Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.2008, Page 110
I öðru lagi er Guði lýst í mynd löggjafa. Þessi líking er að mínu viti
stuðningslíking og raunar eðlileg afleiðing konungsímyndarinnar. Guð
hefur skýran vilja og setur lög bæði við stofnun ríkis síns, en bregst einnig
við sem góður stjórnandi við þeim aðstæðum sem upp koma, en þó ávallt
í samræmi við eðli og markmið ríkis síns.
I þriðja lagi er Guði lýst með ímynd dómara sem hefur allt vald til að
skera úr öllum málum, vald til að dæma mönnum og skepnu kjör og örlög
með hliðsjón af velferð einstaklinga en einnig með baráttu við hið illa í
huga. Dómaralíkingin virðist vera í eðlilegu samhengi við konungsímyndina
og jafnframt stuðningslíking.
í fjórða lagi er Guði lýst sem hinum snjalla herstjóra sem er konungur í
stríði. Guð fer fyrir sínum mönnum en þarfnast þeirra jafnframt til að ríkið
liðist ekki í sundur og óvinurinn nái þeim völdum sem honum ber ekki.
I fimmta lagi er Guði lýst í mynd húsbónda eða húsföður sem jafnframt
er í samræmi við konungslíkinguna og tengd hinum líkingunum. Guð sem
alfaðir er bæði miskunnsamur og góður og vill sköpun sinni vel. Því er honum
eiginlegt, að skikka sköpun sinni kjör. Þessu tengt er handleiðsluáhersla
postillunnar. Sem góður konungur og faðir gefur Guð allar þær gjafir sem
skepna og maður þarfnast, mettar sem umhyggjusamt foreldri, gefur ráð,
hlustar vel og skilur og veitir sálu og heimi líf og lækningu. Þrátt fyrir hátign
sína er Guð þolinmóður og miskunnsamur en einnig agandi og tyftandi.
Þú stóri konungur allrar veraldar
Bæn Vídalíns fyrir predikun dregur fram með sláandi móti tilfinningu og
trúnaðartraust hans til konungs himinsins. Bænir eru sem ljóð og skyldi ekki
útleggja með oftúlkun og bókstafslestri, heldur mjúklega og groddalaust.
Orðalagið er úr samhengi tilbeiðslu, við föllum fram með trúmanninum á
knébeð, fellum varnir og klæði rökhyggjunnar og opnum sálardjúp. Hinn
smái lýkur upp munni gagnvart þeim sem umfaðmar allt:
Þú stóri konungur allrar veraldar, sem býr í því ljósi, er enginn fær til kom-
ist. Vér syndugir ormar skríðum á þessari blessaðri stundu upp úr voru dufti
fram á skör þinna fóta til að friðmælast við þína guðdómlega hátign, er vér
með saurugum verkum og illgjörðum vorum svo þráfaldlega móðgað höfum
allt í frá barnæsku vorri. En æ oss, drottinn. Vér erum svo vanmegna undir
108