Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1968, Síða 81
MÚLAÞING
79
Hann var ókvæntur 1918, en leigði jörðina, m. a. frá 1910 til
1916 hinum virðulegu ágætishjónum Vilhjálmi og Elínu Snæ-
dal frá Eiríksstöðum. Árið 1918 hóf hann þar búskap og rak
hann til 1924 ,að hann fékk Mjóafjarðarþing. Sama ár gerðist
Þorvarður G. Þormar nýútskrifaður úr Háskólanum prestur
í Hofteigi. Hann sýndi strax hug á búskap og endurreisn stað-
arins sem mikið hafði látið á sjá, því að Hofteigur bjó að
gömlu húsnæði er gjört hafði séra Þorvaldur Ásgeirsson litlu
eftir 1870. Voru þá víðfræg húsakynni í Hofteigi, en nú orð-
ið á fallandi fæti. Vinnufólksleysið var þá komið til sögunnar,
og sá séra Þorvaldur fram á að hann rnundi ekki geta fengið
nýttan Hofteig, svo sem hugur hans stóð til og með þurfti.
Hann fékk Laufásprestakall og sat þar siðan.
Síðan hefur ekki prestur komið í Hofteig, og 1959 var kallið
lagt niður. Voru þá liðin rétt 70 ár frá brúðkaupsveizlunni á
Skjö'.dólfsstöðum og markvisst gengið að því að búta jörðina
sundur og eyðiieggja í þeim stíl, sem hún hefur haft frá því
að hún var gefin goðunum sem ,,bezti bitinn“ í miklum og
fríðum löndum sem goðar höfðu að fórna sínum átrúnaði.
Síðan hafði hún verið höfuðstaður sveitarinnar um allar aldir
©g þjónað undir trúhneigð manna, fyrst á goðin, siðan á
hinn eina guð, og verið eftirsótt sem aðstaða þeirra manna
er þessum hlutverkum þjónuðu. Þeir sem þannig ganga um
garða á þessari jörð verða að búast við því að sagan sé ekki
ö!l úti og víða geti fingur forlaganna gripið í strengi, kannske
á næstu 70 árum. Ef til vill er för Hallgríms biskups til Aust-
ur’ands 1890 enn ekki öll í sínum afleiðingum, og ef til vill
hví'ir kristni séra Jóns Bjarnasonar undir nokkurri ábyrgð
á því að hann kunni ekki að fyrirgefa í anda kristindómsins
þegar mest bar við og mest lá á, og ábyrgð hleðst á ábyrgð
ofan fram um ábyrga söguna. Hofteigur bjargaði nafni sínu
inn á nokkrar heiðnar bækur sem ef til vill fylgja sögunni
tímakorn. Það er eins og þar ómi. af Hofteigsnafni um leið
og klukkustrengur sögunnar er slitinn.