Morgunblaðið - 02.07.2015, Qupperneq 73

Morgunblaðið - 02.07.2015, Qupperneq 73
ÍSLENDINGAR 73 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2. JÚLÍ 2015 og þekkingaryfirfærslu, nýsköpun og uppbyggingu atvinnulífsins. Tómstundum ver Ágústa með fjöl- skyldu og vinum, tekur þátt í stjórn- málastarfi, golfi og starfi Rótarý- klúbbs Reykjavíkur. Fjölskylda Eiginmaður Ágústu: Jón Bragi Bjarnason, f. 15.8. 1948, d. 3.1. 2011, prófessor. Foreldrar hans: Rósa Guðmundsdóttir, f. 25.3. 1930, og Bjarni Bragi Jónsson, f. 8.7. 1928. Fyrri maki: Pálmi Ragnar Pálma- son, f. 31.1. 1940, verkfræðingur Foreldrar: Ragnhildur Thorodd- sen, f. 28.8. 1899, d. 4.9. 1966, og Pálmi Hannesson, f. 3.1. 1898, d. 11.11. 1956. Börn: 1) Ingibjörg Ýr Pálmadótt- ir, 19.11. 1963, kennari í Reykjavík. Maki: Ásgeir Ásgeirsson verkfræð- ingur. Börn þeirra: Sunna Dögg, Pálmi Ragnar, Ásgeir Orri og Skúli Thor; 2) Anna Theodóra Pálmadótt- ir, f. : 13.5. 1966, ljósmyndari í New York. Maki: Guy Aroch, ljósmyndari í New York. Börn þeirra: Leyla Blue, Sun Shine og Coco Lou; 3) Guðmundur Pálmason, f. 19.1. 1968, framkvæmdastjóri í Köln í Þýska- landi. Maki: Sigrún Gísladóttir, við- skiptafræðingur. Börn þeirra: Gísli Ragnar, Ágústa Ýr og Elísabet Þóra. Systkini: Þórarinn Guðmundsson, f. 6.5. 1936, d. 6.8. 1991, mennta- skólakennari í Reykjavík; Anna Þóra Guðmundsdóttir, 7.7. 1939, d. 6.6. 2006, félagsfræðingur og fast- eignasali í New Jersey, Edgar Guð- mundsson, f. 16.10. 1940, verkfræð- ingur í Reykjavík, og Steinunn Guðmundsdóttir, f. 16.10. 1950, d. 2.11. 2002, ritari í Reykjavík. Foreldrar: Þuríður Þórarins- dóttir, f. 18.4. 1915, d. 20.2. 2002, húsmóðir í Reykjavík og mynd- menntakennari, og Guðmundur Ágústsson, f. 8.11. 1916, d. 17.10. 1983, bakarameistari í Reykjavík og skákmaður. Úr frændgarði Ágústu Guðmundsdóttur Ágústa Guðmundsdóttir Ívar Helgason verslunarstj. á Akureyri Anna Kristjana Ívarsdóttir húsfreyja í Rvík Þórarinn Guðmundsson tónskáld og fiðluleikari í Rvík Þuríður Þórarinsdóttir myndm.kennari í Rvík Margrét Magnúsdóttir húsfreyja í Rvík Sigurður Friðrik Sigurðsson sjóm.og hafnsögum. í Rvík Ingigerður Sigurðardóttir húsfr. á Ísafrði og í Rvík Ágúst Guðmundsson fiskmatsmaður á Ísafirði Guðmundur Ágústsson bakarameistari í Rvík Helga Símonardóttir hómópati á Ísafirði Guðmundur Guðmundsson skipasmiður á Ísafirði tengdaf. Jessens sem smíðaði Stanley Höskuldur Ágústsson dælust.stj. í Mosfellssveit Ásgerður Höskuldsdóttir innanh.arkitekt í Rvík Höskuldur Ólafsson bankastj. Arion banka Þóra Ágústsdóttir húsfr.