Morgunblaðið - 02.07.2015, Qupperneq 60

Morgunblaðið - 02.07.2015, Qupperneq 60
HJÓLREIÐAR Ásgeir Ingvarsson ai@mbl.is Hjól, eins og öll önnur farartæki, þarfnast reglulegs viðhalds. Það mæðir á ýmsum pörtum og endrum og sinnum þarf að stilla, herða, strekkja og skipta um. Árni Davíðsson segir að hjól- reiðaviðgerðir séu ekki erfiðar en margir séu samt hikandi við að spreyta sig á þeim. Með réttri leið- sögn er hægt að brjóta ísinn og er fólki þá ekkert að vanbúnaði að halda hjólinu í góðu standi og spara sér ferðir á reiðhjólaverkstæðið. Árni kennir námskeið í reið- hjólaviðgerðum sem haldið verður hjá Tækniskólanum laugardaginn 29. ágúst. Fer námskeiðið fram í gamla Stýrimannaskólanum frá kl. 9-16 og kostar 19.000 kr. Nemenda- fjöldinn er takmarkaður og er ætl- ast til þess að þátttakendur komi með sín eigin hjól á námskeiðið. Verða þar til reiðu bæði viðgerð- arstandar og helstu verkfæri. Þekkir hjólin út og inn Margir þekkja Árna undir nafninu Dr. Bæk, en hann hefur lengi kennt reiðhjólaviðgerðir og verið virkur í reiðhjólahreyfingunni. Var hann meðal annars formaður Landssamtaka hjólreiðamanna frá 2009 til 2013 og hefur starfað við verkefnið Hjólafærni. „Við byrjum námskeiðið á fyrirlestri sem tekur um klukku- stund. Þar verður fjallað um hjól- reiðar almennt, um hjólið sem sam- göngutæki og hvað þarf að hafa í huga þegar hjólið er notað í um- ferðinni. Því næst fáum við okkur kaffi og hefjumst svo handa við að læra hinar ýmsu tegundir smávið- gerða sem hjólið getur þarfnast.“ Árni lætur nemendur vinna saman tvo og tvo og fer kerfis- bundið í gegnum helstu hluta reið- hjólsins. „Við byrjum á því að skoða hvernig á að stilla hjólið fyrir not- andann svo að hann sitji rétt. Vitaskuld þarf að hækka eða lækka hnakkinn í rétta stöðu en einnig getur verið þörf á að fínstilla hnakkinn, færa hann framar eða aftar, og síðan stilla stýrið í samræmi við líkamsbygginguna.“ Einnig læra nemendur hvernig má bilanagreina hjólið. „Bilana- greining er ekki flókin og felst í því að gaumgæfa hjólið, sjá hvort allt hreyfist eðlilega, hvort hlutir eru lausir eða vart verður við undarleg hljóð.“ Þegar hjólið er notað byrja sumir fletir að slitna og óhjá- kvæmilegt er að þurfi t.d. á ein- hverjum tímapunkti að skipta um dekk. Fer Árni vandlega í saumana á dekkjaskiptunum, hvernig finna má og laga göt sem komið hafa á slönguna og svo setja bæði dekk og slöngu aftur upp á gjörðina. „Æ fleiri hjóla líka á nagladekkjum yfir veturinn og því eru dekkjaskipti haust og vor orðin fastur liður í við- haldi hjólsins hjá mörgum,“ segir hann. „Nemendurnir læra líka að skipta um hefðbundna bremsupúða og strekkja á bremsuvírunum en þá getur þurft að strekkja þegar bremsupúðinn slitnar.“ Hárnákvæmir gírar Margir kannast við það að vera í miðri hjólaferð og uppgötva sér til gremju að gírskiptingin er ekki eins nákvæm og hún eitt sinn var, svo að brösuglega gengur að skipta gír- unum upp eða niðir. Árni kennir líka hvernig má stilla gírana. „Á námskeiðinu lærir fólk að greina hvort gírarnir þurfa endurstillingu eða hvort eitthvað annað er að. Að fínstilla gírskiptinguna er alls ekki svo vandasamt.“ Allir hjólreiðamenn ættu að kunna undirstöðuatriði reiðhjóla- viðgerða. Þannig fá þeir mest út úr hjólinu sínu og þurfa ekki að missa af skemmtilegum hjóladögum á meðan gert er við reiðhjólið á verk- stæði. Árni segir tilganginn með námskeiðinu líka þann að koma í veg fyrir að smávægilegar bilanir haldi fólki frá því að nota hjólið reglulega. Það geti verið stór sál- rænn þröskuldur að vera með bilað hjól í geymslunni því það kallar óneitanlega á umstang að koma hjólinu fyrir í skottinu á bíl og skutla því niður á næsta verkstæði. „Ef öll fjölskyldan stundar hjólreiðarnar saman geta viðgerð- irnar líka verið skemmtileg iðja sem foreldrar geta deilt með börn- unum. Í dag gefast fjölskyldum ekki mörg tækifæri til að gera eitt- hvað verklegt saman og það er gaman að geta miðlað verkþekking- unni á planinu heima og haldið svo af stað í hjólreiðatúr.“ Reiðhjólaviðgerðir eru ekki flóknar Morgunblaðið/Golli Slit Jafnvel sterkbyggðustu hjól þarfnast viðhalds endrum og sinnum. Á flugi í Öskjuhlíð á fjallahjólum. Morgunblaðið/Eggert Kunnátta Árni Davíðsson er mikill reynslubolti og lipur í viðgerðunum.  Með því að kunna undirstöðuatriðin má spara sér ófáar heimsóknirnar á reiðhjólaverkstæðið Ekki verður hjá því komist að reiðhjólin óhreinkist við notk- unina eða safni ryki ef þau sitja óhreyfð inni í geymslu. Skemmtilegra er að hjóla á hreinu og glansandi hjóli en óhreinu en Árna finnst hæfilegt að hreinsa hjólið tvisvar á ári. „Ég set vatn í fötu og smá uppþvottalög eða bílasápu ofan í og þríf hjólið mitt með svampi. Byrja efst þar sem óhreinindin eru minnst, vinn mig niður þar sem óhreinindin eru meiri og þríf gjarðirnar síð- ast.“ Árni varar við mjög kröftug- um þvotti og t.d. ekki ráðlegt að notast við háþrýstisprautu. „Er þá hætta á að vatnið finni sér leið inn í legurnar á hjólinu og byrji þar að valda skemmd- um.“ Þvotturinn einfaldur
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.