Skagfirðingabók - 01.01.1968, Side 101
SUÐURFERÐIR OG SJÓROÐRAR
Ekki man ég hvað margir við vorum, en allir fóru þeir inn í fjárhús til
að vinda, nema ég og annar maður til, Sigfús frá Geirmundarstöðum.
Við gerðum það úti á túni. Hinir, sem 1 húsið fóru, óhreinkuðu föt
sín og urðu því að fara alstrípaðir ofan að á, þvo þau þar og vinda
á ný. Á meðan fórum við Fúsi heim og vorum á góðum vegi með að
jafna okkur, þegar hinir komu, kaldir og aumingjalegir.
í annarri ferð ætluðum við að stytta okkur leið með því að fara
norður Tvídægru, norður í Miðfjörð eða jafnvel Víðidal. Allir vorum
við ókunnugir á þessum slóðum, en treysmm því, að við hlytum að ná
einhvers staðar til Norðurlandsins. Undir heiðinni gistum við á Kvíum
í Þverárhlíð. Morguninn eftir lögðum við snemma á heiðina í góðu
veðri, en þegar upp fyrir Helgavatnssel var komið, dembdist yfir
okkur sótsvört þoka í rennilogni. Fundum við bráðlega, að fátt var til
að átta sig á, því hver hæðin var annarri lík og hver flatneskjan á sama
hátt. Héldum við þó einhuga áfram og gengum rösklega. Þegar fór að
líða á daginn, héldum við, að Norðurland mundi þá og þegar breiða
út á móti okkur faðminn og tjá okkur velkomna. Þessi von lét sér þó
til skammar verða, því hvernig sem við gengum, var æ hinn sami svip-
ur á sjóndeildarhring okkar. Á þennan hátt vorum við búnir að ganga
allan daginn og langt fram á nótt. Vorum við allir orðnir slæptir og
blóð farið að vætla undan skóvörpum sumra. Enn var samt gengið
þar til undir morgun, að við komum á dalbrún neðan við þokuna.
í dal þessum sáum við bæ, er var beint á móti okkur undir hinni hlíð-
inni. Fyrst þekkmm við ekki bæinn, en við nánari athugun kom í ljós,
að þetta var Fornihvammur. Höfðum við þá verið búnir að ganga, eng-
inn veit hvað langt, í boga norður Tvídægru, vestur á Holtavörðuheiði
og suður á Grjótháls.
Nú var ráðgazt um, hvað gera skyldi. Vildu sumir láta staðar numið
í Fornahvammi, en aðrir vildu ekki hvílast fyrr en á norðlenzkri grund.
Varð það úr, að við stönzuðum þarna dálítið, fengum okkur bita og
lögðum svo af stað norður eftir. Var fremur hægt farið, en þó nógu
hratt til þess, að sumir ætluðu ekki að halda það út. í Grænumýrar-
mngu urðu flestir fegnir að láta staðar numið, en vegna þrengsla þar
héldu sumir út að Melum. Var nú hvílzt, og úr þessu gekk ferðin vel
heim í átthagana.
99