í Rvík Ingigerður Karlsdóttir flugfr. og húsfr. í Rvík Páll Hjaltason arkitekt og fv. borgarfulltr. Steinunn Sveinsdóttir húsfr. í Rvík Sveindís Þórisdóttir fv. ritari á Landsp. Margrét Blöndal myndlistarm. í Rvík Steinunn Jakobsdóttir prestsfrú Jakob Jóhannesson Smári skáld og málfr. í Rvík Guðmundur Jakobsson kirkju- og hjóðfærasm. í Rvík. Sonur Jakobs Guðmundssonar prests á Sauðafelli og alþm. Anna Kristjana Bjarnadóttir húsfr. í Rvík Anna Lovísa Kolbeinsdóttir húsfr. í Rvík Kolbeinn Finnsson skipstj. í Rvík Anna Lovísa Johannessen húsfr. í Rvík Haraldur Johannessen ritstj. Morgun- blaðsins Þóra Bjarnadóttir húsfreyja frá Álftanesi Árni Þórarinsson prófastur Þuríður Þórarinsdóttir húsfreyja í Rvík Með börnin Úr jólahefti Town and Country Magazine árið 1970. Jóhannes Ólafsson fæddist íHaukadal við Dýrafjörð 2. júlí1859. Foreldrar hans voru Ólafur Jónsson, f. 11.6. 1819, d. 31.12. 1899, bóndi þar, og k.h. Ingibjörg Jónsdóttir, f. 16.5. 1823, d. 24.6. 1911 húsfreyja, dóttir Jóns Bjarnasonar í Stapadal. Jóhannes átti átta systkini og var nafnkunnast þeirra Matthías Ólafsson alþingismaður. Eiginkona Jóhannesar var Helga Samsonardóttir, f. 18.11. 1856, d. 13.5. 1949, húsfreyja. Foreldrar hennar voru Samson Samsonarson, trésmiður og hreppstjóri á Brekku í Dýrafirði, og k.h. Ósk Gunnars- dóttir. Börn Jóhannesar og Helgu: Sigurður, Gunnar Andrew, Fríða, Leifur, Óskar og Ingibjörg Ólöf, sem lést ung. Gunnar var kennari á Ísa- firði en hin systkinin bjuggu á Þing- eyri. Jóhannes nam trésmíði 1880-1882, var trésmiður á Ísafirði 1882-1883, í Haukadal í Dýrafirði 1883-1887 og á Þingeyri frá 1887 til æviloka. Hann var einnig póstafgreiðslumaður á Þingeyri frá 1898 til æviloka og gjaldkeri sparisjóðsins á Þingeyri frá stofnun hans 1896 til æviloka. Hreppstjóri var Jóhannes frá 1889 til dauðadags og oddviti 1896-1928. Hann var upphafsmaður að því að stofnaður var barnaskóli á Þingeyri og sat hann í skólanefnd og var for- maður hennar 1908-1923. Þá var hann bókavörður bókasafnsins á Þingeyri til 1926 þegar það var flutt að Héraðsskólanum á Núpi. Hann hafði fjölmörg mál á sinni hendi í hreppnum og var umboðsmaður breskra togarafélaga sem leita þurftu til Þingeyrar. Jóhannes talaði enda ensku og einnig dönsku. Jóhannes var alþingismaður Vest- ur-Ísfirðinga 1903-1908, sá fyrsti fyr- ir V-Ísafjarðarsýslu því áður voru báðar Ísafjarðarsýslur eitt kjör- dæmi, og sat hann fyrir Heima- stjórnarflokkinn. Þegar Jóhannes var á Ísafirði lærði hann á harmonium og hélt uppi söng og söngkennslu þegar hann flutti til Þingeyrar. Kona hans var einnig söngelsk og var oft leikið og sungið á heimili þeirra. Jóhannes lést 14.6. 