Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.2008, Side 151

Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.2008, Side 151
fyrir trúarlegu uppeldi5 geti ekki talist í samræmi við sjónarmið þeirra afhelgunarsinna sem lengi hafa haldið því fram að trúarbrögð séu víða að líða undir lok og þjóðfélög á borð við Bretland séu nú orðin svo til afhelguð. Ef Bretland væri raunverulega orðið afhelgað hefði Dawkins aldrei látið í sér heyra um þessi málefni.6 Alister E. McGrath er meðal þeirra fræðimanna innan trúarbragðafræðanna sem gagnrýnt hafa málflutning Dawkins hvað mest. McGrath er með doktorsgráðu í sameindalífeðlisfræði frá Oxford háskóla í Bretlandi og guðfræði frá sama skóla. Hann hefur um árabil verið prófessor í sögulegri guðfræði við Oxford háskóla og hefur skrifað fjölda fræðirita um guðfræði og vísindi sem sum hver hafa verið kennd til prófs við Guðfræðideild Háskóla Islands. Meðal ritverka hans um guðleysi og trúarbragðagagnrýni Dawkins eru bækurnar The Twilight ofAtheism: The Rise and Fall ofDisbelief in the Modern World (2004), Dawkins’ God: Genes, Memes, and the Meaning of Life (2005) og The Dawkins Delusion? Atheist Fundamentalism and the Denial of the Divine (2007) en þá síðast nefndu skrifaði hann í samvinnu við eiginkonu sína sem er lektor í trúarbragðasálfræði við Heythrop College í London. Það er sú bók sem er hér til umfjöllunar en hún var gefin út í íslenskri þýðingu í tilefni af heimsókn McGraths til íslands þar sem hann hélt í haustbyrjun 2008 nokkra fyrirlestra í Skálholti og Guðfræði- og trúarbragðafræðideild Háskóla íslands. 5 Hvernig ber að skilja sjónarmið Dawkins öðruvísi þegar hann alhæfir um hversu hættuleg trúarbrögð séu og nefnir sérstaklega í því sambandi uppeldi barna? í bókinni The God Delusion talar hann um trúarlegt uppeldi í formi boðunar trúar sem ofbeldi gagnvart börnum og nefnir sérstaklega þegar börnum er kennt að það sem standi í Biblíunni sé bókstaflega satt, þ.m.t. að sjálfsögðu grundvallartrúaratriði eins og tilvist Guðs. Þetta þýðir hins vegar ekki að Dawkins sé á móti fræðslu um trúarbrögð svo framarlega sem hún sé höfð á forsendum guðleysis. Og Dawkins segist ekki heldur á móti því að menningarhefð helstu trúarbragðanna í t.d. bókmenntum og listum sé auðsýnd virðing og menn taki þátt í trúarlegu helgihaldi svo framarlega sem yfirnáttúrulegi þátturinn í þeim sé ekki samþykktur. (Dawkins, Richard: The GodDelusion. Black Swan. London. 2007. Bls. 349-387.) 6 Sbr. t.d.: McGrath, Alister E.: „Losing our rcligion?" Telegraph.co.uk. 24. desember 2007. Vefur: www.telegraph.co.uk/news/uknews/1573457/Losing-our-religion.html. - Þetta kom m.a. fram í máli margra þeirra trúarbragðafræðinga sem sóttu ráðstefnuna Religion in the 21st Century: Transformations, Significance and Challenges sem haldin var í Aðalbyggingu Kaupmannahafnarháskóla í Danmörku 19.-23. september 2007, svo sem í kynningu Grace Davies á nýrri bók sinni, The Sociology of Religion. 149
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164

x

Ritröð Guðfræðistofnunar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ritröð Guðfræðistofnunar
https://timarit.is/publication/1152

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.