Morgunblaðið - 02.07.2015, Qupperneq 62

Morgunblaðið - 02.07.2015, Qupperneq 62
62 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2. JÚLÍ 2015 Klettagörðum 5, 104 Reykjavík | stolpigamar@stolpigamar.is Gámaleiga Er gámur lausnin fyrir þig? Við getum líka geymt gáminn fyrir þig 568 0100 stolpigamar.is HAFÐU SAMBAND Búslóðageymsla ❚ Árstíðabundinn lager ❚ Lager ❚ Sumar-/vetrarvörur Frystigeymsla ❚ Kæligeymsla ❚ Leiga til skemmri eða lengri tíma HJÓLREIÐAR Ásgeir Ingvarsson ai@mbl.is Inga Dagmar Karlsdóttir er enn í sæluvímu eftir að hafa hjólað hring- inn í kringum landið í reiðhjóla- keppni WOW. Liðið hennar, HFR Fjólur, varð hlutskarpast í hópi fjórmenningsliða kvenna og fóru þær hringinn á 46 klukkustundum, 7 mínútum og 58 sekúndum. Sigraði liðið með miklum yfirburðum því næsta lið í sama flokki fór hringinn á tæplega 56 klukkustundum. Auk Ingu mynduðu liðið þær Bryndís Ernstsdóttir, Sigríður Ásta Guðjónsdóttir og Kolbrún Dröfn Ragnarsdóttir. Bílstjórar voru Hlynur Harðarson og Arn- aldur Gylfason en Arnaldur var einnig í hlutverki liðsstjóra. Mark- miðið var ekki eingöngu að hjóla til sigurs heldur einnig að styðja gott málefni. Á leið sinni um landið safn- aði liðið áheitum fyrir samtals 176.000 kr. til styrktar uppbygg- ingu Batamiðstöðvar á geðsviði Landspítalans á Kleppi. Samtals söfnuðust 21.728.250 kr. „Við Bryndís tókum báðar þátt í keppninni í fyrra og fannst það gríðarlega skemmtilegt. Ákváðum við snemma á þessu ári að taka aft- ur þátt og byrjuðum að æfa skipu- lega með Hjólreiðafélagi Reykja- víkur. Síðan lá leiðin í hjólaæfinga- búðir á Mallorca og þar kynntumst við Kolbrúnu og bættist hún við lið- ið. Eitt leiddi svo af öðru og loks gekk Sigríður Ásta til liðs við okkur og HFR Fjólur voru þá komnar með fullmannað lið.“ 15 mínútna skorpur Segir Inga Dagmar að það hafi verið mikill kostur að mynda liðið snemma og geta æft saman. Stöll- urnar hafi verið mjög vel sam- stilltar og í fantagóðu formi þegar keppnisdagurinn rann upp. Arn- aldur stýrði liðinu með þeim hætti að konurnar skiptust á að hjóla 10- 15 mínútur í senn. „Með þessu tókst okkur að halda uppi góðum hraða allan hringinn en við lögðum sér- staka áherslu á það að fara mjög vel af stað til að geta hjólað með fleiri liðum.“ Inga Dagmar bendir á að keppnishjólreiðar séu íþrótt sem kalli á töluverða hugsun, pælingar og skipulagningu. Það er til dæmis mikilvægt að hjóla með öðrum lið- um á svipuðum hraða því þannig geta liðin skipst á að kljúfa vindinn og sparað mikla orku. „Eftir Hval- fjörðinn var orðið ljóst hvaða lið voru á svipuðum hraða og við mynduðum samstarf með þremur öðrum liðum, Tommi’s Burger Jo- int, Team AA1 og Vodafone Red. Þannig hjóluðum við saman allan hringinn þar til við komum að Þor- lákshöfn en þá hófst æsilegur enda- sprettur milli þessara liða.“ Það er ekki lítið þrekvirki að hjóla sleitulaust í nærri tvo sólar- hringa. Inga Dagmar segir að þreytan hafi samt ekki gert mjög vart við sig því spennan hafði yf- irhöndina og enginn skortur á adr- enalíni. „Við fengum hver um sig eins og hálfs tíma hvíld, bæði fyrri og seinni nóttina, en með allt í botni gat ég ekki sofið dúr,“ segir hún og bætir við að fyrir svona langa keppni skipti líka mjög miklu máli að borða næringarríkan mat og vera í góðum fatnaði sem andar vel, hefur enga sauma sem nuddast við líkamann og halda passlegum hita á kroppinum í mismunandi veðri. „Við fengum allan mat frá Ynd- isauka og vorum í Löffler- hjólafötum frá Fjallakofanum sem við getum svo sannarlega mælt með. Þetta allt saman átti þátt í því að okkur gekk svona vel og leið vel alla ferðina.