Morgunblaðið - 02.07.2015, Page 57

Morgunblaðið - 02.07.2015, Page 57
MINNINGAR 57 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2. JÚLÍ 2015 ✝ Ólafur Sig-urður Tóm- asson fæddist í Reykjavík 18. ágúst 1947. Hann lést á heimili sínu, Leifs- götu 5, 10. júní 2015. Foreldrar Ólafs voru hjónin Tómas Gústaf Magnússon, f. 23. okt. 1911, d. 17. jan. 1968, og Sigríður Sigurðardóttir, f. 16. maí 1920, d. 14. okt. 1987. Systk- ini Ólafs: Valgerður, f. 10. maí 1943, d. 29. apr. 1995; Rannveig, f. 17. júlí 1950; Tómas Magnús, f. 23. maí 1954; Guð- rún Helga, f. 9. júlí 1962. Ólafur lauk prófi í húsasmíði frá Iðn- skólanum í Reykja- vík og starfaði við þá iðn alla tíð. Ólafur var ókvæntur og barn- laus. Útför Ólafs Sigurðar fer fram frá Fríkirkjunni í Reykjavík í dag, fimmtudaginn 2. júlí 2015, kl. 13. Við systkinin viljum með nokkrum orðum minnast Ólafs bróður okkar sem féll skyndilega frá hinn 10. júní síðastliðinn. Nú er aftur höggvið stórt skarð í systkinahópinn en elsta systir okkar Valgerður lést árið 1995. Óli, eins og hann var alltaf kall- aður, var vinmargur og þegar við vorum að alast upp í Skeiðarvog- inum var kjallarinn í húsi fjöl- skyldunnar vinsæll samkomu- staður hjá vinum hans og félögum í handboltaliði ÍR. Þar voru ófá fjörug teitin haldin þótt móður okkar hafi sjaldnast verið jafn- mikið skemmt og veislugestum. Óli var af gamla skólanum. Elvis og Bítlarnir voru hans menn og komst engin tónlist í hálfkvisti við þeirra tónlist, nema kannski Johnny Cash og Van Morrison. Sama má segja um matars- mekk hans. Hann var lítt hrifinn af grænu salati en lambakjöt og brúnaðar voru hans uppáhald og engin máltíð fullkomin nema Ora grænar væru á boðstólum. Óli var menntaður húsasmiður og var sannkallaður þúsundþjala- smiður. Hann var afskaplega bóngóður og þau eru ófá verkin sem hann hefur unnið fyrir ættingja og vini. Fyrst og fremst var hann samt afskaplega góður og skemmtileg- ur maður sem þótti vænt um fjöl- skyldu sína og vini og hans verður sárt saknað. Það er við hæfi að enda þetta á lítilli vísu sem pabbi okkar samdi þegar Óli fæddist: Óli minn er ágætur enda næsta fágætur. Hann af öllum börnum ber bæði erlendis og hér. Við kveðjum Óla bróður okkar með söknuði og hlýhug og þökk- um fyrir samveruna. Rannveig, Tómas og Guðrún. Kæri Óli frændi. Ég á erfitt með að lýsa andartakinu þegar mér var sagt að þú værir fallinn frá. Fréttin var óvænt og mér varð orða vant. Ég ætla þó að reyna mitt besta til að koma saman nokkrum vit- rænum minningarorðum um góð- an mann – í þeirri röð sem mér varð hugsað til þín þennan dag. Fyrstu minningar mínar um þig eru frá því ég var í leikskóla. Þar vorum við spurð hvað við ætl- uðum að verða þegar við yrðum stór. Hjá mér kom aðeins eitt til greina – smiður eins og Óli frændi – og þá ákvörðun má væntanlega rekja til leikfangaverkfærakist- unnar sem þú gafst mér í jólagjöf. Með bros á vör varð mér næst hugsað til þess þegar þú smíðaðir háaloftið í bílskúrnum hjá okkur í Garðabænum. Þá vikuna aflýsti ég öllum sleðaferðum og var með þér frá byrjun verks til enda. Ég var auðvitað sjálfum mér sam- kvæmur og spurði þig um það bil