Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1971, Blaðsíða 187
vaxinn, ferðalangur mikill, hagmæltur vel og skemmtinn, einhleyp-
ur. Annar var Björgvin Guðjónsson liðlega tvítugur að aldri, sonur
Guðjóns Gíslasonar í Breiðuvík, til heimilis í svonefndum Þóreyjar-
kofa á Bakkagerði, hafði flutzt þangað tveim árum fyrr úr Loð-
mundarfirði. Hann var röskur piltur og geðfelldur. Sá þriðji var
Benedikt Gíslason, hálfbróðir Sigfúsar á Hofströnd, roskinn, bú-
settur á Hjallhól á Bakkagerði. Hann var slæmur í fæti er þetta var,
en þó ferðafær að kalla.
Snjór var ekki mikill, en norðaustanþræsingur með éljagarra
um daginn. Þeir héldu nú sem leið liggur norður Skriður, um Njarð-
vík, yfir Gönguskarð og niður á Höfðann við fjallsræturnar. Frá
Bakkagerði upp á Krosshöfða er tveggja til þriggja stunda gangur.
Þetta var því engin langferð.
Mennirnir voru með tóma brúsa á baki undir olíuna. Á Höfðan-
um fengu þeir olíu á þessa brúsa, gistu á Osi um nóttina og héldu
svo af stað heimleiðis daginn eftir. Gangfæri var ekki sem verst,
en veður heldur lakara en daginn áður.
Undir kvöld voru þeir staddir á Jöðrunum norðan Skriðuvíkur.
Þá var dagsett orðið en gangljóst í snjónum. Yngri mennirnir,
Sveinn og Björgvin, gengu á undan og komu fram á barminn þar
sem gamli vegurinn lá niður á víkina, skáhallt niður gróna sveig-
myndaða brekku. Brekkan er stutt, en brött og endar á sex til átta
rnetra háum klettum yfir fjörunni. Þarna í sveignum er dálítið hlé
og dregur snjó af hryggjunum norðan við og safnast í sveiginn.
Er því hlauphætt, ekki sízt á auða jörð vegna grassins í brekkunni,
en fremur hlaupa grasbrekkur en urðir.
Þá Svein og Björgvin hefur sjálfsagt ekki grunað hlaup og héldu
þeir hiklaust áfram, en Benedikt var spölkorn á eftir. Er mælt að
hann hafi dokað við til að hnýta skóþveng sinn, þekkt atriði á ör-
lagaskilum, en hvað sem því líður þá gerist það með örskjótum
hætti að fönnin losnar, skýzt fram og hreif þá tvo með sér niður
fyrir götuna og fram af klettunum.
Ekki treysti Benedikt sér að klöngrast niður í fj öruna að grennsl-
ast eftir félögum sínum, en kallaði niður nokkrum sinnum án þess
að fá svar. Suður í Nes kom hann snemma á vöku. Þar bjuggu þá
Björn Jónsson og Armann Egilsson, Brugðu þegar við þeir Björn og
MULAÞING
183