Morgunblaðið - 02.07.2015, Síða 76
VIÐTAL
Davíð Már Stefánsson
davidmar@mbl.is
„Stærsta breytingin frá því í fyrra,
fyrir utan listamennina sem koma
fram, er eflaust sú að í ár verður ekk-
ert plötusnúðatjald á svæðinu. Við
munum þess í
stað gera meira
úr sviðinu í The
Officers Club,“
segir Barry Hog-
an, stofnandi
tónlistarhátíðar-
innar All Tomor-
row’s Parties
sem hefst á
Ásbrú í Keflavík í
kvöld og stendur
um helgina. Þetta
er í þriðja skiptið sem hátíðin er hald-
in hér á landi og meðal þeirra sem
koma fram eru Iggy Pop, Public
Enemy, Belle & Sebastian og God-
speed you! Black Emperor.
Erfitt að fá fólk til Keflavíkur
Tónlistarhátíðin var upphaflega
sett á laggirnar í London á Englandi
og hefur síðan þá fært út kvíarnar og
hafa viðburðir á vegum hennar verið
settir upp víðsvegar um heiminn síð-
astliðinn áratug, oft í tengslum við
aðrar tónlistarhátíðir. Til að byrja
með var hugmyndin að hátíðinni sú
að hvert ár fengi ein hljómsveit það
hlutverk að stýra hátíðinni, þ.e.a.s.
ákveða hvaða sveitir kæmu fram.
Hogan segist hafa fengið hugmynd-
ina að ATP þegar meðlimir Belle &
Sebastian stýrðu hátíðinni Bowlie
Weekender árið 1999 og segir hann
að hátíðin væri ekki til ef ekki væri
fyrir skosku sveitina. Eitt af meg-
inmarkmiðum hátíðarinnar var að
halda nánd á milli þeirra listamanna
sem komu fram og þeirra gesta sem
lögðu leið sína á tónleikana og hefur
það nokkurn veginn haldist að mati
Hogans, þrátt fyrir að hátíðin hafi
hýst mörg af stærstu nöfnun indí-
rokksenu síðustu tveggja áratuga.
„Hátíðargestir voru þrjú þúsund
árið 2001. Ég held að þessi nánd hald-
ist ef áhorfendafjöldinn er einhvers
staðar á bilinu þrjú til fimm þúsund
manns, þá sérstaklega ef þú ert með
fleiri en eitt svið í gangi á sömu hátíð-
inni. Andinn breytist um leið og
gestafjöldinn verður meiri, þá verður
stemningin líkari því sem finna má á
útihátíðartónleikum. Við höfum núna
selt helmingi fleiri miða utan Íslands
en við gerðum í fyrra. Ég veit ekki
hversu marga miða við verðum búin
að selja að lokum en ég held að það sé
óhætt að segja að Íslendingar vilji
bíða þar til á síðustu stundu með að
kaupa sér miða á svona viðburði. Sal-
an lítur engu að síður vel út og við er-
um að vona að fjögur til fimm þúsund
manns mæti á svæðið,“ segir Hogan
og grínast með það að erfitt sé að fá
Reykvíkinga til Keflavíkur.
Mogwai stýrir kvikmyndunum
„Á árunum 2009 og 2010 vorum við
að selja tíu til fimmtán þúsund miða á
ýmsa viðburði. Markaðurinn hefur þó
breyst síðan þá og við erum að fara
aftur í þessa nánu stemningu sem við
lögðum upp með. Einhverjir gætu
séð það sem skref aftur á bak en ég
tel það meira spennandi. Það þýðir að
maður getur aftur farið að vinna með
ótrúlegum grasrótarlistamönnum
auk þess sem það verða alltaf einhver
mjög stór nöfn á svæðinu,“ segir
Hogan. Hann segir ástæðuna fyrir
því að skipuleggjendur ATP ákváðu
að setja hátíðina upp á Íslandi marg-
þætta, en íslensk menning hafi spilað
þar stóra rullu.
