Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1968, Side 175
MÚLAÞING
173
Einari í Vallanesi og frá Eiríki sýslumanni í Asi, með hjúskap
þeirra Árna Einarssonar og Vilborgar Eiríksdóttur.
Það gefur og auga leið, að forfeður Jóns pamfí'.s hafa verið
meðal fremri manna á sinni tíð, því að meðal niðja hans eru
rismiklir kvistir sem sverja sig í höfðingjaættir með myndar-
brag sínum.
Skal því næst athuga frekar um Hermann í Firði, feril hans,
og tska fram það sem missagt er í þætti mínum í Austurlandi.
Jón faðir Hermanns og Ólöf kona hans voru gefin saman
1737, var hann þá 23 ára en Ólöf 20 ára. Þau bjuggu saman
57 ár á ýmsum stöðu u Á Geirólfsstöðum eru þau 1748 og
hafa búið þar frá upphafi til 1753, þá á Mýrum frá 1753—
1755. á Ásgeirsstöðui.i eru þau 1762, á Finnsstöðum 176S
jafr.framt Þórði tengdasyni sínum, sem átti Eygerði dóttur
þei.’ra, (Eygerður hefur heitið eftir Eygerði systur Jóns sem
var eins og hálfs árs 1703, og voru þau Jón hálfsystkin). Á
næstu árum bjuggu þau á Egilsstöðum, móti Jóni Arnórs-
syni sýslumanni, en 1790 eru þau í Kol’sstaðagerði á Völlum,
og þar eru þau 1793. Jón dó 1796 en Ólöf 1803 (Æ. Au. og
Sig. Helgason). Börn þeirra eru ta'in 7 og meðal þeirra Her-
mann, sem ólst upp hjá foreldrum sínum. Um tvítugt er hann
farinn að búa í Firði í Seyðisfirði ásamt Arngrími Hallssyni,
Jóni Þórarinssyni og Þorsteini Þórarinssyni. Þar bjó hann
fardagaárin 1769—1770. I heimili hans var talið 25. maí 1770
þrjár og hálf manneskja. Þá var búpeningur hans 1 nautgrip-
ur 35 kindur og 1 hestur. Á árunum 1770—1773 er ekki full-
kunnugt um búsetu Hermanns, en þá var hann á Héraði, lík-
lega á Egilsstöðum eða þar í grennd. Árin 1773—1775 er
hann bóndi í Dölum í Mjóafirði og var vorið 1773 útnefndur
til að gegna hreppstjórastörfum í Mjóafirði. Hann hefur þá
verið nýlega kvæntur fyrstu konu sinni. Ólöfu Arngríms-
dóttur frá Firði í Seyðisfirði. I þætti mínum er Ólöf tulin
'dóttir séra Jens Jónssonar prests í Mjóafirði og í sambanli
við tilgátu um að með henni hafi Hermann fengið hlut i úr
Firði í Mjóafirði. Ólafarnafnið var algengt í ætt þeirra Fjsj’ð-
armanna í Mjóafirði og, enda þótt ég viti það ekki, er ekki