Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.2008, Page 152

Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.2008, Page 152
Þeir Dawkins og McGrath eru á svipuðu reki (sá fyrr nefndi fæddur 1941 og síðar nefndi 1953), með sambærilega menntun í náttúruvísindum og með prófessorsstöðu við sama háskóla. Sjálfur segist McGrath hafa verið guðleysingi eins og Dawkins en hann hafi komist til kristinnar trúar á námsárum sínum við Oxford háskóla snemma á áttunda áratugnum þegar honum hafi orðið ljós sú mikla dýpt sem hún byggi yfir og hnökrar þeirrar marxísku trúarbragðagagnrýni sem hann hafði áður aðhyllst. Áhugi McGraths á kristindóminum hafi því smám saman leitt hann frá sameindalífeðlisfræðinni yfir til guðfræðinnar sem hann hafi ólíkt Dawkins menntað sig í en það hafi samt ekki komið í veg fyrir að hann hafi fylgst áfram með þeim fræðum sem hann hafði upphaflega sérhæft sig í. Bókin Ranghugmynd Richards Dawkins er tiltölulega stutt, aðeins 124 bls. í smárri kilju með aðgengilegri textastærð. Henni er skipt í fjóra hluta auk inngangs þar sem McGrath ræðir skilning Dawkins á guðshugtakinu, hvort vísindin hafi afsannað tilvist Guðs, uppruna trúarbragða og hvort trúarbrögð geti talist ill. í raun er hér í megindráttum um að ræða ritdóm um bók Dawkins, The God Delusion, sem hefði verið hægt að birta sem tímaritsgrein. Sjálfur segist McGrath aðallega hafa skrifað bókina með almenning í huga og þá ekki síst þann markhóp sem Dawkins hafi náð til (þótt búast megi við að stór hluti lesendahópsins eigi eftir að koma úr röðum kristinna) og einskorðar hann umfjöllun sína við þau megin atriði sem hann telur aðfinnsluverð hjá honum og þá ekki síst orðræðu hans og aðferðarfræði. Itarlegri umfjöllun um margt af því sem um ræðir sé hins vegar að finna í fjölda annarra bóka sem McGrath hefur skrifað eða vísar til. Strax í byrjun bókarinnar áréttar McGrath aðdáun sína á færni Dawkins í að gera náttúruvísindi aðgengileg almenningi og lætur raunar Dawkins sjálfur þess getið í bókinni The God Delusion að skrif McGraths um bækur hans í náttúruvísindum séu óvenju sanngjörn.7 McGrath gagnrýnir hins vegar Dawkins fyrir að hafa á síðari árum vikið frá þeim fræðum sem upphaflega gerðu hann heimskunnan, þ.e. að kynna náttúruvísindi fyrir almenning, og snúið sér í staðinn að ómálefnalegri boðun trúarlegs guðleysis. Markmið 7 Dawkins, Richard: The God Delusion. Black Swan. London. 2007. Bls. 78. 150
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164

x

Ritröð Guðfræðistofnunar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ritröð Guðfræðistofnunar
https://timarit.is/publication/1152

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.