þúsund spurninga um hvað þú værir að gera og af hverju. Ég held að þú hafir haft gaman af mér og þú svaraðir samviskusam- lega öllum mínum spurningum ásamt því að láta mig fá mismun- andi og mismikilvæg verkefni. Hvort það var tilraun til að ýta á „mute“ kemur ef til vill í ljós síð- ar. Hvað minningar síðari tíma varðar varð mér hugsað til golf- hringsins í Þorlákshöfn þegar við frændurnir öttum kappi við vin þinn Jón Steinar og son hans Hlyn. Það þótti mér afar skemmtilegt og ég er handviss um að þú hafir verið sama sinnis. Innan um þessar fáu minning- ar sem ég nefni hér eru svo að sjálfsögðu margar fleiri skemmti- legar minningar frá jólum, af- mælum, páskum og öðrum dýr- mætum fjölskyldustundum. Á sama tíma og þessar minn- ingar flugu í gegnum hugann kom snögglega upp eftirsjá. Eftirsjá vegna þess að hafa ekki spilað oft- ar golf með þér. Eftirsjá vegna þess að hafa ekki gengið í það strax þegar þú baðst mig um að hjálpa þér við að fá einkanúmer á bílinn þinn sem var fyrsta númer Tómasar föður þíns og afa míns. Eftirsjá vegna þess að hafa ein- faldlega ekki hitt þig meira. Þetta kennir manni að bíða ekki með hlutina. Ég ætla samt frekar að eyða tímanum í jákvæðar hugs- anir og við systkinin munum halda minningu þína í heiðri með brosi á vör. Kæri frændi. Ég kveð þig með miklum söknuði, meiri en þig hefði grunað, og er um leið stoltur af því að hafa kynnst þér og vera frændi þinn. Fyrir mér varstu al- gjör fagmaður. Hafðu þakkir fyr- ir allt og allt. Tómas M. Þórhallsson. Sumarið 1959 fluttist fjöl- skylda mín inn í Vogahverfi í Reykjavík og fór ég þá um haust- ið í 12 ára bekk í Langholtsskóla. Í bekknum mínum sátu á fleti fyr- ir ýmsir skólabræður sem áttu næstu árin eftir að verða vinir mínir og leikbræður. Einn af þeim var Ólafur Tómasson. Við náðum sérstaklega góðu sam- bandi hvor við annan og held ég að Óli hafi getað talist minn besti vinur næstu árin. Við vorum svo ásamt fleirum í hópnum bekkjarbræður í Voga- skóla þar til ég fór í landspróf- sbekk haustið 1962 en hann hélt áfram til gagnfræðaprófs og lærði síðan húsasmíðar. Vináttan var þó áfram hin sama. Við mynd- uðum ásamt nokkrum fleiri leik- bræðrum hóp sem innan tíðar tók að staupa sig saman og ástunda skemmtanalífið ótæpilega. Stóð svo í allmörg ár og var þá aðal- miðstöð okkar til samdrykkju og undirbúnings Glaumbæjarferða á heimili Óla í Skeiðarvogi 77, þar sem hann hafði góða aðstöðu á neðri hæð hússins. Síðar skildi leiðir nokkuð, þó að vináttan héld- ist alltaf söm. Núna síðustu árin má segja að við höfum endurnýj- að hin gömlu kynni með því að fara saman út á golfvöll þegar tækifæri bauðst, auk þess sem hann tók að sér að vinna ýmis við- vik fyrir okkur hjónin sem tengd- ust starfssviði hans. Ólafur var skemmtilegur og vinsæll félagi. Hann var vel greindur og bar gott skynbragð á umhverfi sitt og málefni líðandi stundar. Í árdaga var hann gjarn- an hrókur alls fagnaðar og eins konar miðpunktur í strákahópn- um sem við tilheyrðum báðir. Hann þroskaði holdafar sitt með ótæpilegum málsverðum. Eitt sinn man ég eftir að hann hallaði sér aftur, eftir að hafa lagt væna steik að velli, og mælti beint frá hjartanu: „Matur, það er fín fæða!