Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1971, Blaðsíða 93
sanna fyrirmynd. Og sumt í áhrifum sveitabæjanna gömlu er eilíf-
lega glatað. Hvernig er t. d. hægt aS laSa fram þann höfuga ilm sem
í kyrru veSri lá í loftinu umhverfis bæi þar sem brennt var sauSa-
taSi og skógviSi?
Þess vegna er ógjörningur aS lýsa gamla HallfreSarstaSabænum
svo aS bert sé hvernig hann var raunverulega, formi hans og á-
hrifum, þótt freistast sé til aS spígspora um hann í huganum eftir
teikningu og mynd.
Stjörnuhóll er vestan viS bæinn, og er raunar sjálfur hæjarhóll-
inn. Bærinn stóS austan í hólnum og var grafinn djúpt inn í hann,
einkum aS vestan og nokkuS aS sunnan. Næst hólkollinum voru
tvær hlöSur svo niSurgrafnar aS annar veggurinn var ekki nema fet
úr jörS, en hinn lítiS eitt hærri. Þá var dálítiS sund og síSan bær-
inn, bæjarbakiS. SySst baSstofuveggurinn tæpa 20 metra á lengd,
lágur úr jörð og gróinn. Ofan á hann gekk þekjan með tveim glugga-
skotum og fjórar rúður í hvorum glugga. BáSir baðstofustafnar voru
úr torfi upp úr gegn. Næst var mjótt sund milli baSstofu og búrs
og hallaði fram úr því. Um þetta sund lá leiðin meS kúapokana frá
kúahlöðunni, og voru þeir bornir þvert yfir í sundið milli Utstofu
og Hestakofa. Búrstafninn var úr timbri niður aS veggjum, hálfþili,
og gluggi á, en HlóSaeldhúsiS meS torfstafni. Nyrzt var fjósstafn-
inn líka úr torfi. Þar er á teikningunni merkt „Þró“. Yigfús segir
aS þarna hafi fyrrum verið kamarkofi og innangengt í hann úr fjós-
inu og þróin undir hlaðin innan með grjóti. Síðan var kamarinn
lagður niður og rifinn, en þróin var eftir, spilaS fyrir dyrnar og
tarfurinn hafSur í dyraskotinu. Til norSurs sneri torfstafn Innra-
búrs og langveggur Fjóss nokkuS hár því að þar var komið út úr
bæj arhólnum.
Allir veggir voru grafnir niður á fast. NeSst í þeim voru vænir
undirstöSusteinar og síSan hlaSiS úr grjóti með þunnum torflögum
á milli tæplega upp til miðs, en efri hlutinn eingöngu úr torfi.
Veggirnir voru þykkir eins og uppdrátturinn sýnir, einn til einn
og hálfur metri. NeSan til, þar sem grjótið var, voru þeir hlaðnir
þannig, aS hleSslugrjóti var raSaS á brúnir og holiS milli raS-
anna fyllt meS mold. Henni var þjappað vel saman, svo aS ekki sigi
og til þess að vatn kæmist síður í vegginn. Hún var jafnvel barin
MÚLAÞING
91