Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.2008, Page 77

Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.2008, Page 77
er harmsálmarnir víkja í síðari hluta sálmasafnsins fyrir lofgjörðarsálmum. Lofgjörð safnaðarins leysir harmsálma einstaklings af hólmi. Hér verða hinar mikilvægu kenningar Wilsons ekki raktar frekar en í kjölfar bókar hans fylgdi stríður straumur af ritverkum sem má örugglega að einhverju leyti rekja til áhrifa doktorsritgerðar hans. Meðal fjölmargra verka má nefna ítarlegt rit eftir David C. Mitchell The Message ofthe Psalter. An Eschatological Programme in the Book of Psalms}* 1 Mitchell gagnrýnir meginkenningu Wilsons en hefur líka margt mjög lofsamlegt að segja um verk hans. Mitchell heldur því fram að Saltarann beri að túlka eskatólógískt og hugmyndin um viðhald konungdæmis í anda Davíðs sé fjarri því afskrifuð eða gefin upp á bátinn innan sálmasafnsins, eins og Wilson hafði haldið fram. Þvert á móti leggi það grunninn að hinni eskatólógísku von sem finna megi víðs vegar í sálmasafninu. Mitchell heldur því fram að megintilgang Saltarans megi sjá í hinu eskatólógíska þema þess, eins og titill bókar hans raunar ber með sér. Kennsluhlutverk sálmanna Bandaríkjamaðurinn J. C. McCann18 hefur orðað þá kenningu að Saltaranum hafi verið ritstýrt á þann veg að hann hefði kennsluhlutverki að gegna, hann hafi orðið leiðsögn Guðs (torah) fyrir réttlátt líf. Eins og ýmsir aðrir fræðimenn heldur McCann því fram að S1 1 hafi gagngert verið staðsettur fremstur í sálmasafninu til að veita leiðsögn inn í sálmabókina alla.19 Þar er lesandanum kennt að líta á allt það sem eftir fer sem leiðsögn. Kennsluhlutverk torah er útfært nánar í sálmum 19 og 119. McCann bendir einnig á að orðalag S1 1 og 2 beri með sér að tengsl séu hugsuð milli sálmanna og er vitaskuld ekki fyrstur til að benda á 17 Mitchell, D. C. 1997: The Message of the Psalms. Hann ræðir kenningar Wilsons einkum á s. 78-82. 18 McCann, J.C., 1993: Theological Introduction to the Book ofPsalms. Nashville: Abingdon Press., s. 213-214. 19 LeFebvre, Michael 2005: Torah-Meditation and the Psalms: The Invitation of Psalm 1, segir réttilega að 1. sálmur hafi verið hálfgert vandræðaharn innan hinnar formsögulegu rannsóknarhefðar sálmanna. En eftir að áherslan hafi færst yfir á að skoða samhengið í sálmasafninu þá hafi sálmur 1 risið til vegs og virðingar og almennt sé nú undirstrikað mikilvægi inngangshlutverks hans í Saltaranum. Vandræðabarnið hafi öðlast leiðtogahlutverk. Hvergi annars staðar í Saltaranum hafi áherslubreytingin í rannsóknaraðferðum haft: eins gagnger áhrif og raun sé á með S1 1. 75
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164

x

Ritröð Guðfræðistofnunar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ritröð Guðfræðistofnunar
https://timarit.is/publication/1152

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.