í
rökræðu kemur oftast fram að að-
ilar eru fyrst og fremst áhugamenn
um náttúruvernd og hafa orðið fyrir
áhrifum um verndun hvala sem fal-
legra sjávarspendýra og mikil-
fenglegra. Hér skal heils hugar tek-
ið undir það. Þegar stóra myndin
og samhengi hlutanna er hins vegar
krufin og afleiðing óheftrar verndar
á sjávarlíf rædd átta flestir sig á
samhenginu og finnst hófstilltar
veiðar Íslendinga vera til fyrir-
myndar og sýna góða umgengni um
sjávar og fuglastofna með
framtíðarsjálfbærni að leiðarljósi.
Góður bóndi veit að notkun og nytj-
ar fara ávallt saman, hann við-
heldur bústofni á margvíslegan
máta en notar arðsemi stofnsins til
viðhalds búrekstursins. Þessi þáttur
náttúruverndar og umræðunnar er
hins vegar ekki mikið ræddur og
gerir fólki almennt erfitt fyrir að
hafa skýra heildarmynd til hlut-
lægrar, raunhæfrar skoðanamynd-
unar. Hvalaskoðun og hvalveiðar
geta vel farið saman og gera það
sannarlega hjá okkur Íslendingum.
Ekki endilega á sama svæði á sama
tíma en í sátt og samlyndi með til-
heyrandi tillitsemi og gagnkvæmri
virðingu fyrir hvorri atvinnugrein-
inni fyrir sig.
Hvalveiðar eru náttúruvernd
Eftir Hauk
Hjaltason »Hvalaskoðun og
hvalveiðar geta vel
farið saman og gera það
sannarlega hjá okkur
Íslendingum.
Haukur Hjaltason
Höfundur er atvinnurekandi.