Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1971, Blaðsíða 8
ur urðu ættsæl. Börn þeirra voru 1703: Magnús, Þuríður og Jón, þá
á unglingsaldri, og getur síðan í Skriðdal og þar í grennd.
I Eiríksstaði flytur nú Þorsteinn frá Kjólsstöðum, sonur Magn-
úsar á Eiríksstöðum. Hann bjó á móti föður sínum á Eiríksstöðum
1681, þá sennilega nýkvæntur, líklega ekkert barn hans fætt þá. Þor-
steinn átti Guðrúnu Guðmundsdóttur og var sá Guðmundur úr Vest-
mannaeyjum, en móðir Guðrúnar var Ragnhildur1 Guttormsdóttir
frá Brú, Jónssonar. Guðrún var fædd 1661, en Þorsteinn 1651. Þor-
steinn bjó einn á Eiríksstöðum 1723 og hefur sjálfsagt ekki slitnað
ábúð hans þar á þessum tíma.
Þó er vert að geta þess, að Séra Bjarni Jónsson, sem fékk Möðru-
dal eftir Narfa prest 1685, fékk einnig not af Eiríksstöðum eins og
Narfi prestur til uppbótar á brauðið. Af vísitasíunni í Möðrudal
1705, sést að mjög kreppir að búsetu þar, og sagnir eru um það, að
séra Bjarni hafi gengið frá Möðrudal 1712, eftir mikið afhroð í
gripamissi og farið að Eiríksstöðum. Þaðan fór hann að minnsta
kosti eftir gistingu 1716 og varð bráðkvaddur er liann var kominn
stutt út frá bæ. Ef til vill hefur hann þá átt heima á Eiríksstöðum,
og á það bendir sagan sem um þessa atburði hefur verið sögð, en er
náttúrlega engin vísindi. En þótt séra Bjarni hafi hrakizt frá Möðru-
dal í Eiríksstaði, eru engar líkur á því að hann hafi þurft að hrekja
Þorstein Magnússon burtu, svo að gera má ráð fyrir því að Þor-
steinn hafi búið á Eiríksstöðum ásamt séra Bjarna þessi 4 ár, sem
hér er um að ræða. Möðrudalur fór í eyði og prestakallið var lagt
niður og var draug kennt um, sem þannig kom landskuldum af Ei-
ríksstöðum heim í Skálholt aftur.2
1 Ragnhildarnafnið fylgdi síðan ættinni og var síðust Ragnhildur á Skjöld-
ólfsstöðum Stefánsdóttir, kona Eiríks Sigfússonar. Varla fer hjá því að það sé
Ragnhildar nafn Eiða-Pálsdóttur, ömmu Sesselju konu Hallsteins, er Skriðu
gáfu til klausturs. (Sjá Þorsteins Jökuls þátt.)
2 Við þetta er það að athuga, að 1674 voru 10 Skriðuklaustursjarðir teknar
af klausturfjám og lagðar til fátækra kirkna, Hvanná og Skeggjastaðir til Hof-
teigs, en Eiríksstaðir til Möðrudals og síðan til Skeggjastaða á Strönd. Eiríks-
staðir hafa því gengið úr eign Hákarla-Bjarna eða erfingja hans til klausturs-
ins á Skriðu, líklega um 1530. Jarðir þessar voru lagðar Skálholti og kallaðar
stiftisjarðir.
6
MÚLAÞING