Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1971, Blaðsíða 140
og giftist árið eftir. Þar bjuggu þau hjón frá 1942 til 1964 er þau
fluttu inn á Vopnafjörð. Þau Magnús og Guðbjörg eiga þrjú börn,
tvo syni og eina dóttur.
4. systirin beitir Asta, f. 16. des. 1920, gift Hauk Snorrasyni
skrifstofustjóra við verzlun Kristjáns Siggeirssonar kaupmanns í
Reykjavík. Þau eiga fimm börn.
5. Yngsta systirin Elsa, f. 29. des. 1923, er gift Ástráði Þórðar-
syni múrarameistara í Reykjavík. Þau eiga tvo syni.
Fagridalur verður eyðibýli
Áður er talað um grafreitinn í Fagradal. Gat ég þess að þar
hvíldu fjórir menn fullorðnir og eitt barn. Eg vík hér að foreldrum
barnsins.
Andrés Sveinsson er sonur Sveins og Ingileifar í Fagradal. Guð-
rún kona hans er Halldórsdóttir frá Kóreksstaðagerði. Aðdragandi
var sá að Einar Halldórsson og Guðrún, systkin frá Kóreksstaða-
gerði, fengu leigðan jarðarpart ásamt íbúð hjá Sveini heitnum
og fluttu í Fagradal. Einar fór fljótlega aftur austur á Hérað.
Kvæntist hann litlu síðar dóttur Sigurðar á Brimnesi, og bjuggu
þau þar allmörg ár unz hann lézt af slysförum. Guðrún varð eftir
í Fagradal, og giftust Andrés og hún árið 1930. Eignuðust þau
fjögur börn sem upp komust. Þau eru í aldursröð: Halldóra, Ingi-
leif Sveina, Jón og Elín. Tvö þessara systkina, Halldóra og Jón,
telja heimili hjá foreldrum sínum á Vopnafirði, þegar þetta er ritað.
Hinar systurnar eru annars staðar.
Ég staðnæmist að minnist atburða sem gerðust í Fagradal 1930
—1932. Árið 1930 giftast Guðrún og Andrés, 1931 giftast Inga og
Stefán, og það ár deyr Sveinn, og 1932 syrtir aftur að, 1. júní andast
Kristján eins og áður segir.
Til eru og bjartari hliðar.
Er gaman að minnast frændfólksins sem er að vaxa upp í Fagra-
dal næstu 2—3 áratugina og fljúga úr hreiðrinu smátt og smátt.
Verður hér engin tilraun gerð til að skipa þeim í aldursflokka, en
ég nefni hér: dætur Oddnýjar fimm, börn Andrésar fjögur, drengi
136
JVIÚLAÞING