Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1971, Blaðsíða 197
maSur og ritaði Desjarmýrarannál. Bróðursonur hans er HjÓr-
leifur sterki Arnason, sagnasjór og dulhyggjumaður (f. 1760 d.
1831). Hann bjó lengi á Nesi, og á efri árum hans bjó hinum megin
við Skriðurnar, í Njarðvík, Jón fræðimaður Sigurðsson (f. um
1801 d. 1883) og skráir Naddasöguna um uppruna krossins. Hann
hafði margt af sínum fróðleik frá Hjörleifi og er samtímis séra Sig-
urði Gunnarssyni er prestur var á Desjarmýri 1844—1862, en hann
má telja leiðtoga í þeim fræðaskóla sem þróaðist á Austurlandi á
19. öld. Þeir Hjörleifur og Jón í Njarðvík voru aldavinir og skiptust
á fróðleik svo sem lýst er í Sigfúsarsögum. Bæði Jón og séra Bene-
dikt hlutu að vita ef krossinn væri minnismerki um séra Runólf og
hefðu látið þess getið, jafnvel þótt þeir skráðu Naddasöguna.
Um krossinn hefur oft verið ritað nú hin síðari ár, fyrir ferða-
menn í blöð, hans getið í ferða- og fróðleiksþáttum af ýmsu tagi. Ég
hef lesið ýmislegt af þessum skrifum, en sjálfsagt ekki allt, og virð-
ist ekkert koma þar fram sem máli skiptir og hér hefur ekki verið
getið, en á hinn bóginn eru sum þessi skrif ærið missagnakennd.
Jafnvel í hinni ágætu grein Jóhanns Briem skjóta missagnir upp
kollinum, t. d. þetta: „Áður fyrr var gatan miklu neðar en hún er
nú á þessum hluta í skriðunum. Voru slysfarir þar tíðar, bæði á
mönnum og skepnum.“ „Miklu neðar“ var gatan ekki á Krossjaðri,
og ég 'hygg engar sagnir fari þar af slysförum, a. m. k. ekki á mönn-
um.
Um aldur krossins er allt á huldu þrátt fyrir ártalið sem á hann er
skráð nú. Eftir þeim heimildum sem nú eru þekktar stígur hann
fram úr rökkri sögunnar 1776 í ferðabók Olaviusar. Þar er áletrun-
in tilgreind, en ártals ekki getið, og ekki fyrr en hjá Þorvaldi Thor-
oddsen 1894. Osennilegt er að þeir sem um krossinn skrifa á undan
Þorvaldi hefðu ekki getið ártalsins ef það hefði verið á krossinum.
Jóhann Briem bendir á að ekki hafi tíðkazt að setja ártöl á hluti fyrr
á öldum, „ekki einu sinni legsteina“.
Að loknum þessum hugleiðingum um skrif annarra manna vil ég
leyfa mér að setja fram skoðanir mínar um tilkomu krossins. Þær
skipta að vísu ekki miklu máli og eru vafalaust litaðar þráa og fleiri
tilfinningalegum óklárindum eins og títt er um skoðanir sem ekki
eru byggðar á þekktum staðreyndum.
MUI.AÞING - 13
193