Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1971, Blaðsíða 186
2. Séra Runólfur Ketilsson fórst í norðurkinn Skriðuvíkur ásamt
fylgdarmanni sínum ónefndum í snjóflóði árið 1712. I prestasögum
Sighvats Borgfirðings segir svo frá slysinu: „En það bar til eitt sinn,
er hann vildi fara þangað til messu [þ. e. að Desjarmýri, hann var
prestur á Hjaltastað, en þjónaði Desjarmýri eftir að séra Magnús
Hávarðsson lét af prestskap 1711], að hann varð fyrir snjóflóði í
Njarðvíkurskriðum, og fannst hann standandi dauður í snjóflóðinu,
en fylgdarmaður hans fór á sjó út og fannst ekki.“ (Hér er þetta
tekið upp eftir Skriðuföllum og snjóflóðum Olafs Jónssonar).
Munnmæli herma að hann hafi komizt úr flóðinu inn í skúta undir
kletti ofan við fjöruna og dáið þar. Tóbaksdósir hans eiga að hafa
legið þar á syllu, og kváðu þær vera til. Hvað skyldu þær vera?
3. Benedikt frá Hofteigi hefur sagt mér að árið 1787 hafi orðið
banaslys í Skriðum, en man ekki hvar hann rakst á frásögn af því.
Sá sem þá fórst hét Bjarni Guðmundsson, og telur Benedikt að þar
sé um að ræða son séra Guðmundar Eiríkssonar prests, Sölvasonar
í Þingmúla. Það að maðurinn sé nafngreindur bendi til að hann sé
prestssonur, en ekki réttur og sléttur almúgamaður. Systir séra Guð-
mundar var kona Halls Einarssonar í Njarðvík, og styður það einn-
ig tilgátuna um manninn. Benedikt segir að ekki hafi verið sagt frá
atvikum slyssins.
4. Þriðja og síðasta slysið varð 1909, og fórust þá tveir menn.
Eftirfarandi frásögn að því skrifaði ég upp eftir föður mínum,
Halldóri Armannssyni fyrrum bónda á Snotrunesi, fyrir nokkrum
árum. Andrés á Snotrunesi hefur skrifað þátt af þessu slysi í Sunnu-
dagsblað Tímans. (1964 bls. 440).
Morguninn 9. desember árið 1909 lögðu af stað til Héraðs frá
Borgarfirði þrír menn. För þeirra var heitið upp á Krosshöfða við
Selfljótsós, en þar var þá verzlun í eigu Framtíðarinnar á Seyðis-
firði. Verzlun var að vísu einnig á Borgarfirði, en vöruskortur oft,
ekki sízt um þetta leyti árs. Kom þá fyrir að á Höfðanum fékkst
sitthvað er vantaði hjá kaupmanninum á Borgarfirði. I þetta sinn
vantaði steinolíu.
Ferðamennirnir þrír voru þessir: Sveinn Gunnarsson, auknefnd-
ur „skotti“, norðlenzkur maður að ætt, burðamaður og þreklega
182
MULAÞING