Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1971, Page 145
Um mánaðarmótin október og nóvember fór að snjóa. Övenju-
mörgu fé var slátraö vegna fyrirsjáanlegs fóðurskorts.
Sagt var að ísinn hefði ekki rekið út af Eyjafirði fyrr en 20.
september. Alls staðar fréttist um fjárfelli og önnur vandræði. Fólk
víða orðið mjög aðþrengt af skorti. Til áramóta var óstillt tíð,
ýmist snjóbyljir eða krapaliríðar — stundum rigningar. Jarðar-
snöp öðru hvoru, en notaðist illa vegna veðráttunnar.
Arið 1883 byrjaði með snjóum sem tók þó nokkuð upp aftur
skömmu eftir áramótin. Síðari hluta janúar dreif aftur niður allmik-
inn snjó. Frá 4.—7. febrúar suðaustan stórhríðar. Á þorra var ó-
stillt tíð en talsverð jörð. Góutíðin var svipuð.
Um páska — fyrsta sunnudag í einmánuði kom illviðrakafli og
óvenjumikið brim. Svo batnaði aftur um miðjan einmánuð. Þá kom
upp jörð. Hélzt svo til síðasta sunnudags í vetri, þá snjóaði en létti
aftur í fyrstu sumarvikunni. Góð tíð til krossmessu. Þá snjóakafli til
16. maí. Kuldar og gróðurleysi til 27., þá snjóadagar til 31. Frá 1.
júní ágæt tíð og aflaslór nokkurt. Síðan bezta sumartíð. Grasspretta
og nýting á heyri í bezta lagi. Fé reyndist vel um haustið. Fiskur
strjáll og smár. Hausttíðin ágæt fram yfir veturnætur. Svo mátti
heita góð tíð til áramóta.
Nóttina milli 1. og 2. febrúar féll snjóflóð á bæinn Stekk í Njarð-
vík. Nokkuð fyrir utan Njarðvíkurbæinn fellur Stekká til sjávar.
Hún kemur ofan úr Skemmudal. Utan við hana, á sléttri flöt, stóð
bærinn á Stekk. Upp frá honum utan Skemmudals rís snarbratt
Tóarfjallið. Ofan til í því, upp af bænum, er gildrag sem fer dýpk-
andi upp í gegnum klettabelti sem er því nær uppi í brún á fjallinu.
I þessu gildragi átti snjóflóðið upptök sín.
A Stekk voru 10 manns í heimili; bóndinn Guðmundur Guð-
mundsson og seinni kona hans Sesselja Þorkelsdóttir, dóttir þeirra
Sesselja og fósturdóttir sem einnig hét Sesselja, báðar ungar, þrír
synir bónda af fyrra hjónabandi, Högni, Eiríkur og Guðmundur,
móðir bónda öldruð og tvær vinnukonur, Guðný og Margrét
Benjamínsdóttir. Högni var við smíðar suður á Borgarfirði og lenti
því ekki í flóðinu.
Eins og fyrr segir voru vond veður og dreif niður mikinn snjó fyr-
ir og um mánaðamótin janúar og febrúar. Fimmtudagskvöldið 1.
MULAÞING
141