Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.2008, Page 99

Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.2008, Page 99
stefnum víðtækari áhrif lengst af skáldævi Snorra Hjartarsonar og það væri rangt að halda því fram að hann hafi ekki orðið fyrir áhrifum úr þeirri átt. En hann greindi sig frá existensíalistunum með jákvæðari lífsafstöðu en var ríkjandi meðal þeirra. Lokaorð Þegar litið er yfir hin eftirlátnu Ijóð Snorra Hjartarsonar með hliðsjón af öllu höfundarverki hans vaknar spurningin hvort honum sé ekki best lýst sem húmanista. I því sambandi skal þó minnt á að eitt af fáum ritum Jean Paul Sartres sem þýtt hefur verið á íslensku ber heiti Tilvistarstefnan er mannhyggja. Hér er því um áherslubreytingu að ræða fremur en að nýtt hugtak sé dregið inn í myndina. Hugtakið húmanismi er hér notað í margræðri merkingu. Hugtakið er oft notað um ákveðna menntastefnu með áherslu á mann- eða hugvísindi. Vísanirnar í Ijóðum Snorra sýna að hann var víðlesinn og hafði djúpan skilning á menningararfi Evrópu allt frá hinum fornnorræna til hins kristna og klassíska. Þetta sýnir að hann bjó yfir breiðri húmanískri menntun sem hann að verulegu leyti tileinkaði sér utan formlegs náms. Má í þeirri merk- ingu ræða um húmanisma í kveðskap hans. Húmanismi hefur þó víðtækari merkingu þar sem hugtakið getur í senn vísað til mannúðar- og manngildishugsjónar. Slík hugsjón er berandi þáttur í öllu höfundarverki Snorra og virðist raunar verða stöðugt sterkari eftir því sem á ævi hans leið. Loks getur húmanismi falist í þeirri afstöðu að gildi, fegurð og mikilleiki mannlegs lífs felist í því sjálfu og að huggunar eða svölunar í hörðum heimi sé helst að leita hið innra með manninum sjálfum. Fyrri niðurstöður undir- ritaðs sem vísað var til hér að framan renna stoðum undir að húmanismi af því tagi hafi verið ríkur þáttur í hugarheimi Snorra og þar með þeim „boð- skap“ sem lesa má út úr ljóðum hans. Hér hefur verið bent á að húmanismi af þessu tagi skíni ekki síst út úr ljóðum Snorra á efri árum og verði svar hans við þeim grundvallarspurningum sem sérhver maður spyr frammi fyrir ófrávíkjanlegri nálægð dauðans. Lengst af skáldævinnar vó húmanisminn þó salt við sterka náttúruhyggju: Maður og náttúra heyrðu að áliti Snorra saman og til náttúrunnar sótti maðurinn hamingju sína. 97
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164

x

Ritröð Guðfræðistofnunar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ritröð Guðfræðistofnunar
https://timarit.is/publication/1152

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.