Morgunblaðið - 02.07.2015, Side 69

Morgunblaðið - 02.07.2015, Side 69
69 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2. JÚLÍ 2015 Áskrifendur Morgunblaðsins eru stjörnurnar sem blaðamenn okkar taka mið af í öllum sínum störfum. Lesendur okkar eru vel upplýstir og gera skýrar kröfur um vönduð vinnubrögð. Til að þakka fyrir okkur höfum við þegar gefið áskrifendum tvær bifreiðir á þessu ári og í sumar kynnum við nýja stjörnu í þeim hópi. Mercedes-Benz B-Class að verðmæti 6.970.000 kr.* Allir áskrifendur Morgunblaðsins eru með í áskriftarleiknum. Fylgstu með þegar við drögum út vinningshafann þann 17. júlí. *Grunnverð á Mercedes-Benz B-Class CDI 4MATIC er 5.790.000 kr. en B-Class fæst á verði frá 4.590.000 kr. MORGUNSTJARNAN Merkin á kortinu gefa til kynna flest það sem hjólreiðamenn þurfa að vita. „Rauðu hringirnir sýna hvar finna má þéttbýliskjarna og lit- irnir inni í hringnum gefa til kynna hvaða þjónusta er þar í boði, s.s. verslun, tjaldsvæði, sundlaug eða innanhússgisting. Staðir með reiðhjólaverslunum og -verkstæðum eru líka merktir inn,“ útskýrir Sesselja. Gular línur vara við brekkum Malbikaðir vegir eru teiknaðir með rauðum lit og malarvegir með brúnum. Þar sem hjóla má á veg- öxlinni er græn lína, og línan er brotin á þeim vegum þar sem um- ferð er ekki mjög þung. Gular lín- ur öðru hvoru megin við vegina sýna hvar eiga má von á brekkum og í hvaða átt þær halla. Þá eru litlar pílur sem marka þolan- legustu leiðirnar út úr Reykjavík fyrir hjólreiðafólk. Vegalengdir á milli staða eru líka merktar inn á vegina. Á bakhlið kortsins er svo að finna almenningssamgöngukort sem Leiðarlykill hannaði. Þar er búið að teikna upp, á auðskiljan- legan hátt, allar rútu- og strætis- vagnaferðir umhverfis og yfir landið, ferjusiglingar og helstu flugvelli. Sesselja segir að miklu skipti fyrir hjólandi ferðamenn að geta nýtt sér almennings- samgöngur á leið sinni um Ísland enda sé ekki endilega ætlunin hjá öllum að hjóla hvern einasta metra. Fyrir þá sem ekki þekki til geti hins vegar verið mikið basl að finna út hvert rúturnar fari og hvar þær stoppi. Að sögn Sesselju hefur framtak- inu verið mjög vel tekið og ferða- menn verið hæstánægðir með kortið. Þeir sem vilja eintak ættu að heimsækja næstu upplýsinga- miðstöð eða senda línu á Hjóla- færni (hjolafaerni@hjolafaerni.is) til að fá eintak sent í pósti. Skýrt Almenningssamgöngukort fyrir landið allt, hannað af Leiðarlykli. Mikið þarfaþing fyrir ferðalanga.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.