Morgunblaðið - 02.07.2015, Page 89
MENNING 89
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2. JÚLÍ 2015
ÍSLENSKT TAL
ARNOLD
SCHWARZENEGGER
EMILIA
CLARKE
Sími: 553-2075
www.laugarasbio.is
SÝNINGARTÍMA MÁ NÁLGAST Á
LAUGARASBIO.IS, MIDI.IS
EINNIG Á SÍÐUNNI HÉR TIL VINSTRI
- bara lúxus
POWERSÝNING
KL. 10:30
Hljómsveitin Samúel Jón Samúels-
son Big Band (SJSBB) heldur tón-
leika í Gamla bíói í kvöld kl. 21.
SJSBB leikur frumlega frumsamda
fönktónlist sem er undir áhrifum
frá nígerísku afróbíti, eþíópískum
djassi, brasilískum sambatöktum,
bandarísku fönki og stórsveitar-
djassi í bland við íslenska eyjar-
skeggjaþrjósku sem hefur vakið at-
hygli víða um heim, eins og segir í
tilkynningu. Hljómsveitin hefur
gefið út fjórar hljómplötur og var
sú síðasta, 4 hliðar, valin ein af
bestu plötum ársins af Árna Matt-
híassyni, blaðamanni á Morg-
unblaðinu, árið 2012 og hlaut fjórar
tilnefningar til Íslensku tónlist-
arverðlaunanna. Plötur SJSBB
hafa verið gefnar út í Evrópu og
Japan og hefur sveitin frá árinu
2008 farið árlega í tónleikaferðir til
Evrópu og leikið á fjölda tónlist-
arhátíða og á virtum djassklúbbum.
SJSBB er tónlistarhópur Reykja-
víkurborgar 2015.
SJSBB leikur í Gamla bíói í kvöld
SJSBB Hljómsveitin er skipuð litríkum hópi tónlistarmanna.
Kanadíski tónlistarmaðurinn Mark
Andrew Hamilton, sem kallar sig
Woodpigeon, heldur tónleika í
Mengi í kvöld kl. 21. Þar mun hann
flytja efni sem hann er nýbúinn að
taka upp með framleiðanda sínum
og samstarfsaðila Sandro Perri.
Hamilton sérhæfir sig í órafmögn-
uðum lykkjum og að sjá um eigin
raddanir, eins og það er orðað í til-
kynningu. „Woodpigeon ein-
staklingsverkefnið hófst á Iceland
Airwaves hátíðinni en Mark er
einnig stoltur og kátur meðlimur í
EMBASSYLIGHTS með Benna
Hemm Hemm sem þreyttu frum-
raun sína á Airwaves 2014,“ segir í
tilkynningunni.
Woodpigeon heldur tónleika í Mengi
Woodpigeon Mark Andrew Hamilton.
Hljómsveitin Trúboðarnir fagnaði fyrstu hljómplötu sinni,
Óskalög sjúklinga, með tónleikum á Gauknum í júní og
heldur áfram rokktrúboði sínu í kvöld kl. 23 með tónleikum
á Bar 11. Lögin tíu af plötunni nýju verða leikin af krafti og
trúfestu. „Trúbræðurnir sem stunda sitt rokktrúboð af
sömu ákefð og trúboðar í hefðbundnum skilningi eru fjórir
og má kannski segja að hafi iðkað sína rokktrú á ólíkum
stöðum í gegnum tíðina, sumir meira á sviðinu en hinir úti í
salnum, sumir meira í pönki og aðrir í poppi, en þurftu allir
á endanum að svala rokkþránni,“ segir um Trúboðana í til-
kynningu, en þeir eru Karl Örvarsson, Heiðar Ingi, Guð-
mundur Jónsson og Magnús Rúnar. Allir hafa þeir verið í fjölda hljómsveita
og gerði Karl m.a. garðinn frægan með Stuðkompaníinu á sínum tíma.
Karl Örvarsson
Rokktrúboðið heldur áfram á Bar 11
Gautaborg, á Momentum, sjötta
norræna tvíæringnum í samtíma-
list í Moss í Noregi.
Árið 1995 hlaut Harpa hin virtu
teikniverðlaun Unga tecknare frá
þjóðlistasafni Svíþjóðar, þær
teikningar eru nú í eigu Moderna
Museet í Stokkhólmi. Árið 2011
gaf bókaútgáfan Crymogea út safn
texta og vatnslitaverka eftir
Hörpu undir heitinu Júní/June. Á
sýningunni Sjónarhorn í Safnahús-
inu við Hverfisgötu má sjá verkið
„Að teikna Jökulinn“ og verður
það hluti af sýningunni næstu
fimm árin.
Sýningin Hreintjarnir stendur
til 22. ágúst.
