Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.2008, Síða 81
fræðilega skoðað, mikilvægasti sálmur Saltarans. Hann er fyrsti sálmurinn
í 3. bók sálmasafnsins. I tengslum við þá staðreynd er mikilvægt að hafa
í huga að flestir harmsálmar Saltarans eru í 1. og 2. bók sálmasafnsins.23
McCann hefur trúlega komist nærri hinu rétta er hann segir að S1 73 dragi
saman lærdóminn af S1 1-72 á þá leið að blessunin sé fólgin í sannfæringu
um nálægð Guðs í miðri þjáningunni fremur en um efnislega velgegni.24
Brueggemann telur S1 73 vera mikilvægt mótvægi við hinni „saklausu“
trú sem birtist í S1 1. I kjölfar 1. sálmsins komu margir sálmar sem sýndu
að lífið var ekki eins auðvelt og 1. sálmur virtist vera láta. Hinn raunverulegi
heimur hefur að geyma þjáningu og þá staðreynd endurspegla margir þess-
ara sálma og eru enda harmsálmar. f S1 73 glímir höfundur sálmsins við
spurningu Jobsbókar, þ.e. um þjáningu hins réttláta manns. Orðalag hans
tengir við 1. sálm en kafar mun dýpra.
Upphafsljóðlínur 73. sálms, v. 1-5) eru þannig:
Vissulega er Guð góður við Israel,
við þá sem hjartahreinir eru.
En við lá að mér skrikaði fótur,
litlu munaði að ég hrasaði
þar sem ég öfundaði oflátungana
þegar ég sá velgegni hinna guðlausu.
Þeir líða engar kvalir,
eru líkamlega hraustir og vel á sig komnir,
þeir hafa ekki áhyggjur eins og annað fólk,
verða ekki fyrir áfóllum eins og aðrir menn.
Brueggemann telur að hin raunverulegu þáttaskil í sálmasafninu fylgi S1 73
sem fjalli um þjáninguna og boði jafnframt von. Niðurlag sálmsins leggur
áherslu á þýðingu þess að vera hjá Drottni, að eiga þar athvarf, jafnt í
meðbyr sem mótbyr og þjáningu:
23 Á þetta atriði bendir t.d. E. Lucas í umfjöllun sinni um sálminn. Sjá E. Lucas, Exploritig the Old
Testament, 2003, s. 46.
24 McCann, Theological Introduction, s. 143. Sjá einnig G. W. Grogan 2008: Psalms, s. 133.