Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1971, Qupperneq 7
Arið 1681 er heimild fyrir því að Magnús sonur þessa Þorsteins
býr þar. Þá er hann nokkuð við aldur, á þrítugan son, og hefði þá
átt að vera fæddur eigi seinna en 1625, en önnur börn hans yngri.
Þá fyrir skömmu 1681 hafði það komið í ljós að Skálholtskirkja
á jörðina. Narfi prestur í Möðrudal Guðmundsson yfirgaf staðinn
1675, eftir harðindaárið mikla 1674—75, fyrir auðn og niðurníðslu,
þá bláfátækur prestur; Þorsteinn Gunnlaugsson yfirgaf staðinn
1671. Narfi prestur tekur staðinn aftur, en fær nú afnot af Eiríks-
stöðum sem uppbót á brauðið. í hans byggingu hefur Magnús Þor-
steinsson búið 1681.
Hefur hér eflaust verið um það eitt að ræða að Narfa presti luk-
ust nú leigur og landskuld af Eiríksstöðum, en ekki Skriðuklaust-
urskirkju. Aður hefur það sannazt að þessir þrír bæir á Jökuldal
eiga kirkjusókn að Möðrudal, svo að bænhúsið á Eiríksstöðum hef-
ur sjálfsagt verið lagt niður með lúterskunni.
Magnús Þorsteinsson á nokkur börn sem koma fram í manntalinu
1703. Þorsteinn á Kjólsstöðum í Möðrudal, Þorvarður á Brú, Guð-
rún kona Gunnlaugs Sölvasonar á Fossvallaseli og Guðfinna kona
Árna Þorsteinssonar í Merki eru með vissu börn hans.
Nú býr á Eiríksstöðum 1703 Eyjólfur Jónsson, kona hans heitir
Guðrún Magnúsdóttir, og lætur nærri að álykta að hún hljóti að
vera dóttir Magnúsar á Eiríksstöðum, en þá hefðu Guðrúnar verið
tvær dætur Magnúsar. Vel gat það verið. En Eyjólfur flytur í Skrið-
dal um 1705 og getur þar, en ekki Guðrúnar, og hefur mönnum því
dottið í hug að Guðrún hafi verið dóttir Magnúsar í Geitdal, Snjólfs-
sonar prests á Ási, Bjarnasonar. Eyjólfur hefur sjálfsagt verið sonur
Jóns á Hákonarstöðum 1681, Jónssonar og af Þorsteins Jökuls ætt
og yfirgnæfandi líkur á því að Guðrún kona hans verið dóttir Magn-
úsar á Eiríksstöðum. Guðrún gat hafa dáið fyrir 1705, og fyrir búi
hans hafi staðið Ingibjörg Sölvadóttir frá Hjarðarhaga, sem verið
hefur mágkona hans og flytur til barna sinna í Skriðdal um leið og
Eyj ólfur.
Á Eiríksstöðum er líka 1703 Jón Magnússon, og hafi hann verið
sonur Magnúsar, er hann elztur af börnum hans, 55 ára, og því
fæddur 1648. Um þetta verður ekkert sagt með vissu. Guðrún er af
góðum ættum hvor Magnúsinn sem er faðir hennar, og þau Eyjólf-
MULAÞING
5