1935. Merkir íslendingar Jóhannes Ólafsson 95 ára Elín Gísladóttir 90 ára Gróa Valdimarsdóttir Guðrún Jónsdóttir Þorsteinn Leifsson 85 ára Bjarni Bergsson Guðmundur Halldór Guðmundsson Jóna Finnbogadóttir 80 ára Hildigunnur Halldórsdóttir Unnur Guðmunda Vilhjálmsdóttir 75 ára Anna Einarsdóttir Jón Rúnar Jónsson Unnur S. Ottósdóttir Vestmann 70 ára Árni Jón Árnason Bessi Jóhannsson Elísabet Kristjánsdóttir Hermann Grétar Guðmundsson Jóna S Guðbrandsdóttir Jón Björnsson Kolbrún Jónsdóttir Kristrún Ólafsdóttir Vigdís S Óskarsdóttir 60 ára Alina Marianna Kamaiszko Atli Már Óskarsson Björg Þorleifsdóttir Jóhann Davíðsson Kristín Björnsdóttir Kristín J. Sigurðardóttir Magnús Skarphéðinsson Sigurður Kornelíusson Silvija Puzule Vignir Þór Hallgrímsson 50 ára Guðrún Eydís Jóhannesdóttir Harpa Guðmundsdóttir Kristín Elfa Ingólfsdóttir Kristján Börkur Einarsson Oddur F. Sigurbjörnsson Sigrún Ólafsdóttir Svanhildur María Gunnarsdóttir 40 ára Árni Snær Gíslason Bjarki Þór Vestmann Albertsson Edyta Brzenk Andonov Harpa Hannesdóttir Helga Kolbrún Ingimarsdóttir Ingibjörg Ösp Júlíusdóttir Jan Geisler Poulsen Sigríður Þóra Reynisdóttir Stefán Jónsson 30 ára Arna Bryndís Baldvins McClure Baldvin Þór Gunnþórsson Georgiana Scurtu Grétar Guðmundsson Herdís Teitsdóttir Kári Ársælsson Radoslaw Jan Slonina Til hamingju með daginn 40 ára Arnar er Reykvík- ingur og flugumferðar- stjóri. Maki: Margrét Sigrún Höskuldsdóttir, f. 1972, kennari í Háaleitisskóla. Börn: Elvar Orri Palash Arnarss., f. 2003, og Haukur Máni Sorndip Arnarss., f. 2007. Foreldrar: Sigurður J. Sigurðsson, f. 1939, fv. bílstjóri, og Steinunn Bergljót Árnadóttir, f. 1945, lífeindafræðingur. Arnar Sigurðsson 40 ára Davíð er Sauð- krækingur og vöruflutn- ingabílstjóri. Systkini: Gísli Óskar, f. 1971, sjómaður, Ása Dóra, f. 1973, sviðsstjóri hjá VIRK, og Elvar Atli, f. 1976, vinnur í álverinu í Straumsvík. Foreldrar: Konráð Gísla- son, f. 1946, grunnskóla- kennari og Anna Halldórs- dóttir, f. 1950, vinnur á Heilbrigðisstofnun Sauðárkróks. Davíð Örn Konráðsson 40 ára Pétur Örn er frá Eskifirði en býr í Kópavogi og er rafmagnsverkfræð- ingur hjá VJI. Maki: Jóhanna María Kristjánsdóttir, f. 1975, margmiðlunarfræðingur. Börn: Magnús Arnar, f. 2006, Egill Örn og Krist- ján Þorri, f. 2008, og Katrín Hvönn, f. 2010. Foreldrar: Magnús Arnar Pétursson, f. 1947, og Kolbrún Sigríður Þrastar- dóttir, f. 1950. Pétur Örn Magnússon Hægt er að sendamynd og texta af nýjum borgara eða brúðhjónum af slóðinnimbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is Smiðjuvegi 9, 200 Kópavogi ■ Sími 535 4300 ■ axis.is ■ Opið: mán. - fös. 9:00 - 18:00 Fataskápur Hæð 2100 mm Breidd 800 mm Dýpt 600 mm Tegund: Strúktúr eik TIL Á LAGER S KÁPATI LB OÐ Verð58.900,-m. vsk.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.