„Tómas Young hafði samband við
okkur og spurði hvort við vildum
færa ATP til Íslands. Hann sagði
Ásbrú kjörinn vettvang fyrir hátíð-
ina. Ég hef alltaf verið hrifinn af ís-
lenskri tónlist og mig hafði alltaf
langað til að koma til landsins. Það
eru heldur ekkert rosalega margar
tónlistarhátíðir á Íslandi fyrir alþjóð-
lega listamenn og því var þetta
spennandi kostur. Það hafa allir verið
mjög hjálpsamir og við vonumst til
þess að geta byggt ofan á hátíðina til
framtíðar og komið til Íslands ár eftir
ár,“ segir hann og bætir við að mikið
verði lagt í hljóðið um helgina auk
þess sem ýmsar krásir verði í boði á Kraftmikill Bandaríski reynsluboltinn Iggy Pop er eitt stærsta nafnið á hátíðinni í ár. Hann kemur fram í kvöld.
Nennir ekki neinu Drake
Tónlistarhátíðin All Tomorrow’s
Parties fer fram í þriðja skiptið á
Ásbrú í Keflavík um helgina
Stofnandi hátíðarinnar vonast til
þess að hún sé komin til að vera
Barry
Hogan
76
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2. JÚLÍ 2015
ATP á Íslandi 2015
Iggy Pop
Þrátt fyrir að Iggy Pop sé orðinn 68 ára virðist hann vera í
fullu fjöri. Ef marka má myndbandsklippur frá nýlegum tón-
leikum hans virðist líkaminn enn standa undir þeirri kröft-
ugu sviðsframkomu sem kappinn er svo þekktur fyrir.
Hljómsveitin sem hann gerði garðinn frægan með í fyrstu,
The Stooges, verður ekki með honum í för að þessu sinni en
þess má geta að hún hlaut inngöngu í Frægðarhöll rokksins í
Bandaríkjunum árið 2010. Þá setti tímaritið Rolling Stone
hljómsveitina í 78. sætið yfir bestu sveitir allra tíma í nýlegri
úttekt sinni.
Gaman væri ef kappinn tæki slagara á borð við „The Passen-
ger“ og „I Wanna Be Your Dog“ á ATP í kvöld.
Belle & Sebastian
Skoska sveitin Belle & Sebastian er meðal áhrifamestu ind-
ípoppsveita síðustu tveggja áratuga og hafa þær níu plötur
sem hún hefur gefið út unnið til fjölda verðlauna. Plötur á
borð við Tigermilk, If You’re Feeling Sinister og The Boy
with the Arab Strap hafa lifað góðu lífi þrátt fyrir að þær hafi
ef til vill ekki skilað sköpurum sínum gríðarmiklum tekjum.
Belle & Sebastian gaf snemma á þessu ári út plötuna Girls in
Peacetime Want to Dance. Á plötunni má meðal annars finna
lagið „The Party Line“ sem hefur fengið nokkra spilun á net-
veitum sem og útvarpsstöðvum. Ljóst er að nýja platan er
heldur dansvænni en þær eldri og því áhugavert að sjá hvern-
ig stemningin verður í Ásbrú þegar sveitin stígur á svið.
Public Enemy
Bandarísku rappararnir Chuck D og Flavor Flav nutu hvað
mestrar hylli á síðustu tveimur áratugum síðustu aldar en
hafa engu að síður haldið orðsporinu nokkuð vel. Þessir lit-
ríku menn eru þekktir fyrir einkar skemmtilega nærveru, þá
sérstaklega Flavor Flav sem ávallt ber stóra klukku um háls-
inn, og þrátt fyrir að þeir séu orðnir fimmtugir er ekki von á
öðru um helgina. Árið 2013 varð sveitin fjórða hiphop-sveitin
til þess að fá inngöngu í fyrrnefnda Frægðarhöll rokksins en
Grandmaster Flash and the Furious Five, Run D.M.C. og The
Beastie Boys voru á undan. Það er því nokkuð ljóst að hér er
ein áhrifamesta hiphop-sveit allra tíma á ferðinni og lög á
borð við „Fight the Power“ orðin nær ódauðleg.
Brot af því besta á ATP