Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1971, Blaðsíða 198
Eg álít að krossinn sé frá „pápiskri tíð“ eins og löngum hefur ver-
ið talið, þótt ég hafi takmarkaða trú á ártalinu og enga ef á það
er litið sem nákvæmnistölu. Aldrei hefur tíðkazt hér á landi að reisa
krossa vegna slysa á mönnum, þótt örfá dæmi þess megi finna. Því
eru harla litlar líkur til að hann sé til kominn vegna slyssins 1712
allfjarri slysstaðnum og tilefnið gleymist á rúmlega hálfri öld milli
séra Runólfs og Hjörleifs sterka. Og séra Gísli Gíslason kemur í
Desjarmýri þrem árum eftir fráfall séra Runólfs, afi Hjörleifs og
faðir Halldórs prests. Það væri meiri gleymskan.
Næst er að líta á Naddasöguna. I raun og veru er engin ástæða
til að ganga framhjá henni og líta á hana sem einber hindurvitni.
1 fyrsta lagi hefur margt gerzt undarlegra hluta í heiminum og óút-
skýranlegra þótt sumir vilji ekki við það kannast á prenti, heldur
afneita sem markleysu og fáfengileik. I öðru lagi getur enginn neit-
að því nú með rökum að eitthvað fullkomlega náttúrlegt hafi komið
fyrir Jón þennan Björnsson á þessari leið, eitthvað sem Jón og sam-
tími hans skipaði á bekk í þjóðtrúarheimi af því að sá heimur var
tiltækari og mönnum nær þá en nú. Ekki er langt síðan Þverárundr-
in gerðust, og munaði þá ekki nema hársbreidd að þeim yrði skipað
í sögu við hlið hreinna óskýrðra undra eins og Hjaltastaðafjand-
ans o. fl. Naddasögnin varðar menn sem uppi eru um miðja 16. öld.
Björn skafinn Jónsson var uppi á 15. og fram á 16. öld, lifir fram
yfir siðaskiptin 1550. Hann er talinn sonur Jóns skafins Guðmunds-
sonar í Gufunesi. Ættfærslan er byggð á líkum, en aðkomumaður
virðist hann vera á Austurlandi, (sbr. Isl. æviskrár og Ættir Aust-
firðinga nr. 1029). Hann átti fyrir sonu Jóna tvo. Annar virðist
hafa orðið prestur og er líklega sá sem fór í Hof í Álftafirði 1553,
en enginn deili eru á þeim manni sögð í Æviskránum. í Ættunum er
hinn tilgreindur og þess getið að um hann og Steingrím bróður hans
sé ekki kunnugt nema af bréfi frá 1562 um að þeir gefi Þorvaldi
bróður sínum reka í Gripdeild, fjöru undir norðurfjöllum Njarð-
víkur. Þetta er sá Jón er við Nadda glímdi, harla óljós persóna
sveipaður þögn og dul, en þó bróðir Þorvarðs í Njarðvík, ættföður
þeirra manna er bjuggu í Njarðvík samfellt til 1788. Það gat verið
tilvalið að gera stóra sögu um slíkan mann út af gefnu tilefni, ýkja
hana og magna í sjálfum ættarranninum. En kjarni hennar gæti vel
194
MÚLAÞING