Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1971, Blaðsíða 207
móÖ og suður á Landsenda, vegurinn um Norðurskriður breikk-
aður til jafns við nýja veginn og síðan ruddur áfram nýr vegur frá
Naddagilshorni og norður undir Króksbakka sem þá var byggt
býli sunnan við Njarðvíkurána. Þetta var mun betri vegur en sá
gamli, og ekki bar á því sem ýmsir höfðu spáð, að mönnum yrði
svimahættara en fyrr meðan vegurinn var neðar. Verkstjóri í þessari
vegargerð var Steinn Armannsson á Bakkagerði.
Ekki leið á löngu þangað til mönnum fannst þessi vegur ófull-
nægjandi. Klakkaöld var allt í einu liðin á Borgarfirði, en kerruöld
komin. Og þá var afleitt fyrir Njarðvíkinga að þurfa að baksa við
klyfjar. Þá var afráðið að breikka veginn enn, svo hann yrði kerru-
fær, a. m. k. í tvo metra. í þetta var ráðizt vorið 1939 og lokið á
tveimur árum. Einhverjum árum fyrr var farið að ræða um væntan-
legan bílveg um Skriður. Þá var kominn nógu breiður vegur fyrir
bíla frá Bakkagerði og út á Landsenda og víðar um sveitina, og veg-
urinn fyrir ofan fjall var að þokast út Hjaltastaðaþinghána. Ymsir
höfðu ótrú á bílvegi í Skriðunum, hann yrði alltof dýr í viðhaldi.
Hann yrði jafnvel svikull fyrir svo þung farartæki sem bíla og
neðri brúnin mundi bila, og ekkert vísara en dauði ef svo færi eða
bíll bilaði. Þá varð einhverjum að orði: „Þeir sitja, þeir sitja bara
á brúninni ef hún svíkur, þeir velta áreiðanlega ekki, helvítin áðeim,
ég held þeir hangi utan í brúninni." Vorið 1938 var ákveðið að
ryðja til reynslu dálítinn spotta og sjá til hvernig hann stæði sig
vetrarlangt. Þá sýndu ráðamenn í Borgarfirði mikil hyggindi. Þeir
völdu stað syðst í Bölmóð þar sem grasjaðar er örstutt fyrir ofan og
engin hætta á skriðuhlaupi. Reynslan varð eins og til var stofnað —
ágæt. Það hrundi að vísu eitthvað af grjótrusli úr stálinu fyrir ofan
sem var næstum lóðrétt, en það vissu allir að mundi gerast meðan
á það væri að sverfast flái. Að þessari reynslu fenginni var á-
kveðið að bílvegur skyldi lagður um Skriðurnar.
En það hefur oft gerzt hér á landi að bílar hafa ekki beðið eftir
vegi, og svo fór j afnvel hér í sjálfum Nj arðvíkurskriðum. Fyrstu bíl-
eigendur í Borgarfirði voru Ingólfur Bender og séra Ingvar Sigurðs-
son sóknarprestur. Þeir keyptu jeppa í félagi árið 1945 og fluttu
hann með skipi til Borgarfjarðar. Sumarið eftir, 1946, var vegurinn
enn breikkaður dálítið, og þá var hann fyrst farinn á bíl. Það gerði
MÚLAÞING
203