Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1971, Blaðsíða 208
Árni Stefánsson frá Glettingsnesi, landskunnur fjallamaður og
brautryðjandi í bifreiðaakstri um öræfi og óbyggðir. Hann kom
með þennan bíl sunnan úr Reykjavík og þrælaði honum út veglausan
ytri partinn af Hjaltastaðaþinghá og Gönguskarð ofan yfir, en til
baka upp yfir Vatnsskarð. Ferðalagið var kvikmyndað. Sama sumar
fóru Sófus Bender frá Desjarmýri og Hörður Jónsson hina sömu
leið á jeppa. Brátt fjölgaði jeppum í hreppnum, og þeir fóru Skriður
fram og aftur án þess að neinum þætti í frásögur færandi, nema þá
sumum ókunnugum sem fannst meðan á ferð stóð að þeir ækju bláar
brautir loftsins á leið til himna og féll það náttúrlega miður.
Rigningarsumarið mikla 1950 var jarðýta nýlega komin til
Borgarfjarðar, og með henni ruddu þeir Hannes Eyjólfsson og Sig-
ursteinn Jóhannsson breiðan hlemmiveg í Skriðurnar.
I bréfi til mín dagsettu 1. júlí 1970 segir Ingvar Ingvarsson odd-
viti á Desjarmýri: „Ég hef rætt við Hannes Eyjólfsson um ýtuveg-
inn er gerður var yfir Skriðurnar rigningarsumarið mikla 1950.
Segir hann að sér sá minnisstæður sá dagur er það verk hófst,
þegar þeir Steinn Ármannsson, Einar Jónsson verkstjóri og Eirik
Eylands nú deildarstjóri véladeildar Vegagerðar ríkisins, er tók
fyrstu sköfurnar og kenndi ýtumönnunum hvernig þeir ættu að haga
vinnubrögðum við þessar erfiðu aðstæður, stóðu allir þrír á syðri
barmi Skriðuvíkur og gáfu út fyrstu dagskipunina.“ — Vegagerðin
reyndist nokkuð tafsöm vegna vatnsaga í urðinni. Mikið hrundi
í veginn, og einu sinni var allt horfið að morgni sem gert var dag-
inn áður. Þetta orsakaðist af óvenjulegri rigningartíð, og var nýi
vegurinn illfær lengi sumars. Þar kom þó að hann þornaði og harðn-
aði og hefur aldrei blotnað til baga síðan. Vegarruðslan tók hálfan
mánuð til þrjár vikur, hefur Ingvar eftir Hannesi Eyjólfssyni.
Síðan hefur ekki einu sinni ókunnugum þótt neitt ævintýralegt
við bílferð yfir Skriður, flestum þó forvitnilegt, en einstaka svolítið
uggvænlegt. Einu sinni var ég þar á ferð með tveimur frambjóðend-
um í kosningaferð. Þegar við komum á Skriðuvíkurbarm á uppeftir-
leið varð Jóhannesi að orði: „Við skulum nú ekki tala mikið, Einar
minn, meðan við förum yfir Skriðurnar.“ Ástæðurnar gátu verið
tvær, ég veit ekki hvor réð orðum hans.
Sumarferðir um Skriður eru ekki ævintýralegar, en stundum
204 MÚLAÞING