Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.2008, Qupperneq 114
öllum sviðum. Guði er gjarnan lýst í mynd hins snjalla herstjóra. Þar sem
Guð á fyrir þegnum að sjá verður hann að stjórna lífi þeirra, reyna þá og
treysta til þeirrar baráttu sem þeir geta ekki flúið eða skorast undan. Guð
leyfir t.d. að hinir kristnu menn verði á stundum niðurþrykktir þó Guð leyfi
aldrei að þeir verði algerlega undirþrykktir, eins og segir í postillunni (189).
Hinn kristni maður á að taka þátt í baráttu Guðs og fyrst og fremst verður
það með því að leita verndar Guðs. Stærsti sigur Guðs varð í, að Guð varð
maður í Jesú Kristi. Guðssonurinn tók á sig mannlegt hold, leið hungur
þorsta, klæðleysi, útlegð, örbirgð, háð og spott til að opinbera vald Guðs og
vinna sigur á ríki satans. Guð lætur satan falla á eigin bragði, beitir brögðum
og ofkeyrir óvininn í glímunni við Jesú Krist. Með því fær Guð náð taki á
satan og stjórn. (244-45). Á jarðlífsgöngu verða menn bardagamenn fyrir
Guð og verða að vera sannir í lífi sínu til að veldi Guðs verði ekki ógnað
og sigur vinnist (628).
Guð faðir
Föðurímynd af Guði í Vídalínspostillu er til stuðnings konungslíkingunni.
Það er sannarlega íhugunarefni að konungsímyndin skuli ráða föðurtúlkun
en ekki öfugt. Sem faðir allra manna er Guð umhyggjusamur, langlyndur,
miskunnsamur og góðviljaður (53, 364, 23). En sem dómari og konungur
er faðirinn einnig hinn strangi uppalandi sem ekki líður óreglu og óhlýðni
í lífi manna. Guð elur upp í ótta og festu, tyftar og stjórnar með styrkri
hendi. Guð bægir ekki frá mönnum háska, erfiðleikum freistingum, meðlæti
og mótlæti (164, 168, 223-24, 359, 364, 604, 616). Þessi agandi stjórn
tekur bæði til sálarlífs, líkamsþátta manna, sem og samfélagsmála og sögu.
Á öllum sviðum vill Guð leiða allt til hins besta vegar. Guði föður er ekki
síst umhugað um þá, sem eru smáir og minnimáttar. Fyrir slíkum elur
Guð sérstaka önn.10 Viðbrögð manna skyldu því vera traust og gildir einu
á hverju gengur (364).
Guðslíkingar og endurtúlkun
Hér hefur verið fjallað um nokkra þætti hinnar rismiklu og stórbrotnu
10 Vídalínspostilla, 634. Um ögun Guðs og stjórn, sjá 53, 164, 23, 359, 357, 616.
112