Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.2008, Qupperneq 91
Vísanir í eftirlátnum ljóðum
Eins og Páll Valsson hefur manna best sýnt fram á skipa vísanir af ýmsu
tagi veigamikinn sess í kveðskap Snorra Hjartarsonar og sver hann sig
að því leyti í ætt við ýmis önnur 20. aldar skáld sem beittu svipuðum
aðferðum í ljóðagerð sinni undir merkjum módernismans sé það hugtak
notað um tilurð nútímaijóðsins hér á landi fyrir og um miðbik aldarinnar
sem leið.21 Þá sýnir Páll fram á athyglisverða þróun í kveðskap Snorra bæði
hvað varðar tíðni vísana, uppruna þeirra, eðli og tilgang. Bendir hann á
að vísana gæti lítið í fyrstu ljóðabókinni (Kvœði) og þær séu einvörðungu
íslenskar. Þeim fjölgar hins vegar í annarri og einkum þriðju bókinni (Á
Gnitaheiði og Lauf ogstjörnur, 1966). Jafnframt fjölgar erlendum vísunum.
Til dæmis eru biblíuvísanir mjög algengar einkum í Á Gnitaheiði. Snorri
vísar annars til forns norræns og germansks sagna- og trúarheims en einnig
klassísks, einkum grísks, menningararfs auk hins kristna. Vísanir til kristins
sagnaheims einar og sér eru mjög fjölskrúðugar þar sem þær eru ýmist
sóttar til Biblíunnar, heilagra manna sagna, kristinnar mýtólógíu eða sögu
kristninnar hér á landi og erlendis. Auk þess að vísa í bókmenntir skírskotar
Snorri svo til ýmissa annarra fýrirbæra, meðal annars myndlistar. Hann
hafði enda numið myndlist og hefur verið kallaður „mesti myndlistarmaður
íslenskra ljóðskálda“ þótt þar sé fremur átt við myndauðgi hans og ekki síst
litarorð.22 Má segja að hann hafi lengi ort í lit. I fjórðu og síðust ljóðabók
Snorra (Hauströkkriðyfir mér) dregur úr beitingu vísana. Þá bendir Páll á
að í upphafi og seint á ævinni beiti Snorri helst því sem Páll nefnir „innri“
vísanir sem byggjast á innlifun og koma fram í því að vísunin myndar
uppistöðu eða sjálft efni ljóðsins. Um miðbik skáldferilsins ber hins vegar
mun meira á vísunum sem Páll kallar „útleitnar“ og er beitt til að varpa
ljósi á eitthvert annað efni en felst í vísuninni sjálfri og er hið eiginlega
yrkisefni Ijóðsins.23 Það er því ljóst að á „pólitíska skeiðinu" í lífi sínu seilist
Snorri víða í vísunum sínum og beinir þeim markvisst út á við til að koma
ákveðnum boðskap til skila. í annan tíma beinast vísanirnar fremur inn á
21 Hugtök og heiti 1989: 23, 91, 186-187, 193-194. Páll Valsson 1990: 121-139. íslensk
bókmenntasaga 2006: 11-16, 20-21 (Guðmundur Andri Thorsson, Silja Aðalsteinsdóttir).
22 Páll Valsson 1990: 57.
23 Páll Valsson 1990: 122, 123, 131, 135, 136, 139.
89