“ Þessu hugarástandi augnabliksins hefur ekki í annan tíma verið betur lýst. Óli kvæntist aldrei og bjó lengstum einn í íbúð sinni í fjöl- býlishúsi á Leifsgötu í Reykjavík. Hann hélt samt góðu sambandi við ýmsa gamla vini. Reyndar var hann alveg fram á síðasta dag í íhlaupavinnu við iðn sína með gömlum skólabróður okkar, Sig- urði Jónssyni, sem oft var nefnd- ur „Freyja“, þar sem hann bjó um langa hríð á Freyjugötu í Reykja- vík! Óli hafði líka reglulegt sam- neyti við ýmsa gamla vini, kannski mest við Eyjólf Berg- þórsson, sem dreif Óla reglulega með sér til ýmiss konar athafna- semi, m.a. fóru þeir saman í ferðalög, auk þess að stunda golf- ið af kappi. Á þessari kveðjustund færi ég Ólafi þakkir fyrir ótal samveru- stundir og vináttu gegnum árin. Systkinum hans og fjölskyldum þeirra sendum við Kristín sam- úðarkveðjur. Blessuð sé minning vinar míns Ólafs Tómassonar. Jón Steinar Gunnlaugsson. Góður vinur minn Ólafur Sig- urður Tómasson er fallinn frá. Það mun hafa verið á árunum 1956-57 þegar ég átti heima í Litla-Skerjafirði að ég mætti stundum ljóshærðum dreng á mínu reki á svæðinu við Melavöll- inn og Þjóðminjasafnið og einnig sá ég honum bregða fyrir í Mela- skólanum. Aldrei tókum við tal saman heldur létum nægja að gefa hvor öðrum auga. Í minning- unni hafði þessi drengur góðlegt og hófstillt yfirbragð sem vakti athygli mína. Á þessum árum var mikið um búferlaflutninga og einn daginn hætti honum að bregða fyrir. Svo líða árin og komið var fram á vor 1974 þegar ég réð mig í vinnu sem húsasmið hjá Kristni Sigurjónssyni byggingameistara. Þar var fyrir annar smiður á lík- um aldri og ég. Hinn nýi vinnu- félagi hét Ólafur og mér fannst ég strax kannast við hann en í þoku- móðu liðins tíma náði ég ekki tengingu við fortíðina að svo stöddu. Við urðum brátt ágætis félagar enda fóru skoðanir okkar og áhugamál saman á fjölmörg- um sviðum. Það var einhverju sinni er við vorum að gleðja okkur heima hjá Óla Tomm, eins og hann var alltaf kallaður, að talið barst að Melaskólanum. Óli dreg- ur þá upp úr pússi sínu gamla ljósmynd af sér frá þeim tíma og sýndi mér og þar var þá kominn ljóslifandi drengurinn sem ég lýsti hér að framan. Upp frá þessu þróaðist vin- skapur okkar næstu 40 árin án þess að nokkurn hnökra bæri á. Það yrði löng upptalning að lýsa mannkostum Ólafs eins og þeir vita sem kynntust honum ein- hvern tíma á lífsleiðinni eða þekktu hann vel og með það í huga lýk ég þessari minningu. Hvíl í friði kæri vinur. Að lokum votta ég ykkur systkinunum, systkinabörnum og öðrum vanda- mönnum mína dýpstu samúð. Ingi Þór Björgólfsson. Ólafur Tómasson vinur minn er látinn og að mér hrannast góð- ar minningar frá æsku- og ung- lingsárunum og ævintýrunum öll- um sem við lentum í á þrítugsaldrinum. Ég sé líka ótal- mörgum andlitum úr stórum vina- og kunningjahóp okkar bregða fyrir. Við Óli vorum bekkjarbræður í barna- og gagn- fræðaskóla frá 10 ára aldri og spiluðum saman 200-300 meist- araflokksleiki með ÍR í handbolta á árunum 1964 til 1975. Fórum í margar keppnisferðir saman, röt- uðum í mörg ævintýri, meðal ann- ars í