Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1971, Blaðsíða 64
Björn Björnsson Melrakkanesi, Ragnheiður Einarsdóttir s. st.,
Eiríkur Eiríksson Hlíðarhúsi, Katrín Björnsdóttir s. st.
Sigríður Magnúsdóttir Djúpavogi, Kristín Jónsdóttir s. st., hand-
salað, Arni Þorsteinsson s. st., Helgi Halldórsson Dj., Þrúður Þór-
arinsdóttir Búlandsnesi, S. Weywadt, N. Weywadt Teigarhorni, O.
Jónsson s. st., C. Jónsson s. st., Sigurður Höskuldsson s. st., Þórey
Jónsdóttir Brekku, Hans Lúðvígsson Sjólyst, Daníel P. Samúelsson
s. st., Mensaldur Jónsson Hlíðarhúsi, Magnús Guðmundsson vinnu-
maður, Hofi, (handsalað), Guðný Höskuldsdóttir Eyfreyjunesi
(handsalað), Sigurður Friðriksson s. st. (handsalað), Björn Er-
lendsson Lundi, Kristján Kristjánsson Brekku (handsalað), Gunn-
ar Þorsteinsson, Þórunn Björg Jakobsdóttir, Þorsteinn Pálsson,
Halldóra Björnsdóttir Fögruhlíð, S. Sigurðsson Borgargerði, Olöf
Ólafsdóttir s. st., Sigurður Sæmundsson s. st., Ingveldur Sæmunds-
dóttir s. st., Sigurbjörg Malmqvist Stekkum, Björn Þórðarson Lundi,
Eyjólfur Jónsson Kambshjáleigu (handsalað), Andersen á Helene.“
Sýslumaður sendi þetta kæruskjal amtmanninum að norðan og
austan, Júlíusi Havsteen, 19. marz 1889 og leitaði umsagnar hans,
og hann sendi það landshöfðingja ásamt bréfi sýslumanns 16. apríl
1889. Amtmaður taldi ekki efni til réttarrannsóknar og höfðunar
sakamáls, en bar það þó undir landshöfðingja.
Landshöfðingi féllst á það sjónarmið amtmanns og tilkynnir hon-
um í bréfi dags. 11. maí 1889, að hann hafi hins vegar talið „ástæðu
til að skipa sýslumanninum að hefja rannsókn um öll atvik snert-
andi framferði prestsins í þetta skipti."
Það gerði hann með bréfi dags. sama dag, 11. maí 1889, og
segir þar m. a. „skal jeg þjónustusaml. skora á yður, herra sýslu-
maður, þegar í stað að hefja rannsókn, svo nákvæma og ýtarlega
sem frekast er unnt, um öll atvik snertandi framkomu nefnds prests
í þetta skipti og síðan eiðfesta öll vitni um það mál, og ber yður
síðan að senda útskript af prófunum beina leið hingað, að þeim
afloknum.“
62
MULAÞING