Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.2008, Page 77
er harmsálmarnir víkja í síðari hluta sálmasafnsins fyrir lofgjörðarsálmum.
Lofgjörð safnaðarins leysir harmsálma einstaklings af hólmi.
Hér verða hinar mikilvægu kenningar Wilsons ekki raktar frekar en í
kjölfar bókar hans fylgdi stríður straumur af ritverkum sem má örugglega
að einhverju leyti rekja til áhrifa doktorsritgerðar hans. Meðal fjölmargra
verka má nefna ítarlegt rit eftir David C. Mitchell The Message ofthe Psalter.
An Eschatological Programme in the Book of Psalms}* 1 Mitchell gagnrýnir
meginkenningu Wilsons en hefur líka margt mjög lofsamlegt að segja um
verk hans. Mitchell heldur því fram að Saltarann beri að túlka eskatólógískt
og hugmyndin um viðhald konungdæmis í anda Davíðs sé fjarri því afskrifuð
eða gefin upp á bátinn innan sálmasafnsins, eins og Wilson hafði haldið
fram. Þvert á móti leggi það grunninn að hinni eskatólógísku von sem finna
megi víðs vegar í sálmasafninu. Mitchell heldur því fram að megintilgang
Saltarans megi sjá í hinu eskatólógíska þema þess, eins og titill bókar hans
raunar ber með sér.
Kennsluhlutverk sálmanna
Bandaríkjamaðurinn J. C. McCann18 hefur orðað þá kenningu að
Saltaranum hafi verið ritstýrt á þann veg að hann hefði kennsluhlutverki
að gegna, hann hafi orðið leiðsögn Guðs (torah) fyrir réttlátt líf. Eins og
ýmsir aðrir fræðimenn heldur McCann því fram að S1 1 hafi gagngert verið
staðsettur fremstur í sálmasafninu til að veita leiðsögn inn í sálmabókina
alla.19 Þar er lesandanum kennt að líta á allt það sem eftir fer sem leiðsögn.
Kennsluhlutverk torah er útfært nánar í sálmum 19 og 119.
McCann bendir einnig á að orðalag S1 1 og 2 beri með sér að tengsl
séu hugsuð milli sálmanna og er vitaskuld ekki fyrstur til að benda á
17 Mitchell, D. C. 1997: The Message of the Psalms. Hann ræðir kenningar Wilsons einkum á s.
78-82.
18 McCann, J.C., 1993: Theological Introduction to the Book ofPsalms. Nashville: Abingdon Press.,
s. 213-214.
19 LeFebvre, Michael 2005: Torah-Meditation and the Psalms: The Invitation of Psalm 1, segir
réttilega að 1. sálmur hafi verið hálfgert vandræðaharn innan hinnar formsögulegu rannsóknarhefðar
sálmanna. En eftir að áherslan hafi færst yfir á að skoða samhengið í sálmasafninu þá hafi sálmur
1 risið til vegs og virðingar og almennt sé nú undirstrikað mikilvægi inngangshlutverks hans í
Saltaranum. Vandræðabarnið hafi öðlast leiðtogahlutverk. Hvergi annars staðar í Saltaranum hafi
áherslubreytingin í rannsóknaraðferðum haft: eins gagnger áhrif og raun sé á með S1 1.
75