Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1971, Síða 92
Gamli bærinn stóS rétt utan vió íbúSarhús Gísla Hallgrímssonar,
og stendur að vísu sumt af honum enn. I hlaðvarpanum var rófu-
garður allstór og frá honum örskammt að læknum, um fimm metrar
eða svo. Burstirnar fjórar og tveir torfstafnar horfðu mót austri.
Að bæjarbaki Stjörnuhóll og norðan í honum leiði hinnar Ijóðfrægu
hryssu upphlaðið. Þar er hún grafin með öllum tygjum. Annar
reiðskjóti Páls er í hólkollinum, Langi-Brúnn, og hella á gröfinni,
nú sokkin dálítið í jörð, en finnst ef þreifað er niður í holuna.
Ut á kvöldin oft eg fer
einn á hólinn vitja.
Langa-Brúns á leiði mér
leiðist ekki að sitja.
Ekki er tiltakanlega víðsýnt frá Hallfreðarstöðum. Til suðurs
byrgja hæðir sýn í fjarlægð, og í austri skyggja bæjarholtin næst
en fjær Brekkuaxlir, Lögmannshraun og Þórisás á austurfjöll Hér-
aðs upp til miðs, en yfir þessi holt sér glöggt til fjalla, m. a. til
Dyrfjalla með dyrnar upp á gátt. Sólin kemur upp í dyrunum 9.
september. 1 norðri ber Kollumúla yfir holt og hæðir, og í vestur
sér vel til Hlíðarfjalla. Kaldártungur horfa þar við auga með
lækjargiljum og gróðursælum brekkum á milli, bæir í Innhlíð,
Hrafnabjörg, Hallgeirsstaðir; þangað er ekki nema fimm km
spolti stytztu leið; utan sjást Surtsstaðir, Mássel og Grófarsel. Fjær
og hærra gnæfa Smjörfjöll, hinn 13 km langi fjallabálkur, hvít og
blá alla tíð. „Það þótti illsviti á sumrin þegar áleiðingar sáust í Hlíð-
arfjöllum,“ segir Vigfús. „Skúrirnar bárust þá með flóðgolunni
inn yfir og hætt við að kæmi ofan í á bæjunum.“
Otrúlegt er hve sveitabýli, svipur þeirra og umhverfi, byggingar,
tún og nálægt haglendi, hafa breytzt mikið síðastliðin 30 til 40
ár. Ef fá ætti t. d. umhverfi 19. aldar til töku kvikmyndar — hvert
skyldi þá halda? Nútíma sveitabýli með steyptum íbúðarhúsum og
gripahúsum, hlöðum og súrheysturnum, pallsléttum túnum, upp-
hleyptum vegum, slóðum eftir traktora og sundurristum mýrum eru
svo gjörólíkt svið að myndatökumaðurinn yrði að leita uppi eyði-
býli, hressa við fallna kofa og rækta gamalt túnþýfi til að fá raun-
90
MÚLAÞING