Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.2008, Side 83
komi í stað rannsóknar eða lesturs í anda gagnrýninnar sagnfræðilegrar eða
trúarbragðasögulegrar rannsóknar.
Áherslan í lokagerð sálmanna hvílir á konungdæmi Jahve og veldi hans.
Konungdæmi manna (Davíðsættar eða annarra) stenst aldrei samjöfnuð við
konungdæmi Guðs, sem mætir synd manneskjunnar og veikleika með dómi
sínum, fyrirgefningu og réttlæti. Niðurröðun sálmanna virðist beinlínis
boða að konungdæmi Jahve hafi leyst konungdæmi Davíðsættar af hólmi.
Mikill fjöldi harmsálma í fyrrihluta sálmasafnsins, sem síðan víkja smám
saman fyrir þakkarljóðum og lofsöngvum í síðari hlutanum, minnir okkur
á að við lifum í heimi erfiðleika og þjáninga en harmurinn er ekki lokasvar
Guðs. Þá koma lofsöngvar safnaðar í stað harmsálma einstaklings í síðari
hluta sálmasafnsins sem bendir á mikilvægi samfélagsins í trúarlífinu.
Tehillim, lofsöngvar, er því réttnefni á sálmasafninu þrátt fyrir að
harmsálmarnir séu fleiri en lofsöngvarnir.
Heimildaskrá
Briggs, C. A. 1906: A CriticalandExegetical Commentary on the Book ofPsalms. Edinburgh:
T. & T. Clark.
Brueggemann, Walter 1995: The Psalms and the Life of Faith. Minneapolis: Fortress
Press.
Cheyne, T. K. 1891: The Origin and Religious Contents of the Psalter in the Light of Old
Testament Criticism and the History of Religions. New York: Whittaker.
Childs, Brevard S., 1979: Introduction to the Old Testament as Scripture. London: SCM
Press.
Day, J., 1996: Psalms. (Old Testament Guides). Sheffield: Sheffield Academic Press.
Delitzsch, Franz 1881: Biblical Commentary on the Psalms. 3 volums. Þýtt af Francis
Bolton. Grand Rapids, Michigan: Eerdmans.
Duhm, B. 1899\ Die Psalmen.
LeFebvre, Michael 2005: Torah-Meditation and the Psalms: The Invitation of Psalm
1.1:: Interpreting the Psalms. Issues and approaches. Edited by Philip S. Johnston and
David G. Firth. Leicester: Apollos, s. 213-225.
Gillingham, Susan 2008: Psalms Through the Centuries: Volume One. Blackwell Bible
Commentaries. Oxford: Blackwell Publishing.
Grogan, Geoffrey W., 2008: Psalms. The Two Horizons Old Testament Commentary. Grand
Rapids, Michigan / Cambridge, U.K.: William B. Eerdmans Company.
Gunnlaugur A. Jónsson 1988: The Image of God. Genesis 1:26-28 in a Century of Old
Testament Research. Almquist & Wiksell International. Stockholm.
Gunnlaugur A. Jónsson 2001: Islands þúsund ár. Sálmur 90 í sögu og samtíð. Ritröð
Guðfrœðistofnunar 15, s. 47-56.
81