Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1971, Blaðsíða 195
Vesturheimi) hafi gert vísuna þegar krosinn féll 1924. Björn var þá
staddur hérlendis, átti leið um Skriöur, en þá hittist svo á að þver-
tréð var nýfokið af og krosslaust meðan Bóas í Njarðvík var að gera
nýjan. Ég veit ekki hvort er sannara, en Björn gat hafa kunnað vís-
að vísuna og haft hana yfir er hann sá krossinn laskaðan, og er það
trúlegra.
Séra Ingvar bendir fyrstur manna á tímaskekkjuna í sambandi
við ártalið á krossinum, 1306, og Naddasöguna. Jón sá Björnsson
er við Nadda glímdi var uppi rétt um siðaskipti eða á fyrri hluta 16.
aldar. Skakkar þar 200—250 árum frá ártalinu á honum. Séra Ing-
var lætur liggja á milli hluta hvor aldurinn sé sennilegri, en hallast
þó fremur að því að krossinn sé frá katólskri tíð. Hann getur þess til
að Naddi hafi verið sakamaður, „er hin hörðu landslög þeirra tíma“
hafi „svipt öllum bjargráðum mannanna. í Naddahelli hefur verið
tilvalið vígi og gott til fanga í skriðunum á jafnfjölfarinni leið. Hef-
ir þar og verið einkar góð aðstaða fyrir karlmenni, búið mann-
broddum, svo sem naddhljóðið bendir til, að ráðast í húmi skamm-
degis á huglitla en hjátrúarfulla vegfarendur".
9) Að lokum er að geta alllangrar og rækilegrar greinar er Jó-
hann Briem ritaði í jólablað Tímans 1959. Það er mjög vel gerð
grein og rakin í tímaröð flest þau skrif sem hér hefur verið getið.
(Raunar hef ég ekki séð sóknarlýsingu Snorra pr. Sæmundssonar
eða skýrslu séra Benedikts Þórarinssonar, heldur getið þeirra hér
eftir grein Jóhanns.)
Auk ritaðra heimilda hefur Jóhann ýmislegt eftir munnlegri frá-
sögn séra Ingvars og þar að auki upplýsingar, áður sjálfsagt fáum
kunnar, um uppruna áletrunarinnar á krossinum. Um hana segir
hann:
„Aletrunin á krossinum er alþekkt erlendis og kemur víða fyrir
bæði fyrir siðaskipti og eftir, en ekki er mér kunnugt um, að hún
hafi verið notuð á Islandi nema á Njarðvíkurkrossinum og stórum
róðukrossi, sem lengi stóð í dómkirkjunni í Skálholti. Kom hann í
kirkjuna á dögum Þórðar biskups Þorlákssonar (1674—97). Var
smíðaður í Hamborg, sennilega 1692. Krossinn er ennþá til og er
geymdur í Þjóðminjasafni, en áletrunin er horfin. Hefur sennilega
staðið á fótstalli, sem nú er glataður. Þegar Skálholtskirkja var rifin,
MULAÞING
191