“ Verðmætar minningar Keppnin var löng og ströng en leiðin mjög skemmtileg og segir Inga Dagmar að það hafi verið óvið- jafnanlegt að ferðast með þessum hætti í gegnum íslenska náttúru. „Mér er sérstaklega minnisstætt hvernig það var að hjóla seinni nóttina, landslagið litað af miðnæt- ursólinni, með fjallstinda og jökla í fjarska.“ Kveðst Inga Dagmar samt ekki vera lemstruð og lúin eftir keppnina en hún hafi þó gefið sér góðan tíma til að slaka á í heitum potti eftir átökin. Það gerir árangurinn ekki minna markverðan að Inga Dagmar er tiltölulega nýsmituð af reiðhjóla- bakteríunni. Hún segist ekki hafa byrjað að hjóla af neinni alvöru fyrr en árið 2012 að hún fékk götuhjól í fertugsafmælisgjöf. „Fram að því hafði ég bara hjólað endrum og sinnum á fjallahjóli mér til yndis- auka en uppgötvaði að mér þótti al- veg hreint frábært að hjóla hratt á léttu hjóli. Það er líka stór plús að félagsskapurinn í sportinu er frá- bær og þetta er fyrirtaks leið til að halda sér í góðu formi.“ Hjólreiðar kalla á pælingar og góða skipulagningu Allan hringinn Sigurliðið á gleðistundu. Hlynur, Inga Dagmar, Sigríður Ásta, Kolbrún, Bryndís og Arnaldur. Átök Inga Dagmar á fullri ferð. Gaman er að hjóla um íslenskt landslag og enn betra í meðvindi.  HFR Fjólur fóru umhverfis Ísland á rétt rúmlega 46 tímum  Óviðjafnanlegt að hjóla í nátúrunni um miðja sumarnóttina Inga Dagmar starfar sem sjúkra- þjálfari og veit því sitthvað um heilsubætandi áhrif hjólreiða. Hún segir þær fyrirtaks íþrótt sem styrkirhjarta og lungu og auki þol. Ekki skemmi heldur fyr- ir að fæturnir verði sterkir og stæðilegir og hjólreiðarnar séu góð leið til að brenna hitaein- ingum. „Hjólreiðar hafa það fram yfir t.d. hlaupaíþróttir að fara betur með líkamann því hann er ekki í þungaberandi stöðu á hjólinu. Þegar hlaupið er kemur högg upp í fótinn í hverju skrefi, sem leiðir upp í hné og mjaðmir, en á hjólinu er álagið léttara og jafn- ara á líkamann.“ Eins og með allar aðrar íþrótt- ir gildir samt með hjólreiðarnar að fara rólega af stað og huga vandlega að líkamsbeitingunni. Segir Inga Dagmar mjög mikil- vægt að hafa alla hluta reiðhjóls rétt stillta út frá þörfum hjól- reiðamannsins, til dæmis að hæð á hnakki og stýri sé í réttu hlutfalli út frá líkamshæð. Þegar komið sé á það stig að nota sér- staka hjólaskó sem séu fastir á pedölunum verði að huga mjög vel að stellingu fótanna. „Hjá sumum getur komið smávægi- legur snúningur á fótinn við þetta, sem getur orsakað hné- verk svo að fóturinn ýmist vísar of mikið inn eða of mikið út. Mjög persónubundið er hvernig þarf að fínstilla hjólaskóinn.“ Minnir Inga Dagmar líka á að passa þurfi upp á stífleika í öxl- um og úlnliðum. „Sumum hættir til að spennast upp þegar þeir hjóla og grípa mjög fast um stýr- ið og geta þá farið að kenna verkja í hálsi og úlnliðum. Vand- lega stillt hjól í réttri stærð hjálpar til að koma í veg fyrir þetta, og sömuleiðis að vera meðvitaður um að vera slakur í baki, öxlum og úlnliðum þegar hjólað er. Þannig er hægt að bæta stöðu, hámarka afköst og líða betur á hjólinu.“ Slök í öxlum og úlnliðum
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.