Morgunblaðið - 02.07.2015, Síða 74

Morgunblaðið - 02.07.2015, Síða 74
74 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2. JÚLÍ 2015 Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Ekki geyma það til morguns sem þú getur gert í dag. Raunar er þetta tilvalinn dagur til að ganga frá hlutunum. 20. apríl - 20. maí  Naut Að þér er sótt úr öllum áttum af fólki sem vill leita ráða hjá þér. Upplýsingar sem þú hefur haldið leyndum leka nú af vörum þér áður en þér tekst að loka munninum. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Nú skalt þú setjast niður, semja áætlanir og framkvæma síðan þá hluti sem þig hefur alltaf látið þig dreyma um að gera. Hafi fólk áhuga á því sem það er að gera vinnur það betur en ella. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Það er alltaf gaman að rekast á gamla vini og rifja upp liðna tíð. Passaðu þig samt að festast ekki í gamla tímanum. Jóga, líkamsrækt og hlátrasköll með vinum gera sitt til þess að draga úr streitu. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Dagurinn hentar vel til viðskiptasamn- inga. Ræddu málin við félaga þína og drífðu svo í hlutunum. Ekki reyna að koma þér undan skylduverkum. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Þú átt gott með að fá vini þína til liðs við þig en þarft að gæta þess að ganga ekki fram af þeim. Hafðu í huga máltækið: Aðgát skal höfð í nærveru sálar. 23. sept. - 22. okt.  Vog Þú býrð yfir óvenjulegum hæfileika og tjáir hann nú á nýstárlegan hátt. Vertu ekki endalaust að eltast við hluti sem þú ekki átt, því það veitir þér einungis óánægju. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Varastu að misnota góðvild vin- ar þíns þótt þægilegt sé að þurfa ekki að ganga í málin sjálfur. Þegar þú hefur náð tök- um á hlutunum máttu ekki missa þau aftur. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Ímyndunarafl þitt er frjótt og fjöl- skyldan skiptir þig öllu. Þú þarft að leyfa sköpunarhæfileikum þínum að njóta sín utan starfsins. 22. des. - 19. janúar Steingeit Það er ágætt að eiga sér draum en hann getur aldrei leyst veruleikann af hólmi. Hættu að velta þér um of upp úr hlutunum, allir taka þér eins og þú ert. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Þú vilt hafa röð og reglu á hlut- unum og leggur þig svo sannarlega fram við að vinna bug á óreiðunni, hvar sem hana er að finna. 19. feb. - 20. mars Fiskar Mörkin milli draums og veruleika liggja ekki alltaf í augum uppi. Komdu hug- myndum þínum og tillögum á framfæri. Heppinn í spilum, óheppinn í ást-um,“ segir máltækið. Víkverja varð hugsað til þessara orða um helgina þegar hann prófaði í fyrsta sinn borðspil sem byggir á hinum vinsælu sjónvarpsþáttum Battlestar Galactica. Spilið gengur í sem stystu máli út á það að geimskip nokkurt þarf að komast í örugga heimahöfn en sá galli er að enginn getur verið viss um að allir í áhöfninni séu hlið- hollir. Niðurstaðan er spil þar sem minnsta áfall eða klúður leiðir til ásakana um að viðkomandi sé svik- ari. Og áföllin koma í bílförmum. x x x Þrátt fyrir að Víkverji og félagarhans gerðu sitt besta endaði spil- ið á því að svikararnir unnu. Og ekki bara unnu, heldur náðu þeir listilega að búa til svo mikið ósætti innan raða þeirra sem voru í raun hliðhollir að áhöfnin eyddi mestum tíma sínum í að reyna að fangelsa hinn og þennan sem var grunaður um svikin. Víkverji bar aðmírálstitil og varð fyrstur til að falla fyrir svikarahendi. Víkverji verður að játa það að hann varð þó nokkuð sár þegar félagar hans virt- ust orðnir sannfærðir um að hann væri ekki að vinna í þágu þeirra af fullum heilindum. x x x Á endanum kom í ljós að svik-ararnir voru tveir, og höfðu þeir með miklum