Skandinavíu, sem seinna urðu að goðsögum í vinahópnum. Akureyrarferðir okkar tóku þó flestu fram og oftast urðum við þar eftir í 1-2 daga. Við vorum sjálfir áhyggjulausir á þessum ár- um og létum foreldrum okkar og ástvinum eftir að hafa áhyggjur. Vorum fastagestir ásamt hundr- uðum glæsilegra ungmenna á okkar aldri í Glaumbæ og Klúbbnum og þekktum marga þar. Í þessum hópi var Óli Tomm frægur fyrir sérstaka framgöngu sína á keppnisvellinum og einstök tilsvör og orðatiltæki í vinahópn- um. Orðatiltækin og tilsvörin voru perlur augnabliksins og urðu oft að goðsögum sem ganga enn. Ég varð þeirrar gæfu aðnjót- andi að eiga í Ólafi náinn og nær- gætinn vin. Þó að gleðin hafa oft- ast ráðið ríkjum á yfirborðinu á þessum árum gat lífið stundum leikið okkur grátt. Þá komu kost- ir Ólafs best í ljós, góð og hlýleg nærvera, nærgætni og skilyrðis- laus vinátta og stuðningur. Nær- gætnina og umhyggjuna lærði hann eflaust í því andstreymi sem lífið bauð honum upp á. Að okkur sem syrgjum Ólaf nú læðist tóm- leiki og eftirsjá en óskirnar okkar einlægu og góðu til þessa ljúfa drengs munu alltaf fylgja honum. Systkinum hans og ættingjum vottum við samúð okkar. Þórarinn Tyrfingsson. Öðlingurinn Ólafur Tómasson kvaddi allt of brátt, einungis 67 ára að aldri. Óli Tomm var mik- ilvægur hlekkur í glaðværu og samhentu gengi handboltamanna í ÍR á árum áður. Líkt og aðrir sem ólust upp í námunda við Há- logalandið gamla vandi hann komur sínar í braggann og hand- boltinn varð hans íþrótt – og ÍR var félagið hans alla tíð. Óli er meðal allraleikjahæstu hand- boltamanna félagsins fyrr og síð- ar. ÍR-liðið á ofanverðum sjöunda áratugnum og öndverðum átt- unda var skemmtilegur hópur sem hélt líka vel saman utan vall- ar. Árangurinn á handboltavellin- um leið kannski örlítið fyrir það hvað þessir ungu menn gösluðust hratt um gleðinnar dyr, en á góð- um degi stóðst liðið þeim bestu fyllilega snúning. Á þessum árum voru fastir leikdagar í handbolt- anum, á miðvikudögum og sunnu- dögum, og til þess var tekið hvað ÍR-liðinu gekk miklu betur í miðri viku en undir lok helgar. Óli Tomm var mikill keppnis- maður og gat verið harður í horn að taka inni á vellinum – utan vall- ar ævinlega einstakt ljúfmenni. Hann var glaðlyndur að eðlisfari og gat verið orðheppinn með ein- dæmum. Varðveittir eru gaman- samir annálar sem fluttir voru í áramótaveislum ÍR-liðsins, þar sem flugu kviðlingar og gaman- mál. Óli var lykilmaður við samn- ingu þeirra. Eftir að handboltaferlinum lauk tók Óli ástfóstri við golf- íþróttina, og var jafn ástríðufullur í þeirri íþrótt og handboltanum. Hann eyddi mörgum stundum á golfvöllunum og það var talið einkar notalegt að leika með hon- um í holli. Ólafur starfaði alla tíð við smíðar, eins og hann hafði mennt- að sig til. Hann var víkingur til vinnu og vel liðinn hvar sem hann kom. Við vitum mætavel að dag- arnir voru Óla misjafnlega ljúfir, eins og svo mörgum okkar. Í minningunni kjósum við að sjá hann fyrir okkur glaðværan og brosleitan, og erum þakklátir fyr- ir ótal gæðastundir og notalega samveru. Vertu nú kært kvaddur, elsku- legur. Ágúst Svavarsson og Vilhjálmur