Litríkt Hér má sjá hluta af einu málverka Hörpu á sýningunni Hreintjörnum
sem opnuð verður í dag í Hverfisgalleríi og stendur til 22. ágúst.
Davíð Már Stefánsson
davidmar@mbl.is
„Þetta er stórt og mikið orgel og
stórt og mikið hús. Ég mun reyna að
nýta mér það,“ segir orgelleikarinn
Jónas Þórir, sem
efnir til tónleika í
Hallgrímskirkju í
hádeginu í dag,
kl. 12, og mun
leika kvikmynda-
tónlist eftir John
Williams og En-
nio Morricone á
hið volduga Kla-
is-orgel.
Ekkert stoppað á milli stefja
Jónas Þórir ætlar að spinna þráð
úr frægum stefjum, m.a. úr Star
Wars, Harry Potter, Schindler’s
List, Jurassic Park, Indiana Jones,
The Good, the Bad and the Ugly og
Once Upon a Time in the West.
„Ég mun ekki spila stykkin í heild
heldur er ég að leika mér með ákveð-
in stef. Verkið verður því eflaust svo-
lítið ólíkt frummyndunum. Ég mun
spila stefin öll saman í einni runu,
það verður ekkert stoppað. Þetta er í
raun ákveðinn fantasíuspuni í kring-
um þessi stef,“ segir hann og bætir
við að hefðin á bak við kvikmynda-
tónlistina sé skemmtileg.
„Í eldgamladaga voru kvikmynd-
irnar náttúrlega þöglar, þá var spiluð
tónlist undir. Það var þá yfirleitt
annaðhvort píanó eða fiðla. Á nokkr-
um stöðum í Ameríku voru þó einnig
notuð stór og mikil orgel. Síðan koma
auðvitað talmyndirnar og þá er farið
að nota músíkina til að skapa ákveðið
andrúmsloft í bland við talið. Ég er
eins og flestir Íslendingar að því leyti
að ég hef mjög gaman af flottum bíó-
myndum. Ég á líka sjálfur sex börn
þannig að ég hef alist upp við að
horfa með þeim á Star Wars, Harry
Potter og þar fram eftir götunum.
Williams og Morricone bera höfuð og
herðar yfir aðra þegar kemur að
kvikmyndatónlist,“ segir hann.
Williams og Morricone einstakir
„Williams er meðal annars þekktur
fyrir að hafa stjórnað Boston-
sinfóníunni og er hann nokkuð klass-
ískur að því leyti. Hann setur, að
mínu mati, kvikmyndatónlist í svolít-
ið æðri hæðir. Það er til að mynda
varla hægt að hugsa sér að horfa á
Star Wars án tónlistarinnar. Hann
nær að skapa einstaka stemningu,“
kveður Jónas Þórir, en auk Star
Wars hefur Williams samið tónlist
fyrir kvikmyndir á borð við Jurassic
Park, Indiana Jones, Jaws og E.T.
the Extra-Terrestrial.
„Síðan er það Ítalinn Ennio
Morricone. Hann varð þekktur fyrir
að semja tónlist fyrir svokallaða
spagettívestra, til að mynda kvik-
myndina The Good, the Bad and the
Ugly og Once Upon a Time in the
West. Hann gerði það alveg ofboðs-
lega vel og samdi mögnuð stef. Willi-
ams og Morricone eru þó mjög ólík-
ir. Williams vinnur meira með
klassískt form á meðan Morricone er
þjóðlegri og notar svolítið öðruvísi
hljóðfæri. Í kringum 1970 fer hann
til að mynda að nota hljóðgervla,
sem ýmsir aðrir fara síðan að nýta
sér í framhaldinu,“ segir Jónas, sem
starfar sem organisti við Bústaða-
kirkju. Hann segir reynsluna þaðan
nýtast vel í verkið í Hallgrímskirkju.
„Maður er beðinn um ótrúlegustu
lög í útförum og brúðkaupum. Ég er
til að mynda oft beðinn um að spila
Súperman-stefið sem útspil í brúð-
kaupum, ég hef einnig spilað stefið
úr Indiana Jones við sama tilefni. Þá
hef ég líka leikið tóna úr Schindler’s
List í kirkjunni,“ segir Jónas. Þess
skal getið að verkið í dag er hálftími
að lengd og hluti af Alþjóðlega orgel-
sumrinu.
Fantasíuspuni á hið
volduga Klais-orgel
Spagettívestri Stilla úr kvikmyndinni The Good, the Bad and the Ugly eftir leikstjórann Sergio Leone. Ennio
Morricone samdi tónlist við myndina og mun Jónas Þórir m.a. leika stef úr henni á orgel Hallgrímskirkju.
Jónas Þórir leikur kvikmyndatónlist í Hallgrímskirkju
Jónas Þórir