Morgunblaðið - 02.07.2015, Page 86

Morgunblaðið - 02.07.2015, Page 86
»Ekki svo að skiljaað gaurum eins og Johann Sebastian Bach, 330 ára, Wolfgang Ama- deus Mozart, 259 ára, og Ludwig van Beethoven, 245 ára, þyki það merkilegt. AFP AC/DC Hinir síungu Brian Johnson og Angus Young á tónleikum á dögunum. AF ALDRI Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is Þegar ég var að vaxa úrgrasi á níunda áratugnumfannst mér The Rolling Stones afskaplega gömul hljóm- sveit. Þeir ágætu menn voru þá um fertugt. Mér þótti raunar með ólíkindum að sveitin væri enn að störfum en ekki lögst í kör. Bítl- arnir heyrðu til fjarlægri fortíð. Ég man líka hvað það var mikið áfall þegar Bruce Dick- inson varð þrítugur. Þá hugsaði maður með sér: Jæja, þá fer þetta að verða búið hjá Iron Maiden. Menn spila ekki þungarokk lengi fram yfir þrítugt. Raunar hökti eitt og eitt „gamalmenni“ um stærstu svið heimsins á þeim tíma, Ozzy Osbourne, Ronnie James Dio og David Coverdale sem af einhverjum ástæðum átti bullandi séns í Tawny Kitaen, eina heitustu píuna á þessum tíma. Orðinn 36 ára, karlinn. Þetta skildi ekki nokkur maður. Allt er þetta fólk í fullu fjöri – þrjátíu árum síðar. Dio er að vísu fallinn frá og synd væri að segja að lífið hafi farið mjúkum höndum um aumingja Tawny Kitaen. En það er önnur saga. The Rolling Stones og Iron Mai- den fylla enn íþróttaleikvanga um allan heim og á dögunum hitti ég mann sem var að koma alsæll heim af AC/DC-tónleikum. Þar sem fáránlegur fjöldi manna var samankominn. Þeir knáu piltar þurfa ekki að troða oft upp til að hafa upp í íslensku fjárlögin. Bri- an Johnson er 67 ára og Angus Young nýorðinn sextugur. Enn í skólabúningnum. Sá líka fyrir skemmstu undir iljarnar á öðrum manni sem var á leiðinni á tónleika með hinum 73 ára gamla Paul McCartney – í loftköstum.    Fór að velta þessu öllu fyrirmér meðan ég sat yfir upp- tökum frá Glastonbury-hátíðinni í Ríkissjónvarpinu um daginn. Að- alnúmerið þar í fyrra var Metal- lica, rúmlega fimmtugir menn, en einnig komu við sögu The Sma- shing Pumpkins, tæplega fimm- tugir menn, og goðsagnir á borð við Dolly Parton, 69 ára, og Deb- bie Harry, sem varð sjötug í gær. Ekki var að sjá að þessar gyðjur hefðu neinu gleymt. Nema þá helst því að eldast. Svo er það Tom Jones, sem heillaði mörlensk sprund upp úr skónum fyrr í sumar, 75 ára. Svona mætti lengi telja. Löngu er búið að afsanna það að rokkendur þessa heims þurfi að finna sér annað að gera um þrítugt eða í allra síðasta lagi um fertugt. Hægt er að gera úr þessu ævistarf, svo sem The Rolling Sto- nes, AC/DC, U2 og fjölmörg fleiri bönd hafa sannað. Og ekkert fær þau stöðvað, ekki elliglöp, ekki eiturlyfjafíkn, ekki dauði. Ekkert. Hver hefði spáð því fyrir þremur til fjórum áratugum að Keith Richards yrði sjötugur?    Ekki svo að skilja að gaurumeins og Johann Sebastian Bach, 330 ára, Wolfgang Ama- deus Mozart, 259 ára, og Ludwig van Beethoven, 245 ára, þyki það merkilegt. Til að setja málið í stærra samhengi. Þeirra tónverk lifa enn góðu lífi í tónleikasölum heimsins – að vísu í flutningi ann- arra. Dæmin sanna að dauðinn ger- ir vinsældum rokkenda heldur ekkert ógagn. Varla líður sú vika að maður heyri ekki í John Lenn- on, Freddie Mercury eða jafnvel Janis Joplin. Einhvers staðar. Ætli þetta fólk komi til með að eiga upp á pallborðið eftir tvö til þrjú hundruð ár? Ætli The Rolling Stones muni þá þykja gömul hljómsveit? Um langan aldur AFP Gamlir? The Rolling Stones á útopnu á tónleikum fyrr í sumar. Hljómsveitin fyllir enn íþróttaleikvanga. AFP Sjarmör Ætli David Coverdale sé búinn að gleyma Tawny Kitaen? Reuters Sjötug Debbie Harry er sjötug en lætur engan bilbug á sér finna. 86 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2. JÚLÍ 2015 Gylfaflöt 7 112 Reykjavík 587 8700 krumma.is FRÁ 106.800kr FRÁ 122.900kr 58.900kr KÍKTU Á VEFVERSLUN KRUMMA.IS

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.