Sigurgeirsson. Fallinn er frá góður vinur og félagi. Við Óli Tomm höfum þekkst í rúma hálfa öld, bæði í leik og starfi. Báðir fluttum við sem ungir drengir með fjölskyld- um okkar í Heima- og Vogahverf- ið þegar það hverfi var að byggj- ast upp, ég í Sólheimana og Óli í Skeiðarvoginn. Á heimili hans var mér jafnan tekið með miklum virktum og sem einum af fjöl- skyldunni. Við Óli urðum strax mjög nánir og höfum reyndar verið alla tíð. Í gegnum öll árin áttum við margar góðar stundir saman, minningar sem nú leita á hugann. Öll jóla- og áramótaboðin í foreldrahúsum Óla í Skeiðarvog- inum, margar ógleymanlegar ferðir um landið okkar kæra, en þar stendur Eyjaferðin ’69 upp úr, íþróttaiðkun okkar og fé- lagsskapurinn í ÍR, og samstarfið við smíðarnar. Það hafa verið for- réttindi að fá að starfa með svona vandvirkum hagleiksmanni eins og Óla Tomm. Þótt við værum kannski ekki alltaf sammála um lausnina vissum við okkar tak- mörk og leystum ávallt úr öllum málum friðsamlega. Húmorinn var aldrei langt undan hjá Óla. Hann var í raun það sem margir kalla legend í þeim efnum. Í gegnum tíðina hefur mjög mikið verið vitnað í Óla um alls konar skemmtilegar sögur, hnyttin til- svör, vísur, framsetningu og fleira. Allt skemmtilegheit þar sem Óli Tomm hafði komið ná- lægt. Eins og eitt sinni þegar hann kynnti sig og sagði: „Komið þér sælar, fröken, Ólafur Tómas- son trésmiður frá Reykjavík.“ Óli Tomm var vinur minn. Traustur og tryggur, kletturinn í hafinu sama hvað braut á. Nú að leið- arlokum vil ég þakka fyrir vinátt- una og alla samveruna, kæri vin- ur. Minningarnar munu lifa. Hvíl í friði. Sigurður Jónsson. Kær samferðamaður, Ólafur Tómasson, varð bráðkvaddur á heimili sínu hinn 10. júní. Ég tengdist honum fjölskyldubönd- um því hann var stóri bróðir fyrr- verandi tengdadóttur minnar og góður bróðir. Systkinin misstu ung foreldra sína en samheldni var ætíð mikil milli þeirra. Óli, sem var alltaf einhleypur, hafði einstaklega gott og náið samband við fjölskyldu sína og var þeim mikil hjálparhella, ekki síst var hann góður við Ingibjörgu móð- ursystur sína sem hann var sem sonur. Systkini og systkinabörn áttu ávallt í honum mikla stoð og nutu þau einnig hagleiks hans og verk- lagni. Ólafur lærði til smiðs og tók þar til hendi þegar þurfti. Naut ég um árabil færni hans og hjálp- fýsi. Bjargaði hann húsinu mínu frá því að drabbast niður, hjálpaði mér við uppsetningu sýninga, smíðaði fyrir mig ramma og strekkti striga á blindramma, gerði við keramikofnana mína – og nýlega vann hann síðasta verk- ið fyrir mig þegar hann setti ný element í bræðsluofninn. Ef eitt- hvað bilaði var eins víst að hann gæti gert við það. Ef Óli tók að sér verk þá vann hann það af alúð og vandvirkni og var aldrei nein fljótaskrift á hans handbragði. Ólafur stundaði golf af metnaði en framamaður var hann ekki mikill. Hafði hann til að bera þá viðkvæmni sem gerir þeirri hörku og óbilgirni erfitt um vik sem fleytir mönnum gjarna upp í lífsbaráttunni. En hann gætti þess þeim mun betur af heiðar- leika og velvild sem honum var trúað fyrir. Og hann var gæddur þeirri lyndiseinkunn sem elur ekki á kala né illvilja til