Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.2008, Page 110

Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.2008, Page 110
I öðru lagi er Guði lýst í mynd löggjafa. Þessi líking er að mínu viti stuðningslíking og raunar eðlileg afleiðing konungsímyndarinnar. Guð hefur skýran vilja og setur lög bæði við stofnun ríkis síns, en bregst einnig við sem góður stjórnandi við þeim aðstæðum sem upp koma, en þó ávallt í samræmi við eðli og markmið ríkis síns. I þriðja lagi er Guði lýst með ímynd dómara sem hefur allt vald til að skera úr öllum málum, vald til að dæma mönnum og skepnu kjör og örlög með hliðsjón af velferð einstaklinga en einnig með baráttu við hið illa í huga. Dómaralíkingin virðist vera í eðlilegu samhengi við konungsímyndina og jafnframt stuðningslíking. í fjórða lagi er Guði lýst sem hinum snjalla herstjóra sem er konungur í stríði. Guð fer fyrir sínum mönnum en þarfnast þeirra jafnframt til að ríkið liðist ekki í sundur og óvinurinn nái þeim völdum sem honum ber ekki. I fimmta lagi er Guði lýst í mynd húsbónda eða húsföður sem jafnframt er í samræmi við konungslíkinguna og tengd hinum líkingunum. Guð sem alfaðir er bæði miskunnsamur og góður og vill sköpun sinni vel. Því er honum eiginlegt, að skikka sköpun sinni kjör. Þessu tengt er handleiðsluáhersla postillunnar. Sem góður konungur og faðir gefur Guð allar þær gjafir sem skepna og maður þarfnast, mettar sem umhyggjusamt foreldri, gefur ráð, hlustar vel og skilur og veitir sálu og heimi líf og lækningu. Þrátt fyrir hátign sína er Guð þolinmóður og miskunnsamur en einnig agandi og tyftandi. Þú stóri konungur allrar veraldar Bæn Vídalíns fyrir predikun dregur fram með sláandi móti tilfinningu og trúnaðartraust hans til konungs himinsins. Bænir eru sem ljóð og skyldi ekki útleggja með oftúlkun og bókstafslestri, heldur mjúklega og groddalaust. Orðalagið er úr samhengi tilbeiðslu, við föllum fram með trúmanninum á knébeð, fellum varnir og klæði rökhyggjunnar og opnum sálardjúp. Hinn smái lýkur upp munni gagnvart þeim sem umfaðmar allt: Þú stóri konungur allrar veraldar, sem býr í því ljósi, er enginn fær til kom- ist. Vér syndugir ormar skríðum á þessari blessaðri stundu upp úr voru dufti fram á skör þinna fóta til að friðmælast við þína guðdómlega hátign, er vér með saurugum verkum og illgjörðum vorum svo þráfaldlega móðgað höfum allt í frá barnæsku vorri. En æ oss, drottinn. Vér erum svo vanmegna undir 108
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164

x

Ritröð Guðfræðistofnunar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ritröð Guðfræðistofnunar
https://timarit.is/publication/1152

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.