Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1971, Blaðsíða 26
Ég hafði stanzað vel í Tunguseli, og hestarnir höfðu fyllt sig vel,
svo að ég gat haldið nokkuð rakleitt áfram út í kaupstað. Þar átti
Stefanía náið frændfólk. Ég fékk strax drengi til að hjálpa mér að
koma hestunum í haga, sem þar um slóðir eru heldur rýrir. Ég hitti
þar strax ýmsa menn úr sveitinni, er ég þekkti og nú skiptu orðum
við mig um þvílíka lestaferð. Man ég eflir Páli á Refsstað og Olafi
á Vakursstöðum. Ég gekk svo fljótlega til náða. Nú var nokkuð
breytt á Vopnafirði. Nú var Arni í Múla farinn. Við Möðrudælingar
héldum til hjá honum og sátum jafnan sem í veizlu, og sama var að
segja um þá sem áttu við hann viðskipti af Jökuldal. Okkur fannst
að það hefði fallið svipurinn af Vopnafirði með Árna, og þóttist ég
þess átakanlega kenna þetta kvöld, er ég gekk í háttinn. Halldór
Stefánsson alþm. var líka farinn frá Torfastöðum, Benedikt frá
Egilsstöðum, Jörgen í Krossavík var nýlega dáinn. Alla þessa menn
þekkti ég vel. Þessir höfðu allir verið forsvarsmenn Vopnfirðinga
undanfarið og létu að sér kveða. Að öllu fór þó vel um mig, og ég
svaf vært. Daginn eftir var enn hið bezta veður, og fór ég fljótlega
að gá að hestunum. Það var vel um þeirra hag, en lengi hefðu þeir
ekki unað á Vopnafirði. Vörurnar voru á afgreiðslu Eimskips, en af-
greiðslumaðurinn var Guðni Jóhann Kristjánsson, áður lengi verzl-
unarmaður við „Framtíðina“, nú verzlunarstjóri hennar. Ég fékk að
hinda vörurnar inni í afgreiðsluhúsinu, sem var allrúmgott, og fór
mér að engu óðslega. Ég ætlaði ekki að leggja af stað fyrr en dag-
inn eftir, og ýmislegt þurfti ég að snúast fyrir fólk á Eiríksstöðum,
sem vildi nota kaupstaðarferðina, og eins fyrir húsbændur mína.
Um kvöldið voru allar klyfjar bundnar og allt tilbúið undir morg-
undaginn. Ég gekk á vit við hestana, en drengir í kaupstaðnum
höfðu litið til þeirra fyrir mig um daginn. Svo svaf ég aðra nótt
á Vopnafirði og saknaði Árna í Múla.
Ég tók daginn snemma, en svo voru miklir snúningar við hestana,
sækja þá og leggja á þá, bera út klyfjarnar og láta þær upp, að
klukkan var að ganga 12 er ég komst af stað. Allt fór vel á stað.
Bleikka tók forustuna fyrir lestinni. Þegar kom inn að Ásbrands-
stöðum, þurfti ég þar lítið erindi að reka. Guðmundur póstur
Kristjánsson bjó þar þá, og börn hans sum. Hann átti Sesselju systur
Einars á Eiríksstöðum, stjúpa þeirra bræðra, Jóns og Vilhjálms á
24
MÚLAÞING