Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.2008, Page 112

Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.2008, Page 112
Sá eldur brennur fyrir þeim sem Guð hatar, allt til neðsta helvítis. Guð býr í dýrðarljóma, í ljósi sem enginn færi komist til af sjálfsdáðum. Guð er hreinleiki sem ekkert saurugt þolir við hástól sinn. Ef hreinleikinn er ekki til staðar mun eldur gleypa hið sauruga (392, 414). Þá eru lýsingar á hátign Guðs algengar í postillunni. Guði er lýst sem Guði hæða og hásetu. Guð býr í hátignarsal og frá honum verður ekki flúið því hátign hans felur jafnframt í sér yfirlit og nærveru (200, 273). Tengt hátign eru síðan hinar hefðbundnu guðfræðilegu nefningar um alvitund Guðs, almætti, eilífð, ómælanleika og hversu Guð sé órannsakanlegur. Guð - skapari og löggjafi Guði er gjarnan lýst í Vídalínspostillu sem viljaveru sem bæði ákvarðar gerð og eðli sköpunar, en einnig sem löggjafa. Vilji Guðs er ofar öllu í krafti tignar og forræðis Guðs. Menn hafa að sjálfsögðu rétt til viðbragða og skapa sér eigin örlög. En þegar grannt er skoðað er kenning postillunnar sú að mönnum sé fyrir bestu að hlíta vilja og skikkan Skaparans. Vídalín kennir, að Guð skapi aðeins það sem er gott og nytsamlegt. Allt sem menn þiggja af Guði er til góðs (86). Guð skapar bæði himin og jörð og veitir öllu lífi þau gæði sem þörf er á til hamingjuríks lífs, líkama, önd, ráð, skilning, elsku, fæðu, fögnuð og alla saðningu manna og skepnu. Markmið sköpunar er friður milli Guðs og manna. Vídalín telur þennan frið mikilvægari en frið milli manna (57). Oll skikkan í heiminum er Guðs gjöf, foreldrar og samfélagsskipan. Við eigum því að hlýða foreldrum og vera sönn í samfélagi (138). Guð mun ekki láta af að útdeila mönnum gæðum og mætti. Guð mun ekki þreytast þótt menn verði örmagna, ekki verða snauður þó menn verði uppiskroppa. Guð mun að lyktum bjóða mönnum til veislu með sér á himnum (134, 167, 260). Vídalín minnir á, að enginn konungur er bundinn af lögum sem hann hefur sett. Konungum er heimilt að rétta lögin og endurskoða með hliðsjón af nýjum aðstæðum. Ekki fremur en veraldlegir konungar er Guð bundinn af þeirri skipan sem hann hefur komið á, þó menn séu bundnir. Lög Guðs tengjast hinum hulda vilja sem maðurinn fær ekki skilið, en Guð skilur (213). Þar sem Guð er alvitur stjórnandi veit Guð hvað mönnum er fyrir bestu (235). I orði sínu hefur Guð opinberað vilja sinn og speki, 110
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164

x

Ritröð Guðfræðistofnunar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ritröð Guðfræðistofnunar
https://timarit.is/publication/1152

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.