Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.2008, Page 70
Sorg Maríu við krossinn varð einnig uppspretta áhrifamikils kveðskapar.
Þar er María mater dolorosa, ástrík en sorgmædd móðir sem grætur son
sinn. Hún verður þátttakandi í þjáningu hans og þessi innilegu kvæði
draga fram hið mennska í guðdómnum þar sem tárum móðurinnar er líkt
við blóð sonarins. Það væri hægt að draga fram mörg falleg erindi úr Lilju
eða íslenskum Maríukvæðum til þess að enda þetta spjall. Það ætla ég þó
ekki að gera. I staðinn ætla ég að Ijúka máli mínu á gömlu Maríuversi sem
býr yfir einföldum og einlægum þokka þjóðvísunnar:
María gekk til kirkju,
mætti helgum krossi,
hafði lykil á linda,
lauk upp himnaríki.
Þar sungu báðir á bækur,
Guð Drottinn og Pétur:
Við skulum fara að sumri
að sækja oss helga dóma.
Guð láti sólina skína
yfir fagra fjallinu því,
sem hún María mjólkaði á kúna sína."
Helstu heimildir:
Biskupasögur I - II. [Utg. Guðbrandur Vigfússon og Jóns Sigurðsson.] Kaupmannahöfn
1858 - 1878.
Einar Sigurbjörnsson. „ Má hún vel kallast makleg þess ...“ Um Maríu Guðs Móður“.
Tímarit Háskóla íslands 5 (1990), 105 - 115.
Graef, Hilda. Mary: A History of Doctrine and Devotion. London 1963 — 1965.
íslenzk miðaldakvœði. Utg. Jón Helgason. Kaupmannahöfn 1936 - 1938.
Lilja. Krists konungs drápa tírœð. Reykjavík 1992.
Maríu saga: legender om jomfru Maria og hendes jertegn. Utg. C:R. Unger. Christiania
(Oslo) 1871.
Maríukver. Sögur ogkv&ði af heilagri guðsmóður fráfyrri tíð. Utg. Asdís Egilsdóttir, Gunnar
Harðarson, Svanhildur Óskarsdóttir. Reykjavík 1996.
Petroff, Elizabeth. Medieval Women’s Visionary Literature. London 1986.
Schottmann, Hans. Die islátidische Mariendicbtung. Munchen 1973.
Warner, Marina. Alone of All Her Sex. The Myth and the Cult of the Virgin Mary. London
1976.
11 Maríukver, 142— 143.
68