Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1971, Qupperneq 27
Eiríksstöðum. Guömundur lét unglinga reka lestina áfram, meðan
ég dvaldi, sem var stutt stund, og náði ég lestinni við bæinn Fell.
Þegar kom að Hofi, átti ég enn erindi við séra Einar Jónsson og
tók nú ofan af hestunum í góðum haga fyrir utan og neðan túnið á
Hofi. Þá var komin hátt á fjórða tíma lestaferð og mál að taka ofan
og hvíla hestana. Dvaldi ég þar æðistund við ágætar góðgerðir.
Séra Einar spurði mig hvað ég hefði stóra lest. Ég sagði 23 undir
burði. Ha! sagði séra Einar, eitt stórt ha. Svo brosti hann, og skildi
víst málið. Hann var sjálfur hið mesta karlmenni og dáði þá sem
létu ekki deigan síga.
Mér var hjálpað til að láta upp á hestana á Hofi, og hélt ég svo
áfram inn dalinn fyrir neðan tún í Teigi og sömuleiðis á Bustar-
felli og stefndi nú á Einarsstaði. Fór nú að líða á daginn. Eg þurfti
að fara um tún á Einarsstöðum, en nú hjálpaði Jón mér í gegnum
túnið, dreif mig í bæinn til að þiggja góðgerðir, en lét unglinga
halda áfram með lestina. Ég ætlaði að taka ofan og stanza vel í
Tunguseli. Eftir að hafa þegið góðgerðir á Einarsstöðum þveitti ég
á eftir lestinni og náði henni við Tunguá, og nú rak ég hana heim á
selið, sem þarna er stutt frá. Allt hafði gengið vel, ekki amstur við
nokkurn hest. Þótti mér nú allt frjálsara, er ég var laus við byggð-
ina og þekkti slíkt af gömlu fari í Möðrudalslestaferðum.
Á Tunguseli var fyrrum býli og dálítill túnbali mjög grasgefinn.
Það fór í eyði um 1850. Þá varð það ákjósanlegur áningarstaður
Jökuldæla. Á lestaferðum þeirra kroppaðist túnið upp, en hestarnir
gáfu áburð í staðinn og þetta tún varð óbrigðull Vitaðsgjafi lesta-
manna fyrir hestana. Það óx á hverju sumri, eins og hver önnur
sveitabæjartún, og var heyjað af hestum á hverju sumri, eins og
hvert annað sveitabæjartún. Nú var það farið nokkuð að spillast, en
samt ágætur hagi. Þarna er fagurt, há fjöll til beggja handa, Bustar-
fellið að norðan, Einarsstaðafjall að sunnan og dalurinn fríður.
Steinvarartunga er frægt land fyrir gróður og víðerni og sögu. Hofs-
kirkja á landið og eignaðist það upp á trúna og prestinn í pápísku-
tíð. Bærinn fór í eyði fyrir mannslys í Tunguárgilinu, og síðan voru
þar sauðahús frá Hofi í tíð séra Halldórs Jónssonar. Það enti með
fjárslysinu mikla, er fólk á rýingatíð gleymdi að opna 80 sauða hús,
og sultu þeir allir til bana.
MULAÞING
25