Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.2008, Síða 106
heimildabanka Vídalíns virðist hann telja, að hann geti sýnt fram á hver sé
kenning postillunnar. Sem sé, Vídalín hafi ekki verið frumlegri höfundur en
svo, að hann hafi lotið fyrirmyndum í nokkurri blindni. í stuttu máli komst
Möller að þeirri niðurstöðu að bók sem Jón Vídalín hafði þýtt áður, enska
ritið On the ivhole Duty of Man, hafi skilað til postillunnar hlýðniáherslu,
siðvendni, löghyggju og vitsmunalegu trúarhugtaki.7 Samfara þessu telur
Möller, að Jón Vídalín sé ekki eiginlega lútherskur guðfræðingur, heldur sé
trúarhugtak hans og predikun fremur kalvínsk.8
Með leit að ritgrunni eða heimildabanka sýnist mér að Möller hafi borið
af leið, túlkunaraðferð hans sé ekki aðeins einföld og grunnfærin heldur
beinlínis röng. Þó hann hafi rannsakað postilluna og verk Jóns Vídalín betur
en flestir aðrir, hefur hann um of einskorðað sig við bækur, sem notaðar
voru, fremur en að gera sér far um að skoða inntaksforsendur í postillunni
sjálfri. Vitaskuld er nauðsynlegt að greina heimildir, sem voru Vídalín til
hjálpar, en þær skýra ekki nema sumt og alls ekki allt.
Til að opna og skýra prédikun Vídalínspostillu og draga fram
einkenni hennar er mikilvægt að gaumgæfa inntak trúarhugmyndanna
sjálfra í postillunni, sérstaklega guðshugmyndirnar. Þegar skoðaðar eru
guðslíkingarnar kemur vel í ljós af hverju Jóni Vídalín er tíðrætt um ákveðna
þætti en aðra síður. Þá skýrist einnig hvers vegna mannhugsun hans er með
ákveðnu móti og hvernig hann talar um Jesú Krist, um heilagan anda og
þann heim sem menn byggja. Mín skoðun er sú að greining á guðslíkingum
nái betur að skýra hugmyndir postillunnar og Jóns Vídalíns en skyndidómar
fyrri tíðar manna.
Baráttan við hið illa
í textaútleggingu Jóns Vídalíns á fjórða sunnudegi eftir þrettánda segir:
Hinn óguðlegi heimur þessi, hvers höfðingi að saran nefnist (Jóh. 14), hann
sýnist mjög svo vel kunna að samlíkjast við hafið. Sjórinn er ein óstöðug
höfuðskepna. Þegar hann er sem blíðastur, veit ekki fyrri til á stundum en
hann umhverfist nærri í augnabliki og rís fjöllunum hærra. Svo er og ekkert
í heiminum staðfast. Þegar hann flaðrar upp á nokkurn eins og þjófgefinn
7 Möller, 348ff, 373.
8 Möller, 373, 377ff.
104