Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.2008, Page 158
sem hefur það að markmiði að guðleysingjar verði sýnilegir á opinberum
vettvangi, boði öðrum guðleysi og haldi trúarbrögðum utan almenningsskóla
og stjórnkerfisins.22
Megin vandinn við herskáan málflutning Dawkins gegn þeim trúarbrögðum
sem hann fyrirlítur er að hann er vatn á myllu haturshreyfinga sem grafa
undan allsherjarreglu samfélagsins og almennu siðferði með því að smána
hvaðeina sem er öðrum heilagt, umbera ekki trúartjáningu á opinberum
vettvangi, skerða málfrelsi trúaðra, andmæla almennum mannréttindum
á borð við að foreldrar veiti börnum sínum trúarlegt uppeldi og börn fái
að tjá sig um trúarefni í skólum, leggja í einelti m.a. með uppnefnum þá
sem hafa önnur viðhorf, fordæma minnihlutahópa á borð við gyðinga og
ástunda guðleysistrúboð í neikvæðri merkingu þess orðs. Það er dapurlegt að
sjá samstarfsmenn Dawkins úr röðum guðleysingja á borð við Christopher
Hitchens hvetja til þess að trúarbrögðum sé auðsýnd hæðni, hatur og
fyrirlitning.23 Það sýnir alvarleika málsins, ekki síst þegar þetta er gert undir
yfirskyni vísinda.
En eins og McGrath bendir á ber að varast að alhæfa um guðleysingja út
frá herskáum trúboðssinnuðum bókstafstrúarhreyfingum sem kenna sig við
guðleysi. Eins og í öllum trúarbrögðum er til fjöldi hófsamra og málefnalegra
guðleysingja sem hafa margt til málanna að leggja og láta gott af sér leiða,
hvort heldur sem þeir halda viðhorfum sínum út af fyrir sig eða koma á fót
samtökum í tengslum við þau. Á íslandi er fjöldi málefnalegra guðleysingja
og efahyggjumanna sem eiga fullt erindi í umræður um trúmál.
Bók McGraths er í heild tímabær, hnitmiðuð, vel skrifuð og harla
málefnaleg gagnrýni á yfirborðskenndan, einstrengingslegan og óvísindalegan
málflutning Dawkins í trúarefnum. Þó svo að fengur sé fyrir íslenska
lesendur að fá bækur McGraths í íslenskri þýðingu er því miður ekki
hægt að mæla með þeirri þýðingu sem hér um ræðir. Að vísu er textinn
víða lipur og stafsetningin mikið til í lagi en þankastrik eru verulega fleiri
en í frumtextanum, starfsheiti Dawkins haft innan gæsalappa þó svo að
22 Dawkins, Richard: „The Out Campaign" The Out Campaign. 31. júlí 2007. Vefur: www.
ourcampaign.org/RichardDawkinsIntroduction.: The Out Campaign. Vefur: www.outcampaign.
org.
23 Sigurður Karl Lúðvíksson: „Christopher Hitchens rúlar!!“ Nihil. 8. júlí 2007. Vefur: www.
nerdumdigitalis.blog.is/blog/nerdumdigitalis/entry/258026/.
156