samferða- manna þótt harðskeyttari séu. Elsku Gunna mín og Vala, Tómas og Ranní, ég samhryggist ykkur innilega, missir ykkar er mikill. En ég vona að minningin um öðling með gott hjartalag megi ylja ykkur um hjartarætur þegar tímar líða og sárasta sorgin dvíni. Og víst er að ég mun ávallt minnast Óla með kærleika og er forsjóninni þakklát fyrir að hafa kynnst þessum góða dreng. Steinunn Marteinsdóttir. Minning um góðan dreng lifir. Að eiga saman uppeldisár í Vog- unum sem unglingar þegar hverf- ið var að byggjast upp eru ógleymanlegir tímar. Það var nóg að gera, Vogaskóli, Hálogaland og sjoppurnar voru okkar leik- vellir. Af öllu því fólki sem maður kynnist á lífsleiðinni eru nokkrir sem eru manni minnisstæðir og Óli Tomm var einn af þeim. Hann var að mörgu leyti kjölfesta í vinahópnum og skilur eftir sig fal- legar minningar. Þó svo að við höfum ekki verið í nánum sam- skiptum í mörg ár minnist ég æskuáranna með þakklæti. Við áttum ógleymanlegar stundir í leik og starfi. Sendi ættingjum og vinum hugheilar samúðarkveðjur um leið og ég þakka þessum af- bragðsgóða dreng fyrir þær minningar sem hann skilur eftir. Baldvin Jónsson. Ólafur Sigurður Tómasson Ský eilífðardags dregur fyrir sólu um stund. Við andlát Þóru Guðjónsdóttur votta ég innilega börnum hennar, barnabörnum og ástvinum mína dýpstu samúð. Fallin er frá mikil sómakona og sannur gleðigjafi. Hvar sem hún kom og hvar sem hún birtist fylgdi henni ótrúleg lífsgleði og ferskur andblær. Ég átti því láni að fagna að vera samstarfsmaður Þóru um árabil hjá öldrunarþjónustu Reykjavík- urborgar þar sem lífsþróttur hennar, mannkærleikur, fé- lagslyndi, fordómaleysi og virðing birtist okkur samstarfsmönnum hennar á hverjum degi. Við nutum góðrar nærveru hennar og frá- sagnar og ætíð sá hún góðu hlið- arnar á tilverunni. Dag einn sagði hún okkur eftirfarandi sögu: „Í dag birtist hér gamall vinur minn, myndarlegur maður. „En hvað þú lítur vel út, Þóra mín,“ sagði hann glaðlega, „þú hefur bara ekkert Þóra Guðjónsdóttir ✝ Þóra Guðjóns-dóttir fæddist 4. október 1925. Hún lést 14. júní 2015. Útför Þóru fór fram 29. júní 2015. breyst í tímans rás.“ Ég varð að vonum glöð og stolt að heyra hrósið. Svo bætti hann við: „Verst þykir mér þó hvað ég er farinn að sjá illa.““ Svo hló hún innilegum hlátri. En Þóra var ekki einungis góður sam- starfsmaður, hún var einnig trúr vinur í gleði og þraut. Vinir hennar áttu margar eftirminnilegar stundir með henni þar sem glaðværðin naut sín. Hún hafði yndi af samveru með fólki og það var auðvelt að ræða við Þóru um allt milli himins og jarðar. Þar var slegið á marga strengi og rætt um trú og tónlist, þjóðmál, stjórn- mál og knattspyrnu og hinstu rök tilverunnar. Alltaf var hún jafn glaðvakandi og áhugasöm og í öll- um umræðum smitaði jákvætt lífsviðhorf nærstadda. Hún vildi öllum vel. Viðmót hennar varpaði glaðlegu ljósi á lífið. Ský dregur frá sólu á síðkomnu sumri og sunna hellir hlýjum geislum yfir land og haf. Og lífið heldur áfram. Undir þeim geislum þökkum við góðri konu samfylgd og ógleymanlegar minningar. Þórir S. Guðbergsson.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.