Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1968, Qupperneq 174
172
MÚLAÞING
og virðist Snjólfur ekki hafa greitt neitt fyrir þessar jarðir,
en skuldbundið sig til að styðja biskup og Skálholtskirkju.
Væru nú Skorrastaðarlangfeðgar ættaðir ein-s og tilgáta
mín hér að framan telur, væri líklegast að Eiríkur hafi eign-
azt Nes eftir Snjólf föður sinn og Vilborg dóttir hans fært
jörðina í bú þeirra Árna Einarssonar, og gæti í þessu falizt
skýring á þaulsetu þessarar prestaættar í Norðfirði.
Miklar líkur eru á því að þeir Jón Sigurðsson afi Hermanns
í Firði, sem bjó á Ketilsstöðum 1703, og Hjálmur Sigurðsson,
sjem bjó í Hvammi á Völlum, hafi verið bræður. Og hefur
Hjálmur Sigurðsson þá verið afi hans eins og Jóns. Étg 'hef
athugað nokkuð rækilega feril Hjálms í Hvammi, og virðist
liann hafa búið um skeið í Seyðisfirði, en misst þar íkonu
®ína og flutzt upp á Hérað. 1 manntalinu 1703 getur Inokk-
urra Hjálmsbarna, og eru tvö þeirra talin í ómagaregistri í
Seyðisfirði ög tvö í Vallahreppi. Auk þess eru tveir drengir,
Hjálmssynir, ársgamlir eða svo, óskilgetnir í Vallahreppi, sem
líkindi eru til að hafi verið synir Hjálms í Hvammi, sem lík-
lega !er nýkvæntur aftur 1703. Þar er þá hjá honum Ástriður
dóttir hans 11 ára, og er hún annað þeirra barna sem hér að
framan eru talin í Vallahreppi. Þá er enn Sigurður Hjálms-
son í Vallahreppi, sem ekki veit hvað hann er gamall. Vafi er
á því hvort hann er barn eða örvasa gamalmenni. Af mála-
ferlum sem séra Árni eldri á í út af sölu Helgu dóttur sinnar
til Helgu Bjarnadóttur á Dvergasteini, sést að Skorrastaðar-
feðgar hafa átt jarðeignir í Seyðisfirði, líklega auk Dverga-
steins Kolstaði og Sörlastaði. Ef þeir Jón og Hjálmur eru rétt
færðir til ættar hér á undan, hafa þeir verið bræður séra
Árna. Mátaferli séra Árna stóðu yfir nokkur ár, 1627 er mál-
inu vísað heim, og 1628 var Árni sýslumaður Magnússon á
Eiðum víttur fyrir málatilbúnað í héraði.
ÉSg hef talið rétt að benda á það sem hér hefur verið til-
fært, til stuðnings tilgátum mínum um framættir Jóns pam-
fíls. Af framanskráðu verður augljóst, að Hjálms- eða Hjálm-
arsnafn á mjög greiðan gang inn í þessar ættir. Gæti það
yerið fyrir nöfnin sem bent er á hér að framan í ætt frá séra