prettum náð að haga málum þannig að allir sem ekki voru svikarar lágu undir grun og voru komnir í steininn en þeir tveir sátu eftir eins og hvítþvegnir englar. Í kjölfarið hefur Víkverji velt því nokk- uð fyrir sér hvaða áhrif það hefur á „heppni“ eða „óheppni“ fólks ef það er svona gott í að geta leynt sínum „innri manni“. Gildir reglan „lyginn í spilum, ólyginn í ástum“? Eða eiga viðkomandi kannski fleiri beina- grindur í skápnum utan spilaheims- ins? Hvað sem því líður má geta þess að „svikararnir“ sem höfðu leikið geimskipið svo grátt eru báðir, að því er Víkverji best veit, hinir mestu sómamenn utan spilaborðsins. Hann mun þó í framtíðinni hugsa sig tvisv- ar um áður en hann kaupir notaðan bíl af þessum fínu herramönnum eða treystir þeim aftur við spilaborðið. víkverji@mbl.is Víkverji Varpið allri áhyggju yðar á hann, því að hann ber umhyggju fyrir yður. (1Pt. 5:7.) Hlíðasmára 11 · 201 Kópavogur · Sími 534 9600 · heyrn.is Aldrei hefur verið auðveldara að heyra Enn er bætt um betur með nýju ReSound heyrnartækjunum sem gefa eðlilega og áreynslulausa heyrn. Taktu þátt í framþróuninni og prófaðu þessa hágæða tækni. GOLDEN LOBE AWARDS 2014 ASSOCIATION OF INDEPENDENT HEARING HEALTHCARE PROFESSIONALS Most Innovative Concept 2014 presented to: Resound - LiNX made for iPhone Kerlingin á Skólavörðuholtinulét til sín heyra á Boðn- armiði: „Karlinn á Laugavegi ját- ar fyrir alþjóð að hann hafi GLEYMT afmælisdeginum mín- um. Furðulegur bjálfagangur það, eins og það var nú haldið upp á þennan dag um allt land. Um þá bölvun æ og sí ekkert þarf að deila, komin er víst kölkun í karlsins stirða heila.“ Jósefína Dietrich sagði: „Þetta er óheyrilegt.“ Og Kerlingin svaraði: „Nú, nú. Þekkir þú líka til karlsins, Ásta? Það þarf svo sem ekki að koma á óvart! Við kerlingarnar kankast dátt, kalla hann sumir bósa og vingul, í kolli hans er furðu fátt fyrir utan heiladingul.“ Dagbjartur Dagbjartsson mátti til með að skipta sér af þessu: „Fyrir margt löngu orti Hermann Jóhannesson um skólabróður sinn: „Kirtlar sora og syndar svella í loðnum kroppnum. Minnislaus hausinn myndar massífa kúlu á toppnum.“ Mér varð hugsað til karlsins – hvernig hann myndi taka þessu. Svo mætti ég honum þar sem hann stikaði niður Frakkastíginn, bar höfuðið hátt en hallaði þó ei- lítið til vinstri upp að húsi Krist- jáns vagnasmiðs. Það lá vel á hon- um: Bauð upp á kaffi kerling mín ég kvað fyrir hana stökur; þá reiddi hún fram randalín og rjómapönnukökur. Svo brosti hann og sagði: Allt var nú með öðrum brag og ekki neitt sem pressar; við sækjum kirkju á sunnudag, séra Hjálmar messar. Og hvarf fyrir hornið, þar sem kjötbúð Sláturfélags Suðurlands var í gamla daga. Davíð Hjálmar Haraldsson sagðist á Leirnum hafa séð ágætt auglýsingarmyndband FÍB um hjólreiðar í umferðinni. Kengboginn og kuldablár kom hann eftir strætinu. Skítablett og hreðjahár hreinsa þarf af sætinu. Bætti svo við neðanmáls eins og til skýringar: „Nakinn hjólreiða- maður vekur athygli.“ Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Af kerlingu og heiladinglinum Í klípu „ÞETTA ER EKKI SANNGJARNT. ÉG ER FRÆGUR. HELMINGURINN AF ÞVÍ SEM SKRIFAÐ ER UM MIG ER EKKI EINU SINNI SATT.“ eftir Mike Baldwin eftir Jim Unger „ÞÚ ERT AÐ HORFA Á HANA Á HVOLFI!“ Hermann Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ... fara saman í stífan göngutúr til þess að halda sér í formi. STUNDUM RÆTAST DRAUMAR DREYMIR ÞIG UM AÐ RÁFA STEFNULAUST Í GEGNUM TILGANGSLAUSA TILVERU? ÞÚ SAGÐIR AÐ EF VIÐ MYNDUM BERJAST HART OG VINNA ORRUSTUNA, ÞÁ YRÐI SVOLÍTIÐ AUKALEGA Í LAUNAUMSLAGINU OKKAR!! HVAÐ ER MÁLIÐ... FINNST YKKUR SMÁKÖKUR EKKI GÓÐAR?
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.